Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 1
LÖGREGLUMÁL Töluverðu magni af grófu klámefni er dreift á íslensk- um torrent-síðum. Slíkt er ólöglegt en þrátt fyrir það getur kynferðis- brotadeild lögreglu ekki komið í veg fyrir dreifinguna vegna skorts á fjármagni. Það reynist þeim einn- ig erfitt vegna þess að íslensku síð- urnar eru flestar vistaðar erlendis. Til eru nokkrar íslenskar torrent-síður. Síðunum er ætlað að auðvelda aðgengi Íslendinga að afþreyingarefni. Síðurnar eru á íslensku og notendur þeirra og stjórnendur eru Íslendingar. Allt efni inni á síðunum er því efni sem gengur á milli Íslendinga, frá einni tölvu í aðra, innanlands. Mun hag- kvæmara er fyrir Íslendinga að not- ast við niðurhal á slíkum síðum þar sem erlendur gagnaflutningur eru dýr. „Við getum lítið gert þegar þetta heyrir ekki undir okkar lögsögu og það er miður. Það er einnig mjög takmarkað hvað fáliðuð lög- regla getur gert til þess að sporna við þessari þróun,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglu. Á vefsíðunni deildu.net má sjá lista yfir þær skrár sem hafa feng- ið mest niðurhal. Á meðal þeirra er myndbrot af grófri misnotkun gegn tékkneskri konu. Björgvin segir það sorglegt að slíku efni sé dreift án þess að nokkuð sé hægt að gera. „Við höfum heimild til þess að stöðva efni á borð við þetta, ef við- komandi kærir birtingu þess. Þar sem þetta er erlend kona er nær útilokað fyrir okkur að aðhafast,“ segir Björgvin. - mlþ KÖFUNFÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 kafara Undraveröld Um allan heim er að fi GOLF FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 Draumabyrjun Bryndís María Ragnarsdóttir fór holu í höggi í sínu fyrsta höggi á fyrsta stigamóti Íslandsbankamótaraðar unglinga um miðjan maí. SÍÐA2 Bónorð á 9. holu Björn Steinar Stefánsson bað Huldu Alfreðsdóttur á níundu holu golfvallar á Spáni. SÍÐA 6 Harður vetur setur mark sitt á vellina Snjóþungur vetur á Norður- og Austur- landi hefur sett mark sitt á golfvellina sem margir opna seinna en venjulega. SÍÐA 8 Lífi Hildur Halldórsdóttir GALDRAR FRAM BRAGÐGÓÐA OG HOLLA SAFA 6 Steinunn Edda Steingrímsdóttir ALLT LEYFILEGT Í FÖRÐUN FYRIR SUMARIÐ 12 Sandra Dís Magnúsdóttir EKKI LÁTA SVEFN - HERBERGIÐ MÆT A AFGANGI 14 31. MAÍ 2013 FÖSTUDAGUR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 26 4 SÉRBLÖÐ Lífið | Golf | Köfun | Fólk Sími: 512 5000 31. maí 2013 126. tölublað 13. árgangur Við getum lítið gert þegar þetta heyrir ekki undir okkar lög- sögu og það er miður. Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar MENNING Englar alheimsins fá flestar tilnefningar til Grímuverð- launanna í ár. 44 SPORT Stelpurnar í handboltalands- liðinu hafa unnið vel í andlega þætt- inum og ætla að sigra Tékka. 60 MATARKISTA HAFS INS Matgæðingar fá að bragða á lostæti úr hafinu á Hátíð hafsins sem fram fe r um helgina. Meðal annars verður hægt að gæða sér á síld, makrílpaté, fis kistöngum og hrefnukjöti svo eitth vað sé nefnt. Tónlis tin mun dynja á bryggjunni og mörg veitingahús verða m eð tilboð. 60% -20% 90 -10% -50% 40% VEGNA FLUT NINGA RÝMINGARS ALA FRÉTTIR LÍFIÐ 30. MAÍ–2. JÚNÍ OPIÐ 10–19 Golfkynningar, leikir og tilboð. KRAFTMIKIÐ KAFFI OG SÚKKULAÐI- BOOST 1 lítið Vanilluskyr.is 1 dl sterkt kaffi 2 msk heslihnetu- og súkkulaði- mauk (Nusco) 6-8 ísmolar www.skyr.is VEISLA Í VEIÐIHORNINU ÞÉR ER BOÐIÐ UPPLÝSINGAR Á BLAÐSÍÐUM 20 OG 21 SPJALDTÖLVUR FYRIR SUMARIÐ iPad mini 58.990SKOÐUN Margt gæti orðið hagkvæm-ara og skilvirkara ef byggt yrði þéttar, skrifar Pawel Bartoszek. 27 Íslenskar torrent-síður hýsa mjög gróft klám Gróft klámefni er í dreifingu á milli Íslendinga á íslenskum vefsvæðum á borð við deildu.net. Fáliðuð kynferðisbrotadeild lögreglu getur lítið aðhafst þótt dreifingin sé skýrt brot á lögum. Ekkert er hægt að gera nema formleg kæra berist. FÓLK Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, hlaut hin eftirsóttu Torsten og Wanja Söderberg- hönnunarverðlaun í ár. Verð- launaféð nemur einni milljón sænskra króna, sem er um 19 milljónir íslenskra króna. „Úrslitin komu mér virkilega á óvart og eru mér mikill heiður,“ sagði Hjalti. Hjalti útskrifaðist sem hönnuð- ur frá hinum virta Parsons-skóla í New York árið 1992 og rekur nú hönnunarfyrirtækið Karlsson- Wilker. - sm / sjá síðu 66 Fékk 19 milljónir í verðlaun: Hlaut virt sænsk verðlaun MIKILL HEIÐUR Hjalti Karlsson hlaut hin virtu Torsten og Wanja Söderberg- hönnunarverðlaun. Bolungarvík 8° A 7 Akureyri 10° SA 7 Egilsstaðir 10° S 7 Kirkjubæjarkl. 9° SSV 8 Reykjavík 9° SA 11 Bjartast NA-til Í dag ríkja S- og SA-áttir með rigningu eða skúrum sunnan- og vestanlands. Norðan- og austan til verður úrkomulítið og sums staðar bjart. 4 FÓLK Pétur Kristján Guðmundsson kvikmyndagerð- armaður lamaðist fyrir neðan mitti fyrir tveimur árum í slysi við fjallaklifur í Austurríki. Hann vinnur nú, í samstarfi við stoðtækjafram- leiðandann Össur, að þróun spelku sem einfalda á mænusködduðum að ganga óstudd og hefur sjálfur náð árangri með aðstoð spelkunnar. Hann hefur ekki látið fötlunina stoppa sig í gerð kvikmyndar sem hann vinnur úr myndbrotum frá íslenskri náttúru. Hann vinnur jafnframt að því að leysa þetta verkefni sem hann kallar fötlun sína. Hann segir að það að vera lamaður sé óásættan- legt ástand en draumurinn sé að vera alveg laus við hækjurnar. - mlþ / sjá síðu 24 Ekkert stöðvar Pétur Kristján Guðmundsson kvikmyndagerðarmann: Lömunin er óásættanlegt ástand ÓBUGAÐUR Kvikmyndagerðamaðurinn Pétur Kristján Guðmundsson lætur lömun ekki aftra sér og vinnur nú bæði að nýrri kvikmynd og þróun spelku, í samstarfi við stoðtækjafyrirtækið Össur, sem aðstoða á mænuskaddaða við að ganga óstudda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Erfiðast að farða á sjónum Fríða María Harðardóttir er einn fremsti förðunarfræðingur landsins. Hún segir erfiðast að farða úti á sjó. Óvissa um gengislán Óvissa ríkir um afdrif þúsunda bílalána og annarra skammtímalána vegna dóms Hæstaréttar í gær. 2 Íbúfen verði lyfseðilskylt Hjarta- læknir varar við ofnotkun Íbúfens. 6 Exista-fléttan Lýður Guðmundsson var í gær sektaður fyrir þátt sinn í hlutafjáraukningu Exista. 12 VEIÐI Ögurstund er runnin upp á íslenska stangaveiðimarkaðnum að mati Landssambands Stanga- veiðifélaga. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að sala á veiðileyfum hafi dregist saman um 30 prósent í sumar saman- borið við árið í fyrra. „Veiðileyfi á Íslandi eru ein- faldlega orðin of dýr í saman- burði við hágæðalaxveiðileyfi í heiminum,“ segir í yfirlýsingunni og tekið er fram að nauðsynlegt sé að setjast niður með land- eigendum til að bjarga því sem bjargað verði. Lækka verði leyfin strax ef ekki eigi illa að fara. Óðinn Sigþórsson, formað- ur Landssambands Veiðifélaga, segir málið ekki einfalt. Það þýði ekki að vera með allsherjar sam- ráð um verðlagningu á veiði. Það samræmist ekki lögum. - th / sjá síðu 4 Segja laxveiðileyfin of dýr: Sala leyfa dregst saman um 30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.