Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 42

Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 42
KYNNING − AUGLÝSINGGolf FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 20136 Dagurinn 24. mars rennur Birni Steinari Stefánssyni og Huldu Alfreðsdóttur vafa- laust seint úr minni. Þau voru stödd með stórum hópi íslenskra kylfinga á Islantilla á Spáni þegar Björn bað Huldu óvænt á níundu. holu golf- vallarins. „Ég fékk hjálp frá golf fé- lögum mínum, Sigrúnu Jóns dóttur og Ragnari Hilmarssyni. Ragnar plantaði hringnum niður í holuna á teig níu á meðan ég reyndi að tefja fyrir Huldu og tala við hana svo hún sæi ekki hvað hann var að gera. Það munaði nú minnstu að þetta klúðr- aðist því hún ætlaði ekki að klára að pútta holuna. Ragnar benti henni nú samt á að hún yrði að gera það í dag þannig að hún lét tilleiðast og klár- aði púttið.“ Þegar Hulda teygði sig eftir bolt- anum fann hún hringinn. Þegar hún sneri sér við með spurningarsvip var Björn búinn að skella sér niður á hnén og bað hennar. „Þá fyrst rann upp fyrir henni hvað var í gangi. Hún sagði auðvitað já en ég var svo forsjáll að vera búinn að skipuleggja mynda- töku af atburðinum.“ Kampavín í golfskálanum Vitorðsmaðurinn Ragnar lét farar- stjóra hópsins, Peter Salmon, vita og hann beið þeirra í golfskálanum með kampavín að golfhring loknum. „Fréttin lak svo smátt og smátt út á meðal hópsins þannig að við vorum að taka á móti hamingjuóskum alla ferðina.“ Björn og Hulda eru bæði félagar í golfklúbbnum GKG. Björn hefur stundað golf í 17 ár og fyrir tveimur árum tókst honum loksins að plata Huldu með á völlinn. „Hún fékk golfbakteríuna strax og hefur ekki stoppað síðan. Í morgun lukum við einum hring og hún er strax farin að tala um næsta hring, sem við tökum í kvöld. Golfið er algjör snilld fyrir hjón og ég ráðlegg öllum svo sannar- lega að draga maka sinn með í þessa skemmtilegu íþrótt.“ Brúðkaupið verður haldið í sept- ember og mánuði síðar fara nýgiftu hjónin í brúðkaupsferð og stefna aftur á Islantilla á Spáni. „Ættingjar okkar og vinir áttu nú svo sem alveg von á þessu en bónorðið þótt nokkuð frumlegt. Mér þykir nú mest skrýtið að hafa ekki heyrt um þetta fyrr, en maður verður jú að hafa gaman af lífinu.“ Bónorðið borið upp á níundu holu Golfvöllurinn á Islantilla á Spáni var vettvangur skemmtilegs bónorðs um páskana. Björn Steinar Stefánsson var búinn að fela hringinn í holu á níunda teig þegar verðandi kona hans sótti kúluna þangað. Skálað var í kampavíni eftir golfhringinn. Skálað í kampavíni með Peter Salmon, fararstjóra hópsins. MYND/SIGRÚN JÓNSDÓTTIR Verðandi brúðhjón kyssast eftir bónorðið við holu níu. MYND/SIGRÚN JÓNSDÓTTIR „Viltu giftast mér?,“ spyr Björn Steinar Stefánsson við holu 9 á Islantilla á Spáni. MYND/SIGRÚN JÓNSDÓTTIR Hún sagði auð vitað já en ég var svo forsjáll að vera búinn að skipuleggja myndatöku af atburðinum. Golfklúbburinn Dalbúi er 9 holu völlur á einkar fallegu svæði í Miðdal, um 4 km. austan við Laugarvatn. • Góð aðstaða fyrir vinnustaða- og fjölskyldumót • Léttar veitingar í skála • Veislutjald, grill ofl. Allir nýir félagar sem ganga í klúbbinn fyrir 30. júní fá gjafakort* fyrir fjölskylduna í Laugarvatn FONTANA ásamt Vildarkorti - afsláttarkort fyrir ýmsa þjónustu á Laugarvatni. Nánari upplýsingar á www.dalbui.is eða í síma 893 0200 / 856 2918 Golfklúbburinn Dalbúi - fallegur golfvöllur við Laugarvatn Tilboð til nýrra félaga! ! * sjá nánar á heimasíðu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.