Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 10

Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 10
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 VIÐSKIPTI Ísland er afar ákjósan- legur staður fyrir uppbyggingu netþjónabúa. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu BroadGroup. Í skýrslunni kemur fram að Ísland uppfylli öll skilyrði sem lögð séu til grundvallar við uppbygg- ingu gagnavera. Hér sé að finna ódýra og græna orku og mikið orkuöryggi, auk þess sem netteng- ingar við umheiminn séu sterkar. Þá séu stofnanir traustar og við- skiptaumhverfi hagstætt. Raunar telur BroadGroup að ódýrast sé að reka gagnaver á Íslandi sé litið til lengri tíma. Þannig sé umtalsvert ódýrara að reka gagnaver á Íslandi en í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Singapúr og Hong Kong en þessir staðir hafa verið leiðandi í uppbyggingu gagnavera hingað til. Loks kemur fram í skýrslunni að áætluð sé umfangsmikil upp- bygging gagnavera á næstu árum enda vaxi internetumferð um 40 til 60% á ári í þróuðum ríkjum og enn hraðar í vanþróaðri ríkjum. Áætl- ar Microsoft þannig að 50 milljörð- um Bandaríkjadala, jafngildi ríf- lega 6.000 milljarða króna, verði varið í uppbyggingu gagnavera á þessu ári. Þá telur Microsoft að þessi tala vaxi um ríflega 50% til ársins 2020. Tvö gagnaver hafa þegar verið reist á Íslandi, annars vegar Advania Thor Data Center í Hafn- arfirði og hins vegar gagnaver Verne Global í Reykjanesbæ. - mþl Ný skýrsla sem unnin var fyrir Landsvirkjun bendir til mikilla tækifæra í uppbyggingu gagnavera á Íslandi: Ísland hagstæðasti staðurinn fyrir gagnaver Í HAFNARFIRÐI Advania rekur gagna- verið Thor Data Center á Völlunum í Hafnarfirði. VIÐSKIPTI Vodafone tapaði alls 16 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar hagn- aðist félagið um 119 milljónir á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri Vodafone vegna fyrsta ársfjórðungs sem birt var eftir lokun mark- aða á miðvikudag. Uppgjörið fór illa í fjárfesta og lækkaði hluta- bréfaverð félagsins um 7,69% í Kauphöllinni í gær. Var það við lokun 30 krónur á hlut og er komið niður fyrir verðið sem fékkst í útboðinu við skráningu félagsins á markað í desember. Það var 31,5 króna á hlut en í millitíðinni fór hlutabréfaverðið hæst í 34,4 krónur á hlut. Samkvæmt uppgjörinu var rekstrarhagnaður Vodafone fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta 539 milljónir króna og lækkaði um ríflega fimmt- ung á milli ára. Í tilkynningu segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, að þrír þættir skýri að mestu afkomu tímabilsins. Í fyrsta lagi samdráttur í einkaneyslu, sem hafi haft neikvæð áhrif á fjarskiptanotkun ein- staklinga, í öðru lagi breytingar á uppgjörsaðferð- um og í þriðja lagi aukinn rekstrarkostnaður. „Við erum ósátt við þá niðurstöðu og höfum þegar hafist handa við að vinda ofan af þessu,“ er enn fremur haft eftir Ómari. - mþl Hlutabréfaverð Vodafone lækkaði um 7,69% í Kauphöllinni í gær: Erfitt uppgjör hjá Vodafone FORSTJÓRI VODAFONE Ómar Svavarsson segir að þegar sé byrjað að vinda ofan af því sem misfarist hafi í rekstrinum. BANDARÍKIN Franski orkurisinn Total hefur verið sektaður um tæplega 400 milljónir dollara eða tæplega 50 milljarða kr. í Banda- ríkjunum fyrir mútugreiðslur. Greiðslur þessar fóru til ráða- manna í Íran í skiptum fyrir leyfi til olíuborana þar í landi. Fjallað er um málið á vefsíð- unni CNNmoney. Þar segir að fyrir utan sektirnar í Bandaríkj- unum vofi glæparannsókn, og réttarhöld, yfir Total í Frakk- landi, heimalandi félagsins. Fram kemur að alls námu mútu- greiðslurnar 60 milljónum doll- ara á árunum 1995 til 2004. Total mun hafa hagnast um 150 millj- ónir dollara í framhaldinu. Franskur orkurisi sektaður: Greiddi millj- arða í mútur VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélag Landsbankans hefur ákveðið að bjóða til sölu 25% hlut sinn í fast- eignafélaginu Regin. Reginn var áður alfarið í eigu Landsbankans en bankinn seldi 75% hlut í útboði í tengslum við skráningu félags- ins í Kauphöllina í fyrrasumar. Við lokun markaða í gær var verð hlutabréfa í Reginn 12,4 krónur hluturinn. Miðað við það verð er verðmæti 25% hlutarins sem nú er til sölu rétt ríflega 4 milljarðar króna. - mþl Fjórðungshlutur til sölu: Landsbankinn selur í Regin Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS150434 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kt. 580407-1100, hefur birt viðauka við grunnlýsingu LSS150434 dagsett 24. apríl 2013 vegna töku skuldabréfa til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. í framhaldi af skiptiútboði. Viðaukann og gögn sem vitnað er til í honum er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á vefsíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga skuldabréfanna. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til viðskipta 31. maí 2013 er 6.217.852.565 kr. heildarnafnverð flokksins er þá 9.591.852.565 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf. Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. apríl og 15. október ár hvert, í fyrsta sinn 15. apríl 2012 og í síðasta sinn 15. apríl 2034. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150434 og ISIN númer IS0000020691. Reykjavík, 31. maí 2013. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. DÓMSMÁL „Ég er eini maðurinn í þessu máli sem segir sannleikann því enginn annars hefur pung í það,“ sagði Jón Baldur Valdimars- son, einn af sjö karlmönnum sem hafa verið ákærðir fyrir stórfelld- an innflutning á amfetamíni frá Danmörku til Íslands, fyrir rétti í gær. Hann, ásamt bróður sínum, Jónasi Fannari, og gömlum skóla- félaga þeirra úr Seljalandsskóla, Símoni Páli Jónssyni, hefur verið ákærður fyrir að leggja á ráðin um að flytja 19 kíló af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til lands- ins í janúar síðastliðnum. Þeir neita allir að hafa skipulagt innflutning- inn en játa að hafa komið að inn- flutningnum með einum eða öðrum hætti. Aðalmeðferð í málinu gegn þeim hófst í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Mennirnir þrír játa að þeir hafi farið til Danmerkur um miðjan janúar síðastliðinn þar sem þeir hittu tvo karlmenn frá Litháen, sem eru einnig ákærðir í málinu, en báðir eru þeir búsettir hér á landi. Þar fengu Íslendingarnir fíkniefn- in sem þeir pökkuðu í þrjá kassa ásamt aðföngum keyptum í Magas- in du Nord og sendu til Íslands. Svo sóttu tveir menn, sem einnig eru ákærðir í málinu, efnin. Jón Baldur, brást illa við vitnis- burði Símonar fyrir héraðsdómi í gær, sem hélt því fram að Jón hefði skipulagt allan innflutninginn og að sjálfur hefði hann fengið átta hundruð þúsund fyrir að aðstoða hann. Jón sagðist hafa staðið í þeirri trú að það ætti að flytja inn þrjú kíló af amfetamíni. Honum hefði brugðið verulega þegar lögreglan upplýsti hann um að samtals væru efnin á fjórða tug kílóa, sé amfeta- mínbasinn talinn með. Hann sakaði Símon á móti um helstu skipulagn- ingu á fíkniefnainnflutningnum. Jón Baldur upplýsti svo fyrir rétti að hann og bróðir sinn hefðu hitt karlmann í versluninni Skalla í Árbæ sem fjármagnaði og skipu- lagði innflutning á efnunum til landsins. Sá var kallaður ónefndur maður í ákæruskjali. Jónas Fann- ar staðfesti þetta og sagðist þekkja manninn undir viðurnefninu Ási morðingi, en nafn hans væri Ársæll Snorrason. Jónas sagðist ekki hafa upp- lýst fyrr um þetta fyrr af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar. Hann taldi hins vegar óhætt að nefna hann í dag þar sem maðurinn lést fyrir nokkrum vikum síðan. Áfram verður réttað í málinu í dag. valurg@365.is Segja höfupaurinn í málinu vera látinn Þrír menn sem ákærðir eru fyrir að leggja á ráðin um innflutning á hátt í fjörutíu kílóum af amfetamíni með póstsendingum til landsins vörpuðu sökinni hver á annan fyrir rétti í gær. Þeir segja að höfuðpaurinn í málinu ekki vera á lífi í dag. Í HÉRAÐSDÓMI Nokkrir sakborninganna í dómssal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Maðurinn sem bræðurnir saka um að hafa staðið á bak við innflutning á fíkniefnunum heitir Ársæll Snorrason. Hann var dæmdur árið 2006 fyrir að smygla 15 kílóum af amfetamíni til landsins ásamt nokkrum öðrum mönnum, auk tíu kílóa af kannabisefnum. Þá vann hann miskabótamál gegn ríkinu árið 2003 þegar hann var framseldur frá Hollandi til Íslands vegna gruns um að tengjast mannshvarfi Valgeirs Víðissonar árið 1994. Honum voru dæmdar 350 þúsund krónur í bætur. Dæmdur fyrir stórfellt smygl árið 2006 LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur féllst síðdeg- is í fyrradag á kröfu lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins um að gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri yrði framlengt um fjórar vikur. Maðurinn er grun- aður um kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli stelpu þegar hann nam hana á brott með valdi í Vest- urbæ Reykjavíkur þann 14. maí síðastliðinn og braut gegn henni á afviknum stað utan höfuðborgar- svæðisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn máls- ins vel. Tældi stúlku í Vesturbænum: Héraðsdómur framlengir gæsluvarðhald
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.