Fréttablaðið - 31.05.2013, Síða 42
KYNNING − AUGLÝSINGGolf FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 20136
Dagurinn 24. mars rennur Birni Steinari Stefánssyni og Huldu Alfreðsdóttur vafa-
laust seint úr minni. Þau voru stödd
með stórum hópi íslenskra kylfinga
á Islantilla á Spáni þegar Björn bað
Huldu óvænt á níundu. holu golf-
vallarins. „Ég fékk hjálp frá golf fé-
lögum mínum, Sigrúnu Jóns dóttur
og Ragnari Hilmarssyni. Ragnar
plantaði hringnum niður í holuna
á teig níu á meðan ég reyndi að tefja
fyrir Huldu og tala við hana svo hún
sæi ekki hvað hann var að gera. Það
munaði nú minnstu að þetta klúðr-
aðist því hún ætlaði ekki að klára að
pútta holuna. Ragnar benti henni nú
samt á að hún yrði að gera það í dag
þannig að hún lét tilleiðast og klár-
aði púttið.“
Þegar Hulda teygði sig eftir bolt-
anum fann hún hringinn. Þegar hún
sneri sér við með spurningarsvip
var Björn búinn að skella sér niður á
hnén og bað hennar. „Þá fyrst rann
upp fyrir henni hvað var í gangi. Hún
sagði auðvitað já en ég var svo forsjáll
að vera búinn að skipuleggja mynda-
töku af atburðinum.“
Kampavín í golfskálanum
Vitorðsmaðurinn Ragnar lét farar-
stjóra hópsins, Peter Salmon, vita
og hann beið þeirra í golfskálanum
með kampavín að golfhring loknum.
„Fréttin lak svo smátt og smátt út á
meðal hópsins þannig að við vorum
að taka á móti hamingjuóskum alla
ferðina.“
Björn og Hulda eru bæði félagar
í golfklúbbnum GKG. Björn hefur
stundað golf í 17 ár og fyrir tveimur
árum tókst honum loksins að plata
Huldu með á völlinn. „Hún fékk
golfbakteríuna strax og hefur ekki
stoppað síðan. Í morgun lukum við
einum hring og hún er strax farin að
tala um næsta hring, sem við tökum
í kvöld. Golfið er algjör snilld fyrir
hjón og ég ráðlegg öllum svo sannar-
lega að draga maka sinn með í þessa
skemmtilegu íþrótt.“
Brúðkaupið verður haldið í sept-
ember og mánuði síðar fara nýgiftu
hjónin í brúðkaupsferð og stefna
aftur á Islantilla á Spáni. „Ættingjar
okkar og vinir áttu nú svo sem alveg
von á þessu en bónorðið þótt nokkuð
frumlegt. Mér þykir nú mest skrýtið
að hafa ekki heyrt um þetta fyrr, en
maður verður jú að hafa gaman af
lífinu.“
Bónorðið borið upp á níundu holu
Golfvöllurinn á Islantilla á Spáni var vettvangur skemmtilegs bónorðs um páskana. Björn Steinar Stefánsson var búinn að fela
hringinn í holu á níunda teig þegar verðandi kona hans sótti kúluna þangað. Skálað var í kampavíni eftir golfhringinn.
Skálað í
kampavíni
með Peter
Salmon,
fararstjóra
hópsins.
MYND/SIGRÚN
JÓNSDÓTTIR
Verðandi brúðhjón kyssast eftir bónorðið við holu níu.
MYND/SIGRÚN JÓNSDÓTTIR
„Viltu giftast mér?,“ spyr Björn Steinar Stefánsson við holu 9 á
Islantilla á Spáni. MYND/SIGRÚN JÓNSDÓTTIR
Hún sagði
auð vitað já en ég
var svo forsjáll að vera
búinn að skipuleggja
myndatöku af atburðinum.
Golfklúbburinn Dalbúi er
9 holu völlur á einkar fallegu
svæði í Miðdal, um 4 km. austan
við Laugarvatn.
• Góð aðstaða fyrir vinnustaða-
og fjölskyldumót
• Léttar veitingar í skála
• Veislutjald, grill ofl.
Allir nýir félagar sem ganga í klúbbinn fyrir 30. júní fá
gjafakort* fyrir fjölskylduna í Laugarvatn FONTANA
ásamt Vildarkorti - afsláttarkort fyrir ýmsa þjónustu á
Laugarvatni.
Nánari upplýsingar á www.dalbui.is
eða í síma 893 0200 / 856 2918
Golfklúbburinn Dalbúi
- fallegur golfvöllur við Laugarvatn
Tilboð til nýrra félaga! !
* sjá nánar á heimasíðu.