Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 78
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42MENNING William Faulkner sagði einu sinni að hann reyndi alltaf, í sífellu, gott ef ekki hverri setningu, að fanga það sem ekki væri hægt að fanga, að ná því sem ekki er hægt að ná: ég reyni alltaf – sagði hann – að ná hinu ómögulega í skáldskap mínum. Og bætti við: ég veit auðvitað að mér mun aldrei takast það, en ég ætla samt aldrei að hætta að reyna. Mér hefur alltaf fundist, frá því að ég hnaut fyrst um þessa yfirlýsingu Faulkners, að hann hafi náð að lýsa því sem öll skáld eiga að gera. Öllu heldur: eiga að reyna að gera. Því skáldskapur er í eðli sínu, eins og öll list, tilraun til að fanga hið ónefnanlega, að veiða það upp úr djúpunum sem við skiljum ekki. Og þessvegna eru öll skáld- verk misheppnuð. Jafnvel ljóðið, sem kemst þó dýpst, og lengst, og hæst af öllum skáldskaparformum, nær ekki því sem það stefnir að. Það er auðvitað dapurlegt að hugsa til þess, gott ef ekki niðurdrepandi, að allt það sem þú reynir í skáld- skap er fyrirfram misheppnað! Kannski ekki skrýtið að geð- veiki, ofdrykkja, þunglyndi og sjálfsmorð hafa fylgt höfundum frá upphafi… Einn af helstu höfundum okkar Íslendinga á síðustu öld var Gunnar Gunnarsson. Hann skrif- aði meðal annars mikið skáldverk sem nefnist Fjallkirkjan. Verk í þremur bindum sem hann byggir á ævi sinni. Gunnar missti ungur móður sína, alveg eins og aðal- persóna skáldverksins. Lýsingin á sorg drengsins er sígild í íslensk- um bókmennum, og hefur snert íslenska lesendur afar djúpt síðan verkið kom út, fyrir tæpum 100 árum, það snerti raunar og hreif með djúpum trega sínum lesend- ur víða í Evrópu, því verk Gunn- ars voru þýdd yfir á fjöldamörg tungumál. Líklega hefur enginn íslenskur höfundur lýst sorginni yfir móðurmissi betur en Gunnar, og það er satt að segja erfitt að ímynda sér að hægt sé að gera betur í skáldskap – það er eins og Gunnari hafi þarna tekist hið ómögulega: að lýsa því sem ekki á að vera hægt að lýsa, en ein- göngu upplifa. Enginn getur lesið þennan hluta ógrátandi. Eða mun nokkurntíma gleyma honum. Samt sagði Gunnar einhverju sinni að þessi rómaða og grípandi lýsing hans á sorginni hefði alls ekki náð að fanga þá sorg sem hann upplifði sjálfur sem barn, að honum hefði mistekist að koma harmi sínum í orð. En hérna erum við kannski komin nálægt einhverskonar kjarna, eða þá einum af leyndardómum skáldskaparins – eða kannski bara því sem við köllum töfra: nefnilega því sem gerist þegar ófullkominn texti höfundar mætir lesandanum. Ég er viss um að það hafi ekki verið nein látalæti í Gunnari Gunnarssyni þegar hann lýsti því yfir að honum hefði mistekist að fanga harm æskunnar í orð sín, ég á við, hann var ekki að fiska eftir hrósi, fullyrðingum um hið gagnstæða, að honum hefði þvert á móti tekist það glæsilega. Hann talaði í einlægni, lituðum von- brigðum höfundar yfir takmörk- um sínum, að hann næði aldrei að fanga hið ómögulega. Og hann hafði alveg rétt fyrir sér – en samt ekki. Ég efast ekki um að þegar Gunnar bar þann harm sem textinn hans bjó yfir saman við harm æsku sinnar, sá hann að þar var óravegur á milli. En það skemmtilega er að það kemur okkur – lesendum – bara ekki neitt við. Okkur má vera nákvæmlega sama hvað höfund- ur sér eða sér ekki í texta sínum, hvað hann upplifir, skoðanir hans skipta engu máli, þær eru kannski forvitnilegar, en hlut- verki hans lýkur um leið og hann sendir bókina frá sér, um leið og hann ákveður með sjálfum sér að textinn er fullunninn. Ég held að í þessu tilviki hafi Gunnar gleymt því að hann er ekki dómbær á takmarkanir eða takmarka- leysi eigin texta. Eða öllu heldur: gleymdi að spyrja þá einu sem geta þar um dæmt, nefnilega les- endur. Því skáldskapurinn verður fyrst til þegar lesandinn kemur að textanum, mætir honum með minningar sínar, reynslu, tilfinn- ingar, sinn harm, sína gleði. Þá fyrst verður til þessi sérkenni- lega, mikilvæga, efnablanda sem við nefnum skáldskap. Og þá fyrst getur hið ómögulega átt sér stað: þá skyndilega reynast orðin búa yfir svimandi dýpi, setningarnar duldum, óvæntum merkingum. Þá kemur í ljós að skáldskapur getur náð hinu ómögulega. Eina sem þarf – þetta eina er raunar ekki svo lítið – er höfundur sem fylgir ráðum Faulkners og leggur sig allan fram, helst rúmlega það, í skrifum sínum, reynir í sífellu að finna nýjar leiðir með form, tungumál, frásagnarhátt; og síðan þurfum við hinn síleitandi lesanda, sem vill krefjandi texta, vill skáldskap sem leitar svara og reynir að nema ný lönd, sem neit- ar að nema staðar. Ef við höfum þetta tvennt, leitandi höfund, leitandi lesanda, þá eignumst við áfram merkilegan skáldskap sem getur fangað allt lífið – og meira að segja aðeins meira: Getur búið til nýtt líf. Að takast hið ómögulega Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er staddur á bókmenntahátíðinni í Lyon, sem stendur nú yfi r. Hann tók þátt í pallborðsum- ræðum á miðvikudaginn, þar sem hann gerði skáldskapinn að umfj öllunarefni en daginn áður birti franska stórblaðið Le Monde grein þar sem skáldið gerði grein fyrir uppleggi sínu. Fréttablaðið fékk góðfúslegt leyfi til að birta grein Jóns Kalmans á frummálinu. JÓN KALMAN STEFÁNSSON RITHÖFUNDUR „... SAGAN ER VEL SKRIFUÐ, FLÆKJURNAR ERU ÚTHUGSAÐAR.“ STEINÞÓR GUÐBJARTSSON / MORGUNBLAÐIÐ „... SPENNANDI, SKEMMTILEG OG VEL SKRIFUÐ.“ GUÐRÍÐUR HARALDSDÓTTIR / VIKAN „ÞAÐ ER BARA EINN JACK REACHER ...“ STEINÞÓR GUÐBJARTSSON / MORGUNBLAÐIÐ „TRYLLT FLÆÐI ... BESTA SPILLTA SUÐURRÍKJABORGIN Á BÓK.“ STEPHEN KING / ENTERTAINMENT WEEKLY TVÆR SPENNANDI 2.699 TILBOÐ 2.999 KR 2.699 TILBOÐ 2.999 KR G ild ir til 1 0. jú ní . Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti tólf höfundum fjögurra bók- menntaverka styrki úr nýræktar- sjóði Bókmenntasjóðs í gær. Þetta er í sjötta sinn sem Bók- menntasjóður úthlutar úr nýrækt- arsjóði sínum en honum er ætlað að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap. Þeir sem hlutu styrki í ár eru Halldór Armand Ásgeirsson fyrir smásagnasafnið Vince Vaughn í skýjunum; Roald Eyvindsson fyrir barna- og unglingabókina Leyni- reglu Pólybíosar og Alexander Dan Vilhjálmsson fyrir skáldsöguna Crymogæu; síðustu. Fjórða verk- efnið sem hlaut styrk nefnist Inn- vols – smásögur, ljóð og prósi og er eftir níu höfunda: Herthu Rich- ardt Úlfarsdóttur, Kötlu Ísaksdótt- ur, Valdísi Björt Guðmundsdóttur, Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur, Berg- þóru Einarsdóttur, Selmu Leifs- dóttur, Þórunni Þórhallsdóttur, Elínu Ósk Gísladóttur og Nönnu Halldórsdóttur. Alls bárust 49 umsóknir um nýræktarstyrk úr Bókmennta- sjóði í ár. Hver styrkur er að upp- hæð 250 þúsund krónur. Menntamálaráðherra veitti nýræktarstyrki Bókmenntasjóður styrkir fj ögur verk þrettán höfunda. VIÐ AFHENDINGU Það kom í hlut Illuga Gunnarssonar, nýbakaðs mennta- málaráðherra, að afhenda styrkþegum og fulltrúum þeirra styrkina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.