Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 80
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 44 ➜ Atli Rafn Sigurðsson er tilnefndur sem leikari ársins í aðalhlutverki í Englum alheimsins. Þorleifur Arnarsson er tilnefndur fyrir leikstjórn og Sólveig Arnarsdóttir fyrir leik í aukahlutverki. Leiksýningin Englar alheimsins í leikgerð Þorleifs Arnar Arn-arssonar og Símons Birgissonar hlýtur níu tilnefningar til Grímuverðlaunanna í ár. Til- nefningarnar voru kunngjörðar við athöfn á Stóra sviði Þjóð- leikhússins í gær, sama sviði og Englar alheimsins eru sýndir á um þessar mundir. Fast á hæla Englanna komu tvær sýningar Borgarleik- hússins, Gullregn eftir Ragnar Bragason og Mary Poppins í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfs- sonar. Verkin þrjú eru öll til- nefnd sem sýning ársins, auk Macbeth, sem fær alls sjö til- nefningar, og Blam!, sem fær alls sex tilnefningar. Englar alheimsins og Gull- regn eru auk þess tilnefnd í flokknum leikrit ársins ásamt Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson, Karma fyrir fugla, eftir Kari Ósk Grétudótt- ur og Kristínu Eiríksdóttur og Grande eftir Tyrfing Tyrfings- son. Alls komu 63 verk til greina til Grímuverðlauna í ár, þar af þrettán dansverk og sjö útvarpsverk en tilnefningar eru 83 talsins í átján flokkum. Athygli vekur að þrátt fyrir að Macbeth fái sjö tilnefningar, þar á meðal sem sýning ársins, er Björn Thors ekki tilnefndur fyrir leik sinn í titilhlutverk- inu, rullu sem verkið stendur og fellur með. Listafólk og uppfærslur Þjóðleikhússins hljóta 26 til- nefningar, auk þess sem þrjár tilnefningar falla í skaut sam- starfsverkefna sjálfstæðra leikhópa og Þjóðleikhússins. Listafólk og uppfærslur Borgar- leikhússins hljóta 21 tilnefningu. Að auki fær Blam!, samstarfs- sýning Neander-leikhússins í Danmörku og Borgarleikhúss- ins sex tilnefningar og fjórar til- nefningar falla í hlut samstarfs- verkefna sjálfstæðra leikhópa. Listafólk og uppfærslur Íslenska dansflokksins hljóta átta tilnefningar, Íslensku óperunnar fimm tilnefningar, Leikfélags Akureyrar eina til- nefningu og þrjár uppfærslur Útvarpsleikhússins eru tilnefnd- ar. Grímuverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðleik- húsinu 12. júní næstkomandi. Meðfylgjandi eru tilnefningar í helstu flokkum. Tilnefningar í öllum flokkum má finna á Vísi. SÝNING ÁRSINS Englar alheimsins Blam! Mary Poppins Macbeth Gullregn LEIKRIT ÁRSINS Englar alheimsins Gullregn Karma fyrir fugla Grande LEIKSTJÓRI ÁRSINS Þorleifur Örn Arnarsson fyrir Engla alheimsins Egill Heiðar Anton Pálsson fyrir Leigu- morðingjann Bergur Þór Ingólfsson fyrir Mary Poppins Kristín Jóhannes- dóttir fyrir Rautt Ragnar Bragason fyrir Gullregn LEIKARI ÁRSINS í aðalhlutverki Atli Rafn Sigurðarson fyrir Engla alheimsins Jóhann Sigurðarson fyrir Rautt Ólafur Darri Ólafsson fyrir Mýs og menn Benedikt Erlingsson fyrir Orms- tungu Kristján Ingimars- son fyrir Blam! LEIKKONA ÁRSINS í aðalhlutverki Margrét Vilhjálms- dóttir fyrir Macbeth Jóhanna Vigdís Arnardóttir fyrir Mary Poppins Sigrún Edda Björns- dóttir fyrir Gullregn Kristbjörg Kjeld fyrir Jónsmessunótt Þórunn Arna Kristjánsdóttir fyrir Karma fyrir fugla LEIKARI ÁRSINS í aukahlutverki Hilmar Guðjónsson fyrir Rautt Hallgrímur Ólafsson fyrir Gullregn Hilmir Snær Guðna- son fyrir Macbeth Eggert Þorleifsson fyrir Tveggja þjónn Pálmi Gests- son fyrir Fyrirheitna landið LEIKKONA ÁRSINS í aukahlutverki Halldóra Geirharðs- dóttir fyrir Gullregn Brynhildur Guðjóns- dóttir fyrir Gullregn Halldóra Geirharðs- dóttir fyrir Orms- tungu Maríanna Clara Lúthersdóttir fyrir Jónsmessunótt Sólveig Arnarsdóttir fyrir Engla alheimsins LEIKMYND ÁRSINS Börkur Jónsson fyrir Bastarða Petr Hloušek fyrir Mary Poppins Vytautas Narbutas fyrir Engla alheimsins Finnur Arnar Arnar- son fyrir Fyrirheitna landið Kristian Knudsen fyrir Blam! TILNEFNINGAR TIL EDDUVERÐLAUNA Í NOKKRUM FLOKKUM Englar alheimsins með níu tilnefningar Tilnefningar til Grímuverðlaunanna voru kunngjörðar í gær. Leiksýningin Englar alheimsins fékk fl estar tilnefningar, alls níu, en Gullregn og Mary Poppins fylgdu fast á hæla hennar með átta tilnefningar hvor. Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.