Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 18

Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 18
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 Áhugi smábátasjómanna á makríl- veiðum er langt umfram það sem búist var við. Alls hafa 239 útgerð- araðilar sótt um leyfi til slíkra veiða, en þær stunduðu aðeins 17 bátar á síðustu vertíð. Aflaheim- ildir til veiðanna eru hins vegar svo fátæklegar að hver bátur fær úr litlu að moða. Mikill áhugi Þegar umsóknarfrestur til að sækja um makrílveiðar rann út 6. maí síðastliðinn höfðu Fiskistofu borist 239 umsóknir um færaveið- ar. Af umsækjendum eru 98 skip ekki með haffæri sem gildir 1. júlí, en þann dag má hefja makrílveið- ar með línu og handfærum. Ekki verða gefin út leyfi til þeirra fyrr en það skilyrði er uppfyllt. Þá eru 23 af þeim skipum sem sóttu um nú þegar með strandveiðileyfi og því er ekki unnt að gefa út leyfi til þeirra fyrr en 1. september. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS), segir að um hreina spreng- ingu sé að ræða en nokkur óvissa sé um hversu margir muni skila sér til veiðanna. Þó sé ljóst að um gríðarlega fjölgun frá því í fyrra sé að ræða, þegar 17 bátar stunduðu veiðarnar. „En samkvæmt reglugerð eru 3.200 tonn ætluð til veiðanna, sem er náttúrulega ekki upp í nös á ketti. Við hvöttum Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra til að ætla verulegt magn til færa- báta, enda makríll frá þeim mun verðmætari en hjá vörpuskipum,“ segir Örn. Markmið LS er að 20 þúsund tonn af makríl komi í hlut færabáta, en afli þeirra 17 báta sem stunduðu veiðarnar í fyrra var samtals 1.100 tonn. Örn segir að LS muni hvetja Sigurð Inga Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra til að auka myndar- lega við veiðiheimildirnar frá því sem nú er. Um þetta ályktaði aðal- fundur LS og hvatti til þess að mak- rílpottur fyrir smábáta, báta undir 15 brúttótonnum, yrði aukinn í 18% af heildarafla í makríl að erlendri fyrirmynd, til dæmis í Noregi. Þegar frekar er rýnt í reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2013 sést að þessum 3.200 tonnum skal skipt þannig að veiða megi 1.300 tonn í júlí og 1.900 lestir það sem eftir lifir árs. Heild- ar aflaheimildir íslenskra skipa eru hins vegar um 123.000 tonn. Tækifærin til staðar Óttar Már Ingvason sjávarútvegs- fræðingur segir tækifærin í nýt- ingu makríls með krókaveiðum mikil. Hann segir það hafa haml- að veiðum til þessa að uppsjávar- vinnslur hafi ekki verið tilbúnar að greiða eðlilegt verð fyrir króka- veiddan makríl, heldur hafi hann verið verðlagður á sama hátt og makríll til bræðslu og frystingar úr uppsjávarveiðiskipum. Verðmynd- unin hafi orðið til þess að áhugi á makrílveiðum hafi verið mjög tak- markaður meðal smábátaútgerðar- innar. „Þróunin hefur verið sú að þær fiskvinnslur sem eru háðar hráefn- iskaupum á frjálsum markaði fóru að sýna krókaveiddum makríl auk- inn áhuga og á síðustu vertíð voru þær að borga 2,5 til 3 sinnum hærra verð fyrir krókaveiddan makríl,“ segir Óttar og segir ástæðuna vera þá að krókaveiddur makríll sé mun verðmætara og betra hráefni en sá sem er veiddur með stórtækari veiðarfærum. „Á síðustu vertíð sýndu menn og sönnuðu að krókaveiðar á mak- ríl eru mjög raunhæfur kostur á miðum umhverfis Ísland,“ segir Óttar. „Í dag er það staðreynd að nokkuð stór hluti smábátaútgerðar- innar lítur á makrílveiðar sem eitt helsta sóknarfærið í sinni útgerð, eins og tölurnar sýna.“ Störfin heim Óðinn Gestsson, framkvæmda- stjóri Íslandssögu á Suðureyri, skrifaði grein á fréttavefinn Bæjar- ins besta í byrjun febrúar þar sem hann reifar rök fyrir því að króka- veiða makríl í frekari mæli. Þar bendir hann á að einn helsti vandi í íslenskri fiskvinnslu sé skortur á hráefni til vinnslu. Óðinn telur að með því að beina hluta veiðiheim- ilda í makríl á smábáta megi áætla að fiskvinnslur sem glími við skort á hráefni, og það um allt land, njóti góðs af því. „Með því mætti auka verkefni hjá því fólki sem þar starf- ar. Þá gætu sprottið upp einhverjir sem vildu búa til vörur sem gæfu meiri verðmæti, ef það sýndist hag- kvæmt. Við myndum í einhverjum tilfellum búa til fullunnar vörur. Mest af þeim makríl sem er fer í blokk og er lausfrystur fer til fram- haldsvinnslu erlendis hjá einhverj- um vinnslum sem búa til störf þar sem þau eru staðsett. Þetta gæfi að minnsta kosti tækifæri á aukinni fullvinnslu,“ skrifar Óðinn. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Krókasjómenn flykkjast á makríl Þegar hafa 239 útgerðir sótt um leyfi til Fiskistofu til að færaveiða makríl í sumar. Um sprengingu er að ræða þar sem aðeins 17 bátar stunduðu veiðarnar í fyrra. Áætlaður kvóti til veiðanna er 3.200 tonn, sem er um 17.000 tonnum undir því sem sjómenn telja nægjanlegt. HÖFNIN Á ARNARSTAPA Óvissa er um hversu margir bátar munu sækja á krókaveiðar á makríl en fjölgunin verður alltaf marg- föld frá fyrra ári. Fjölmargir útgerðaraðilar hafa líklega sótt um makrílveiðileyfi til að halda þeim möguleika opnum að hefja veiðar en eru óákveðnir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■ Veiðarnar eru hagkvæmar og umhverfisvænar því útgerðarkostnaður er tiltölulega lágur. ■ Enginn meðafli eða seiðadráp er við veiðarnar. ■ Krókabátarnir geta athafnað sig á grunnsævi þar sem rányrkja makríls- ins er hvað skaðlegust fyrir ungviði helstu nytjastofna. ■ Stórauknir möguleikar fyrir fiskvinnslur sem eru háðar frjálsum markaði við öflun hráefnis. ■ Aðgangur margra sjávarútvegsbyggða að hráefni frá sjávarútvegs- byggðum hefur verið mjög heftur. Má þar nefna Vesturland, Vestfirði og Norðurland, jafnvel þótt sum árin hafi stór hluti aflans verið veiddur úti fyrir miðum þessara landsfjórðunga. Með aukinni krókaveiði á makríl mun aðgengi fiskverkenda á þessum svæðum aukast með jákvæðum áhrifum á atvinnustig og búsetu einstakra byggðarlaga. Fjölþætt samfélagsleg áhrif krókaveiði AFLAHEIMILDIR OG VEIÐI Í MAKRÍL 2012– 2013130.000 125.000 120.000 115.000 110.000 105.000 100.000 22.000 21.000 20.000 19.000 18.000 17.000 10.000 9000 8000 7000 4000 3000 2000 1000 0 123.000 20.000 3.200 1.100 ➜ Um 5,1 milljón tonna af makríl mældist í sex vikna rannsóknarleiðangri Íslend- inga, Færeyinga og Norðmanna í fyrra sumar og þar af 1,5 milljónir tonna innan íslenskrar efnahagslögsögu. Það eru um 29% af heildarmagninu á rannsóknasvæðinu. ➜ Makrílkvóti Íslands fyrir árið 2013 hefur verið ákveðinn 15% minni en á síðasta ári í samræmi við veiðiráðgjöf Alþjóða hafrann- sóknarráðsins (ICES). Kvótinn í ár nemur alls 123.182 tonnum. ➜ Áætlað er að árið 2012 hafi heildarveiði Evrópusambandsins, Noregs, Íslands, Færeyja og Rússlands á makríl verið 920 þúsund tonn og nam veiðihlutur Íslands um 16%. Veiði 17 báta í fyrra- sumar Afl aheimildir 2013 Lágmark í krókaveiði 2013 (LS) Kvóti til krókaveiða í sumar En sam- kvæmt reglu- gerð eru 3.200 tonn ætluð til veiðanna, sem er nátt- úrulega ekki upp í nös á ketti Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | HERBAMARE FÆST Í NETTÓ Kræsingar & kostakjör Herbamare er blanda lífrænna jurta og grænmetis með hreinu sjávarsalti. Einstök bragðgæði Herbamare draga fram góða bragðið í hverjum rétti á náttúrulegan hátt. Alls hafa 239 útgerðaraðilar sótt um leyfi til makrílveiða. 17 bátar stunduðu slíkar veiðar á síðustu vertíð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.