Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 2
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Það er slæmur ávani að skjóta fyrst. Það er umræðuhefð sem ætti að heyra sögunni til. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs DÓMSMÁL Óvissa ríkir um afdrif þúsunda skammtímalána að verð- mæti milljarða króna eftir dóm Hæstaréttar í gær, skv. áliti lög- manns. Dómurinn kvað á um að óheimilt sé að reikna seðlabanka- vexti afturvirkt á skammtímalán, þar á meðal bílalán, eftir að gengis- tryggð lán voru dæmd ólögleg árið 2010. Málið í gær fjallaði um 7 ára lánasamning upp á 5 milljónir króna sem SP fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, gerði við Plastiðjuna um kaup á bifreið. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, telur ljóst að for- dæmisgildi málsins sé mikið. „Það tekur bæði til þúsunda lána- samninga og til fjármálafyrirtækj- anna í heild sinni. Hér var ekki fjallað um lánsformið sem slíkt, svo málið hefur afar víðtæka skír- skotun. Þeir fjárhagslegu hagsmun- ir sem hér er um að tefla hlaupa á milljörðum króna.“ Einar Hugi hvetur fólk til að kanna réttarstöðu sína. „Auðvitað ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fjármálafyrirtæk- in hefjist handa við að endurreikna þessi skammtímalán.“ Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, sagði að nú væri verið að skoða afleið- ingar dómsins. „Við þurfum að gera þetta mjög vandlega því það er mikið undir í þessu máli fyrir okkur og mikilvægt að við vönd- um okkur við úrlausn þess,“ sagði Kristján. Hann vonast til þess að málin skýrist frekar í dag. - þj, khn Hæstiréttur segir að óheimilt sé að reikna seðlabankavexti á skammtímalán: Óvissa ríkir um gengislán upp á milljarða ÓVISSA UM ENDURÚTREIKNINGA Dómur Hæstaréttar hefur mikið for- dæmisgildi FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Samfélagsmál Í nýrri skýrslu Félagsvísindastofnunar um ofbeldi gegn fötluðum konum, sem unnin var fyrir velferðarráðuneytið, lýsa fatlaðar konur skelfilegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á lífsleið- inni. Markmið rannsóknarinnar var að gera grein fyrir eðli ofbeld- is gegn fötluðum konum, kanna við hvers konar aðstæður ofbeldið á sér stað og hvaða afleiðingar það hefur fyrir fatlaðar konur að hafa verið beittar ofbeldi. Skýrslan byggir á viðtölum við þrettán fatlaðar konur sem höfðu reynslu af margháttuðu ofbeldi í æsku og á fullorðinsárum. Fram komu sögur af líkamlegu og kyn- ferðislegu ofbeldi af hendi fólks sem stóð þeim nærri og einnig var því lýst hvernig vinnulag á heimil- um fyrir fatlað fólk vó að sjálfræði þeirra. Í skýrslunni kemur fram að félagsleg einangrun og skert kynvitund eru á meðal afleiðinga þessa ofbeldis. Þá segir jafnframt að ofbeldinu hafi verið viðhaldið með þöggun. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, félags- fræðingur og skýrsluhöfundur, segir að margar konurnar hafi kallað eftir aukinni kynfræðslu. „Ásamt fræðslu um það hvað ein- kennir heilbrigt parasamband og úrræði til að takast á við það þegar annar aðilinn er orðinn það ráðandi að um valdbeitingu er að ræða.“ Ásdís hvetur til vitundarvakning- ar í þessum efnum. „Enn fremur kom í ljós að þess- ar konur fengu ekki stuðning frá umhverfi sínu til að takast á við þetta ofbeldi. Umhverfið virðist hafa verið frekar afskiptalaust í þessu málum,“ segir Ásdís. - hó, khn Ný skýrsla Félagsvísindastofnunar um ofbeldi gegn fötluðum konum: Segja frá margháttuðu ofbeldi OFBELDI Í nýrri skýrslu Félagsvísinda- stofnunar segja þrettán fatlaðar konur frá margs konar ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á lífsleiðinni. SPURNING DAGSINS Ísólfur, étið þið ekki bara allt of mikið? „Við borðum alveg passlega mikið, enda með frábært fyrirtæki eins og Sláturfélag Suðurlands og ekki hægt að komast hjá því að borða þær gæðavörur sem þeir framleiða.“ Sveitarstjórnamenn í Rangárþingi eystra vilja fá lágvöruverðsverslanir á Hvolsvöll svo lækka megi matarreikning heimamanna. 60 ára og eldri Aukinn styrkur, betra jafnvægi og frábær félagsskapur Hefst 5. júní (4 vikur) Mán. og mið. kl. 11:00 eða 15:00 Verð kr. 9.900 KÓPAVOGUR „Það er afar slæmt að bæjarfulltrúinn skuli dylgja með þeim hætti sem gert hefur verið án þess að mál séu upplýst,“ segir meirihlutinn í bæjarráði Kópa- vogs og vísar til ummæla Guðríð- ar Arnardóttur, oddvita Samfylk- ingarinnar. Meirihlutinn sagði í bókun í bæjarráði í gær að Guð- ríður hefði með u m m ælu m í Fréttablaðinu á mánudag látið að því liggja að starfsmenn Kópavogsbæjar hefðu vísvitandi brotið af sér í starfi með því að hafa komið pen- ingum í „skjól“ frá réttmæt- um eigendum þeirra. Var þar vísað til þess að Kópavogsbær greiddi upp í desember 30 milljónir króna fyrir fram af skuldabréfum vegna eign- arnáms bæjarins á Vatnsenda- landinu. Guðríður sagði að vegna óljóss eignarhalds á Vatnsenda í kjölfar dómsmála væru pening- arnir ekki að ganga til réttmætra eigenda. Í svari fjármálastjóra bæjarins segir að fyrirspurn Guðríðar hafi verið byggð á misskilningi. „Með uppgreiðslu á skuldabréf- unum var ekki verið að greiða fyrir jarðarkaup eða eignarnám heldur að lækka skuldir bæjar- Sökuð um dylgjur um Vatnsendaskuldabréf Fjármálastjóri Kópavogs segir misskilning að umdeild uppgreiðsla skuldabréfa tengist eignarnámi á Vatnsenda. Meirihlutinn sakar Guðríði Arnardóttur um ærumeiðingar. Hún ráðleggur bæjarstjóranum að endurskoða starfshætti sína. FRÉTTABLAÐIÐ Á MÁNUDAG Ummæli oddvita Samfylkingar- innar í bæjarstjórn Kópavogs um uppgreiðslu skuldabréfa sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á Vatnsenda vekja hörð viðbrögð. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR ÁRMANN KR. ÓLAFSSON ins,“ útskýrir fjármálastjórinn. „Eðli máls samkvæmt“ hafi fjár- málastjórinn einn ákveðið upp- greiðsluna án þess að hún væri kynnt bæjarstjóra sérstaklega. „Það er slæmur ávani að skjóta fyrst og spyrja svo. Það er umræðuhefð sem ætti að heyra sögunni til. Í ljósi ærumeiðandi aðdróttana hefur endurskoðend- um bæjarins verið falið að gera úttekt sem er ætlað að varpa skýru ljósi á málsatvik,“ bókuðu Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúar meirihlutans. Guðríður Arnardóttir bókaði þá að hefði bæjarstjóra ekki verið kunnugt um uppgreiðslu láns upp á 30 milljónir fram í tímann sem tengist umdeildu eignarnámi á Vatnsenda ætti hann endurskoða starfshætti sína. „Það er ljóst að hér hafa verið gerð mistök, þegar umrætt skulda- bréf var greitt upp þótt síðustu greiðslur væru ekki komnar á gjalddaga. Þessu til stuðnings er bent á erindi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested frá 21. maí þar sem þess er krafist að Kópavogur felli niður allar greiðslur til þing- lýsts eiganda Vatnsenda á meðan dánarbúið er undir skiptum og skorið hefur verið úr um afdrif eignarréttar jarðarinnar,“ bókaði Guðríður Arnardóttir. gar@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA „Ég vil þetta allt upp á borðið,“ segir Guðríður Arnar-dóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, um upp-greiðslu bæjarsjóðs á skuldabréf-um sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á hluta Vatnsenda-landsins. Guðríður, ásamt Hjálmari Hjálmarssyni, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins, óskaði í bæjar-ráði eftir svari við því hvers vegna Kópa-vogsbær hafi í desember síð-astliðnum greitt upp skuldabréf vegna eignar-námsins þótt afborgarnir væru ekki komn-ar á gjalddaga. Annað bréfið hafi ekki átt að borgast endan-lega upp fyrr en árið 2015. „Þessi gjörn-i ng ur vek ur athygli þar sem Héraðsdóm- ur Reykjaness komst að þeirri n iðurstöðu í nóvember 2012 að ábúandi á Vatns-enda væri ekki réttur eigandi jarð-arinnar,“ segir í fyrirspurn Guð-ríðar og Hjálmars. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn um að ábú-andinn, Þorsteinn Hjaltested, væri ekki eigandi Vatnsenda heldur dánarbú afa hans, Sigurðar Hjalte-sted. Um var að ræða uppgreiðslur á tveimur skuldabréfum sem gefin voru út 1998 og 2000 til fimmtán ára, samtals hátt í 300 milljónir króna. Bærinn greiddi 75 milljón-ir í desember. Guðríður segir að þar af hafi 30 milljónir ekki verið komnar á gjalddaga.„Þetta lán var á miklu hærri vöxtum en við erum annars að greiða. Það er einfaldlega hluti af fjárstýringu bæjarins að greiða upp slík lán,“ útskýrir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Bréfin hafi borið 6 prósent verðtryggða vexti en bænum bjóðist nú 3 pró-sent vextir. Svar frá fjármála-stjóra bæjarins verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs.„Undirrituð furðar sig á því að þegar eignarhald á Vatnsenda er óljóst skuli hafa verið tekin ákvörðun um að greiða upp eftir-stöðvar af umræddum skuldabréf-um og þannig komið í veg fyrir að réttmætir eigendur jarðarinnar fái þó þær greiðslur sem enn á eftir að inna af hendi vegna fyrri eignarnáma,“ segir í fyrirspurn-inni. „Ég vil fá skýringar á því hver tekur þessa ákvörðun, af hverju og hvers vegna hún er ekki lögð fyrir bæjarráð,“ segir Guðríður. „Ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin væru enn útistandandi 30 milljónir af þessu bréfi og menn hefðu getað tekist á um hvort þær ættu að renna inn í dánarbúið. Nú virðist eiginlega búið að koma þessum peningum í skjól.“ gar@frettabladid.is Réttir eigendur taldir missa af VatnsendaféKópavogsbær greiddi fyrir fram 30 milljóna króna afborgun vegna eignarnáms á Vatnsenda þrátt fyrir dóm sem kollvarpaði eignarhaldi Þorsteins Hjaltesteds á jörð-inni. Komið í veg fyrir að réttmætir eigendur fái þá greiðslu telja bæjarfulltrúar. VATNSENDI Á meðan afkomendur Sigurðar Hjaltested takast á um eignarhaldið á Vatnsenda heldur Kópavogsbær áfram að gera upp greiðslur til ábúandans í sam- ræmi við samkomulag þar um. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Það er einfaldlega hluti af fjárstýringu bæjar-ins að greiða upp slík lán. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Þjóðgarðsvörður kærir norskan kafara sem bjargað var f á dÁk ði í . r til ar u. u við am- . í um. þeb gildi: um BLAÐIÐ/AP þeb veður gæti verið í kortunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN gg r, vanir glæpamenn og unglingar“ hafi tekið þátt í skemmdarverkunum. - þeb RÚSSLAND, AP Maður sem var drepinn í yfirheyrslu um tengsl sín við sprengjuárásirnar í Boston-maraþoninu var „tekinn af lífi“. Þetta sagði faðir mannsins við fjölmiðlamenn í Rússlandi í gær. Maðurinn sem var drepinn í síðustu viku hét Ibragim Todashev. Þrír lögreglumenn yfirheyrðu hann á heimili hans vegna tengsla hans við Tamerlan Tsarnaev, annan sprengjumanninn. Lögreglumennirnir sögðu að maðurinn hefði ráðist á einn þeirra með hnífi og því hefðu þeir þurft að skjóta hann. Tveir þeirra sögðu þó síðar að þeir væru ekki vissir um hvað hefði átt sér stað. Faðir Todashev segir að sonur hans hafi verið óvopnaður. - þeb Faðir manns sem var drepinn af lögreglumönnum: Sonurinn var „tekinn af lífi“ ABDUL-BAKI TODASHEV Faðirinn sýndi fjölda mynda af líki sonar síns. Hann segir ómögulegt að sonurinn hafi tekið þátt í að skipuleggja ódæðin í Boston. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Vestur- lands um að rúmlega áttræður bóndi af Snæfellsnesi, sem grun- aður er um að hafa níðst kynferð- islega á þroskaskertri stjúpdóttur sinni í fjóra áratugi, skuli sæta nálgunarbanni. Manninum var sleppt úr gæslu- varðhaldi í byrjun apríl en rann- sókn lögreglu stendur enn yfir. Í úrskurði Hæstaréttar segir að manninum sé bannað að nálgast konuna eða setja sig í samband við hana með nokkrum hætti. Bannið gildir á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir en þó ekki lengur en sex mánuði. - hó Grunaður um kynferðisníð: Bóndi settur í nálgunarbann PÓLLAND Hægt er að kaupa nýfætt barn fyrir jafngildi tæp- lega 80 þúsunda íslenskra króna í Póllandi með afborgunum. Í frétt Kristilega dagblaðsins í Dan- mörku segir að pólska tímaritið Newsweek hafi haft samband við marga sem bjóða börn til sölu á netinu. Í sumum tilfellum er ekki verið að leyna sölunni en í öðrum aug- lýsa mæður eftir vel stæðum for- eldrum sem vilja ættleiða barn. Fullyrt er að mæðurnar vilji í raun selja börnin. Samkvæmt pólskum lögum er ekki refsivert að kaupa barn í þeim tilgangi að ala það upp. - ibs Lögleg viðskipti í Póllandi: Nýfædd börn til sölu á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.