Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 4
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
LEIÐRÉTT
Ranglega var greint frá því að leikritið
Óvitarnir væri byggt á skáldsögu eftir
Guðrúnu Helgadóttir í frétt blaðsins
um leikritið í gær. Óvitarnir voru
upphaflega skrifaðir sem leikrit og
komu síðar út í bókaformi. Beðist er
velvirðingar á þessu.
BEIN ÚTSENDING FRÁ
FÍB OG ATLANTSOLÍU
SPARAKSTURSKEPPNI
Fylgstu með á fib.is milli 9 og 14 í dag.
REYKJAVÍK AKUREYRI Soff ía Sveinsdóttirveðurfréttamaður
Veðurspá
Sunnudagur
Fremur hægur vindur.
TÍÐINDALÍTIL HELGI Í dag má búast við rigningu eða skúrum sunnan og vestan til,
á morgun eru horfur á stöku skúrum en á sunnudaginn verður úrkomulítið að mestu.
Hiti breytist lítið en kólnar heldur norðan- og austanlands á sunnudaginn.
8°
7
m/s
7°
15
m/s
9°
11
m/s
10°
15
m/s
Á morgun
Hæg breytileg átt.
Gildistími korta er um hádegi
10°
7°
9°
6°
7°
Alicante
Aþena
Basel
24°
28°
22°
Berlín
Billund
Frankfurt
24°
20°
20°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
9°
21°
21°
Las Palmas
London
Mallorca
21°
20°
22°
New York
Orlando
Ósló
30°
30°
24°
París
San Francisco
Stokkhólmur
18°
20°
21°
9°
8
m/s
9°
9
m/s
10°
7
m/s
11°
6
m/s
10°
7
m/s
12°
8
m/s
4°
9
m/s
10°
6°
8°
8°
10°
VEIÐI Sala á veiðileyfum fyrir komandi sumar
hefur dregist saman um 30 prósent miðað við
árið í fyrra samkvæmt nýrri markaðsúttekt
sem unnin var fyrir Landssamband stanga-
veiðifélaga (LS).
„Ögurstund er runnin upp á stangaveiði-
markaðnum á Ísland,“ segir í yfirlýsingu LS
og tekið er fram að nauðsynlegt sé að setjast
niður með landeigendum til að bjarga því sem
bjargað verður.
„Kreppan er núna fyrst að koma fram á
þessum markaði og á sama tíma er Evrópa í
sárum. Ofan á þetta allt bættist mesta hrun
sem orðið hefur í íslenskri laxveiði síðasta
sumar. Veiðileyfi á Íslandi eru einfaldlega
orðin of dýr í samanburði við hágæðalax-
veiðileyfi í heiminum.“
Stangaveiðifélag Reykjavíkur bendir á að
veiðileyfi hafi á síðustu 15 til 20 árum hækk-
að 100% umfram vísitölu og hafi því tvöfald-
ast að raungildi.
„Landssamband stangaveiðifélaga vissi að
ástandið var alvarlegt en þessi úttekt sýnir
og sannar að staðan er verri en við óttuðumst
og ljóst að menn hafa hreinlega áhyggjur af
vörumerkinu Íslandi í laxveiðinni,“ er haft
eftir Viktori Guðmundssyni, formanni LS, í
yfirlýsingunni. „Stjórn LS telur að bregðast
þurfi strax við en að sama skapi er mikilvægt
að allir hagsmunaaðilar komi að því borði og
ræði málin með þeim hætti að lágmarka skað-
ann sem fyrirsjáanlegur er“.
Samkvæmt yfirlýsingunni er á bilinu 10
til 20 prósenta samdráttur á sölu veiðileyfa
á besta tíma og tekið er fram að það sé jafn-
framt dýrasti tíminn og því séu fjárhagsleg
áhrif þessa mikil. Erlendir veiðimenn hafa
gjarnan keypt stóran hluta dýru leyfanna
og óttast LS algjört hrun í sölu veiðileyfa til
útlendinga.
„Íslenskir stangaveiðimenn halda einnig að
sér höndum og þar mælist samdrátturinn allt
að 40% samanborið við sama tíma í fyrra.“
trausti@frettabladid.is
Veiðileyfasalar óttast algjört
hrun í sölu laxveiðileyfa
Ögurstund er runnin upp á stangaveiðimarkaðnum að mati Landssambands stangaveiðifélaga. Veiðileyfasalar
segja aðgerða þörf. Allsherjar samráð stangast á við lög segir formaður Landssambands veiðifélaga.
NORÐURÁ Veiði-
menn ganga yfir
Norðurá fyrir ofan
Laxfoss.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég get ekki litið á þessu yfirlýsingu öðruvísi en að þetta sé ákall um að menn
setjist niður á breiðum grundvelli og reyni að ná einhverju samkomulagi um
lækkun veiðileyfa,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands Veiði-
félaga.
„Þetta er ekki eins einfalt og verið er að gefa í skyn. Menn verða að átta sig
á því að veiðileyfamarkaðurinn lýtur ákveðnum lögmálum sem Samkeppnis-
eftirlitið gerir mjög ríkar kröfur um að séu í heiðri hafðar og eitthvað allsherjar
samráð á þessum markaði er eitthvað sem þeir sem þekkja til löggjafarinnar
myndu aldrei láta sér detta í hug.
Ég verð að segja alveg eins og er að ég er dálítið undrandi yfir þessu. Þetta,
ásamt mörgu öðru sem komið hefur úr þessum ranni síðan í haust, er til þess
fallið að hafa áhrif á markaðinn og þá til þess verra. Þessi umræða skemmir
fyrir öllum og mér finnst ekki rétt að fara fram með þessum hætti. Ef menn
eru í erfiðleikum þá er rétti vettvangurinn að ræða við þá aðila sem þeir hafa gert samninga við. Þessi
mál, eins og önnur viðskipti, eiga að vera á milli leigusalans og leigutakans.“
Samráð um verðlagningu er ólöglegt
ÓÐINN SIGÞÓRSSON
LÖGREGLUMÁL Matthías Máni
Erlingsson, sem strauk af Litla-
Hrauni um miðjan desember í
fyrra, hefur
verið ákærður
af lögreglu-
stjóranum á
Selfossi fyrir
hegningarlaga-
brot á meðan á
flóttanum stóð.
Matthías Máni
er ákærður
fyrir að hafa
meðal annars stolið vopnum og
farartækjum. Hann er einnig
ákærður fyrir að hafa brotist inn
í sumarbústaði og stolið fatnaði,
mat og vistum. Mál Matthíasar
var tekið fyrir í Héraðsdómi
Suðurlands í morgun. Hann fékk
frest til fimmtudagsins 6. júní.
Matthías Máni situr inni á
Litla-Hrauni fyrir tilraun til
manndráps. - ósk
Stal vopnum og vistum:
Matthías Máni
ákærður á ný
MATTHÍAS MÁNI
30.000 álfar frá SÁÁ seldust í ár.
Um 32.000 álfar seldust í fyrra.
Sökum verðhækkunar eru tekjur
meiri í ár, eða um 40 milljónir.
Í fyrra voru tekjurnar um 35 milljónir.
Frá því að sala álfsins hófst árið 1990
hafa um 470 milljónir safnast í SÁÁ.
Heimild: SÁÁ
SAMFÉLAGSMÁL Meta þarf fötluð
börn að verðleikum og meðtaka
þau sem mikilvæga þátttakendur í
samfélaginu frekar en að einblína
á takmarkanir þeirra og sjá þau
sem þiggjendur. Breytt viðhorf eru
til hagsbóta fyrir alla. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu UNICEF,
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,
um stöðu barna í heiminum.
Í fréttatilkynningu frá UNICEF á
Íslandi kemur fram að á heimsvísu
hafi fötluð börn margfalt minna
aðgengi að menntun en önnur börn.
Jafnframt segir að Ísland hafi
ekki enn fullgilt samning Samein-
uðu þjóðanna um réttindi fatlaðs
fólks þótt vinna við fullgildinguna
standi yfir í innanríkisráðuneytinu.
Í skýrslu UNICEF er undirstrikað
að nær 130 ríki hafi fullgilt samn-
inginn og þau sem eftir standa eru
hvött til að gera það sama hið fyrsta.
Enn fremur að ráðast þurfi í aðgerð-
ir til að eyða fordómum og veita fjöl-
skyldum þann stuðning sem þarf til
að fötluð börn fái notið fullra mann-
réttinda.
Samkvæmt skýrslu UNICEF er
tæplega fjórum sinnum líklegra að
fötluð börn í 17 efnameiri ríkjum
heims verði fyrir ofbeldi en önnur
börn. Börn með þroskahömlun eru
auk þess tæplega fimm sinnum lík-
legri til að verða fyrir kynferðislegu
ofbeldi en önnur.
Í skýrslu sem UNICEF á Íslandi
gaf út árið 2011 kemur fram að
heyrnarlaus börn eru þrisvar sinn-
um líklegri til að verða fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi hér á landi en
önnur börn. - hó
Í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna er lögð áhersla á að fötluð börn skuli meta að verðleikum:
Fötluð börn eru oft utanveltu og gleymd
FÆR UM MARGT UNICEF undirstrikar
að allir nytu góðs af ef horft væri til
þess hvers fötluð börn eru megnug.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Fékk hjartaáfall á hafi úti
Farþegi á norsku farþegaskipi var sóttur
með þyrlu Landhelgisgæslunnar síð-
degis í gær og fluttur á Landspítalann
í Fossvogi. Viðkomandi hafði fengið
hjartaáfall, en skipið var þá staðsett um
47 sjómílur suður af Ingólfshöfða.
Eldur í íbúðarhúsi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu réði
niðurlögum elds sem kom upp í íbúð
á annarri hæð í húsi við Möðrufell í
gærkvöldi. Reykkafarar voru sendir inn í
íbúðina, sem reyndist mannlaus.