Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 49

Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 49
KYNNING − AUGLÝSING Krakkar16. MAÍ 2013 FIMMTUDAGUR 3 Þær Svanhildur Marín og Matthildur Eir eiga báðar ær í sveitinni, Blúndu og Svartnefju. „Blúnda bar einu lambi en það var annað vanið undir hana,“ útskýrir Svanhildur en þær systur hjálpuðu til í sauðburðinum hjá ömmu og afa á dögunum. Hvað fannst þeim skemmtilegast? „Lömbin,“ segja þær báðar. „Við sáum mörg lömb fæðast og það er gaman þegar allt gengur vel en leiðinlegt ef þau deyja. Svo gáfum við nokkrum lömbum pela,“ segja þær. Öll lömbin fá mark og merki í eyra en stelpurnar vildu lítið af því verki vita. „Við vildum ekki halda á lömbunum á meðan því það kemur stundum blóð,“ segja þær. Mislitu lömbin eru í miklu uppáhaldi og spurðar hver þeirra þeim finnist fallegust stendur ekki á svari. „Mér finnst goltótt og flekkótt lömb fallegust,“ segir Svan- hildur. „Mér finnst flekkótt og pandalömb fallegust,“ segir Matthildur og útskýrir að „pandalömb“ kalli hún þau sem eru svört kringum augun eins og pandabirnir, eða bíldótt. En gátu lömbin eitthvað leikið sér úti? „Nei, þau fara ekki út nærri strax, það er allt á kafi í snjó,“ segja þær en sjálf- ar gátu þær nýtt sér snjóinn. „Við gerðum bæði snjókarl og snjóhund.“ - rat Systurnar með Svanhildi ömmu í fjár- húsunum. Sum lambanna fengu smá aukasopa úr pela. Stelpurnar léku sér í snjónum, sem nóg er af, milli þess sem þær sinntu lömbunum. Flekkóttu lömbin fallegust Svanhildur Marín og Matthildur Eir Valdimarsdætur eru í 4. og 1. bekk í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Þær skelltu sér í sauðburð til afa síns og ömmu á Engi í Bárðardal þar sem allt er á kafi í snjó og langt í að lömbin komist út að leika sér. Matthildur Eir og Svanhildur Marín eiga báðar ær í sveitinni hjá ömmu og afa, þær Svartnefju og Blúndu. Systurnar drifu sig í sauðburð- inn að hjálpa til. MYND/VALDIMAR TRYGGVASON 550 9800

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.