Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 16
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 16
Á FERÐ MEÐ OF HÁAN FARM Vörubíll festist undir Stekkjabakkabrú á Reykjanesbraut klukkan tvö í fyrradag vegna þess að
farmurinn á bílnum var of hár. Bílstjórinn þurfti aðstoð lögreglu á meðan hann greiddi úr málunum. Engar skemmdir urðu á
brúnni en smávægilegar tafir urðu á umferð í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Festist undir Stekkjabakkabrú
Vara við aurskriðum
1 SEYÐISFJÖRÐUR Talið er að nokkrar kindur og lömb hafi
orðið undir aurskriðum sem féllu í
sjó fram norðanmegin og utanvert í
Seyðisfirði fyrr í vikunni. Skriðurnar
voru 500 metra langar og hátt í
hundrað metra breiðar. Í fyrradag
féll önnur skriða úr fellinu skammt
frá Ystafelli í Köldukinn, en á
þriðjudag lokaði aurskriða þjóðveg-
inum þar. Almannavarnadeild Ríkis-
lögreglustjóra varar því fólk sem er á ferð undir hlíðum og fellum á Norður- og
Austurlandi næstu daga við aurskriðum.
Setja eyfirskt heimsmet
2 EYJAFJÖRÐUR Kórinn Hymnodia hyggst setja heimsmet, eða í það minnsta „eyfirskt heimsmet“, á morgun. Tilefnið er tíu ára afmæli kórsins
og metið skal sett með því að halda tíu tónleika á tíu klukkustundum í tíu
kirkjum. Samkvæmt fréttavef Akureyrarbæjar hafa ekki „fundist heimildir um
að þetta hafi verið gert áður hér á landi og þótt víðar væri leitað“.
Saltvinnsla á Reykhólum
3 REYKHÓLAR Saltvinnslan Norður & Co opnar eftir mánuð á Reykhólum. Aðstandendur saltvinnslunnar eru þeir Garðar Stefánsson og Søren
Rosenkilde og hyggjast þeir félagar nefna saltið sjálft Norðursalt.
Saltið verður frumframleiðslan í verksmiðjunni en síðan er ætlunin að
hefja mjög fljótlega framleiðslu á fleiri vörum, til dæmis garum-sósu sem er
fiskisósa.
LANDIÐ
1
2
3
UPPLIFÐU N JA T MA MEÐ HYUNDAI
Hyundai / BL ehf.
Kauptúni 1 – 210 Garðabæ – Sími: 575 1200
www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070
NEW THINKING.
NEW POSSIBILITIES. TAKMARKAÐUR AKSTUR
N R HYUNDAI i20 D SIL
Eyðsla aðeins 3,8 l/100 km
miðað við blandaðan akstur
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
0
8
7
VERÐ: 2.690.000 kr.
OPIÐ FR 12–16 DAG Co2 aðeins 99 g/km – Fr tt b lastæðin miðborginni
Nýr Hyundai i20 með 1,1l dísilvél er einn sparneytnasti millistærðarbíll sem völ er á.
Öllum nýjum Hyundai bílum fylgir 5 ára ábyrgð og ótakmarkaður akstur auk árlegra öryggis- og viðhaldsskoðana sem
eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Við bjóðum ykkur velkomin í hóp ánægðra Hyundai eigenda.
Hyundai í Kauptúni 1 er opið frá kl. 07.45–18.00 alla virka daga og 12.00–16.00 á laugardögum.