Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 26

Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 26
31. maí 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ritstjóri Fréttablaðsins, Ólafur Stephensen, kallaði nýja forsætisráðherrann, í leiðara í síðustu viku, öflugan bandamann borgaryf- irvalda. Hann hvatti yfirvöldin til að fagna þessum nýja bandamanni og vinna með honum að því að „snúa af braut Kringlu- og Smáralindarvæðingar miðbæjarins“. Leiðarinn bar titilinn „Húsverndarráðherr- ann“. Ólafur vitnar þar í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar þar sem vikið er að mikilvægi þess að vernda sögulega byggð. Ólafur minnist einnig á tillögu Sigmundar Davíðs í skipulagsráði frá því í maí 2010 um að gera skuli miðborg Reykjavíkur að sér- stöku verndarsvæði. Skemmst er frá því að segja að allir borg- arbúar hljóta að fagna stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar. Það er líka rétt að bundnar eru miklar vonir við að Sigmundur Davíð reynist öflugur bandamaður borgarinnar. Mér finnst samt mikið í lagt að kalla Sigmund Davíð strax á fyrsta degi hús- verndarráðherra. Það er ekki nóg að hafa uppi fyrirheit um að skora mörg mörk í fót- bolta til að vera kallaður markaskorari. Af hverju minnist ritstjórinn ekki á Katrínu Jakobsdóttur úr því að hann telur húsvernd svo mikilvæga? Bara á síðasta ári skrifaði Katrín undir friðlýsingu 35 húsa og mann- virkja. Mig grunar að Katrín hafi á sínum farsæla ráðherraferli verið einn öflugasti húsverndarráðherrann frá upphafi. Ólafur segir að borgin hafi í gegnum tíð- ina sýnt aumingjaskap við að vernda bygg- ingararfleifð miðborgarinnar. Ég er sam- mála því en viðhorfin og verklagið hafa breyst. Undanfarin ár hefur borgin sett miklar fjárhæðir í viðhald og endurgerð gamalla húsa við Aðalstræti, Lækjargötu/ Austurstræti og Laugaveg. Stefna borgar- innar í þessum málaflokki er alveg skýr og hún er bundin í nýju aðalskipulagi í ítarleg- um kafla undir titlinum „Borgarvernd“. Að lokum vil ég nefna hina séríslensku „hlutlægu bótareglu“ sem tryggir verktök- um skaðabætur ef borgaryfirvöld breyta gömlu deiliskipulagi og minnka bygg- ingarmagn á lóðum sem þeir hafa keypt. Em bættismenn skipulagssviðs hafa reynt að fá löggjafann til að endurskoða þessa reglu, án árangurs. Ég skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir tveimur árum og hvatti Sigmund Davíð til að beita áhrifum sínum á þingi til að fá löggjöfinni breytt. Án árangurs. Húsverndarráðherrann SKIPULAG Hjálmar Sveinsson varaformaður skipulagsráðs ➜ Undanfarin ár hefur borgin sett miklar fjárhæðir í viðhald og endurgerð gamalla húsa við Aðal- stræti, Lækjargötu/Austurstræti og Laugaveg. Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Málsmeðferð stytt Fátt hefur verið ritað um meira síðustu daga en aðgerð Útlendinga- stofnunar þegar hún kom hópi Króata úr landi brott með hraði. Leigð var flugvél undir hópinn, svo ekkert tefði brottför þeirra. Nú hefur komið fram að peningarnir, alls um átta milljónir, sem notaðir voru í aðgerðina voru teknir úr átakssjóði ætluðum til að stytta málsmeðferð hælisleitenda. Það var og. Vissulega má færa fyrir því rök að varla sé hægt að stytta málsmeðferðina meira en að moka fólki upp í leiguflugvél og fljúga því af landi brott. Trauðla var það þó til- gangurinn þegar umræddur sjóður var stofnaður. Ætli hann hafi ekki verið til að létta á stofnuninni, sem hefur verið ansi dugleg að kvarta yfir fjárskorti, með hagsmuni hælisleitendanna sjálfra í huga. Stjórnvöld ábyrg Öll spjót standa á Útlendingastofnun þessa dagana og forstjóra hennar, Kristínu Völundardóttur. Margt má gagnrýna varðandi málsmeðferð stofnunarinna, en ekki má þó gleyma því að stofn- unin starfar eftir lögum frá Alþingi og er því á ábyrgð stjórnvalda. Innanríkisráðherra, nú- verandi jafnt sem fyrr- verandi, er því ábyrgur fyrir því verklagi sem hefur myndast. Formaður í fári Flugfélagið WOW air var í ruglinu í gær. Netheimar loguðu eftir að tvær konur bentu á að í auglýsingabæklingi frá félaginu væri að finna stæka kven- fyrirlitningu. Upplýsingafulltrúi WOW kom fram með hefðbundið yfirklór um að orð væru slitin úr samhengi. Eins og það sé hægt að slíta það úr samhengi að karlmenn séu hvattir til að hunsa gamlar og ljótar hórur. Talað hefur verið um PR-klúður og hlýtur það að vera áhyggjuefni fyrir umræddan upp- lýsingafulltrúa, Svan- hvíti Friðriksdóttur. Hún er nefnilega nýkjörinn formaður Almannatengsla- félags Íslands. kolbeinn@frettabladid.is N 27 2013 Listahátíð í Reykjavík Upplifum Listahátíð Öll dagskráin og miðasala á www.listahatid.is 17. maí — 2. júní F rá hruni hafa flest ný störf orðið til í ferðaþjónustu og fiski. Fiskiðnaðurinn einn og sér hefur skapað yfir ellefu hundruð ný störf og bara í hótel- og veit- ingahúsarekstri hafa skapast átján hundruð ný störf síðan árið 2008. Flest þessara starfa urðu til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta kom fram í úttekt í Markaðnum sem fylgdi Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þróunin hefur lengi verið þannig að vinnuafl fari úr framleiðslugreinum yfir í þjón- ustustarfsemi. Þannig kemur fjölgun starfa í ferðaþjónustu í sjálfu sér ekki á óvart. Þetta eru nokkuð sjálfsögð sann- indi. Við vitum öll að eftir 2008 fækkaði störfum í mannvirkjagerð stórkostlega en hefð- bundin íslensk störf í sjávarútvegi og landbúnaði héldu sér og vel það. Tíðindin eru hins vegar þau að það fór sem margir höfðu spáð í hruninu að það leysti ákveðinn kraft úr læðingi. Allt í einu var fjöldi hæfileikafólks á milli vita og margt af því vildi leita á ný mið. Að sjálfsögðu. Íslenskt efnahagslíf hafði á árunum fyrir hrun verið keyrt áfram á stóriðju og uppgangi bankanna. Fólk var misjafnlega lengi að jafna sig á hruninu en strax í byrjun árs 2009 varð til óformlegur klúbbur sem kallaðist Hugmyndaráðuneytið. Þar voru haldnir reglulegir fundir í rúmt ár. Einn af þeim sem sóttu þá fundi er Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket, en það fyrirtæki var stofnað árið 2008. Hann sagði í viðtali við Markaðinn að meðal þáttakanda á þessum fundum Humyndaráðuneytisins hefði verið fólk sem stofnaði upp frá því ný fyrirtæki á borð við Oz, Clara, Gogogic, Meniga, Carbon Recycling Inter- national, Plain Vanilla og ReMake Electric. Allt eru það fyrirtæki sem ratað hafa í fréttir fyrir frábæran árangur á sínu sviði. „Þessi hópur var mjög miðaður við hugbúnaðargeirann en er hins vegar bara hluti af þessari gerjun sem átti sér stað á þessum tíma. Fjöldi annarra fyrirtækja hefur sprottið upp í hefðbundnum þjónustugeirum sem ég hef kannski ekki jafn góða innsýn í,“ sagði Hjálmar í vikunni. Fyrir þetta fólk markaði hrunið þáttaskil sem voru kannski byggð á neikvæðum grunni en urðu að jákvæðri uppbyggingu. Þetta eru einstaklingar sem sáu tækifæri í miklum breytingum. Í stað þess að einblína á gjaldþrot og atvinnuleysi sá það von og nýja tíma. Allt í einu var fullt af hæfileikafólki á lausu. Þetta var kannski ekki óskastaða. Í það minnsta óskaði sér enginn þess að hér yrði hrun og að íslenskt samfélag lenti í þessum ógöngum. En það er auðvitað miklu betra að horfa á glasið hálffullt en hálftómt. Við getum öll rætt lengi um hvaða lærdóm við eigum að draga af hruninu og árunum sem leiddu okkur að því. Hins vegar er það alveg jafn merkileg spurning að spyrja okkur hvaða lærdóm við ætlum að draga af árunum eftir hrun. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott: Tækifærin sem urðu til í hruninu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.