Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 22

Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 22
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 22 SJÓNVARP Fjallað er um Lag- arfljótsorminn og Þingvalla- urriðann í lokaþætti hinnar vin- sælu þáttaseríu River Monsters á sjónvarpsstöðinni Animal Planet. Jeremy Wade og aðstoðar- menn hans í Rivers Monsters komu til Íslands í júlí í fyrra. Í sama þætti leitar Wade að Loch Ness-skrímslinu í Skotlandi og tekur einnig hús á Norðmönn- um. Fyrir austan naut Wade aðstoðar Skúla Björns Gunn- arssonar, forstöðumanns Skriðu- klausturs, sem segir Wade hafa reynt að veiða Lagarfljótsorm- inn á stöng. Það hafi ekki tekist. „En hann var greinilega búinn að kynnast ýmsu úr djúpunum,“ segir Skúli. Áhugi á Lagarfljótsorminum snarjókst eftir frægt mynd- band bóndans Hjartar Kjerúlfs. Þar sjást torkennileg fyrirbæri hreyfast í fljótinu. Myndskeið Hjartar, sem Wade spjallaði einmitt við, var skoðað um fimm milljón sinnum á You- tube. Að sögn Óðins Gunnars Óðinssonar, menningarfulltrúa Fljótsdalshéraðs, komu tvær bandarískar sjónvarpsstöðvar hingað í kjölfarið og fjallað var um Orminn á rússneskri sjón- Animal Planet vildi veiða Lagarfljótsorminn á stöng Ísland fær mikla landkynningu í lokaþætti River Monsters á Animal Planet þar sem rennt er fyrir Loch Ness- skrímslið og Lagarfljótsorminn. Þáttagerðarmennirnir urðu algerlega kjaftstopp yfir tærleika Þingvallavatns. JEREMY WADE OG JÓHANNES STURLAUGSSON Urriðinn í Þingvallavatni leitar í djúpið í lok júlí og var ekki til viðtals um stangveiði. River Monster-gengið skoðaði í staðinn þessa tignarlegu fiska með aðstoð Jóhannesar Sturlaugssonar fiskifræðings. MYND/LAXFISKAR EHF. ÚR MYNDBANDI HJARTAR KJERÚLFS. varpsstöð. Björn Ingimarsson, bæjar- stjóri Fljótsdalshéraðs, er ekki undrandi á því að Lagarfljót- sormurinn sé ófundinn. „Þetta er sniðug skepna sem hefur vit á að sýna sig ekki nema þegar henni hentar,“ segir Björn, sem aðspurður kveður aðeins suma erlenda ferðamenn vita af hinum dularfulla Ormi. „Kannski hafa menn ekki verið nógu duglegir að vekja athygli á sögunni og það er ein- mitt það sem verið er að vinna með núna,“ upplýsir Björn. „Það verður lögð áhersla á tilvist Ormsins og ævintýrinu í kring um hann.“ Wade og félagar komu við á urrriðaslóðum í Þingvallavatni. Þar nutu þeir aðstoðar Jóhann- esar Sturlaugssonar fiskifræð- ings, sem kom þeim í samband við urriða af stærri gerðinni, þó að þeir alstærstu hafi ekki fund- ist, enda þátturinn tekinn upp í júlílok þegar hvað erfiðast er að nálgast urriðana. „Þegar við sigldum á vatn- inu voru þeir andaktugir yfir tærleika þess. Þeir voru eigin- lega algerlega kjaftstopp,“ segir Jóhannes, sem telur sýninguna á Animal Planet óhemju dýrmæta landkynningu. gar@frettabladid.is DANMÖRK 44 ára gamall maður frá Vejle í Danmörku hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa lýst yfir stuðningi við fjöldamorðingj- ann Anders Breivik. Hann var einnig dæmdur fyrir að sýna fölsuð skilríki sem virtust sýna fram á að hann hefði tekið þátt í ódæðunum í Útey sumar- ið 2011 með Breivik. Um kvöldið eftir hryðjuverkaárásina sendi maðurinn smáskilaboð úr tölvu sinni með stuðningsyfirlýsingu. Hann reyndi einnig að láta líta út fyrir að skilaboðin hefðu verið send rétt upp úr hádegi daginn sem ódæðið var framið. Það er að segja rétt áður en Breivik lét til skarar skríða. Maðurinn var líka dæmdur fyrir brot á vopnalöggjöf. Lög- reglan fann mynd á Facebook-síðu hans þar sem hann birtist með riffil eins og danski herinn notar. Dómurinn var kveðinn upp í Kold- ing í Danmörku. -jhh Studdi ódæði í smsi: Dæmdur fyrir stuðning við ódæði Breiviks ANDERS BEHRING BREIVIK Var dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir ódæðin í Útey og hryðjuverk í Ósló sumarið 2011 en alls létust 77 manns í þeim. Þetta er sniðug skepna sem hefur vit á að sýna sig ekki nema þegar henni hentar.“ Björn Ingmarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.