Fréttablaðið - 31.05.2013, Síða 27

Fréttablaðið - 31.05.2013, Síða 27
FÖSTUDAGUR 31. maí 2013 | SKOÐUN | 27 Um leið og ég óska nýrri ríkisstjórn til hamingju með að hafa tekið við stjórn fallega landsins okkar fagna ég því að í sáttmála hennar eru lýðheilsa og for- varnir sett á oddinn. Rann- sóknir hafa sýnt að stefnur í málefnum um lýðheilsu spara þjóðarbúinu stórfé og við vitum að stærsti útgjaldaliður ríkisins er á höndum velferðarráðuneyt- isins, sem fer með málefni sem viðkoma heilsu og þar af leiðandi lýðheilsu. Það er ekki langt síðan orðið lýðheilsa varð til á okkar ylhýra máli. Hugtök og stefn- ur málefna í lýðheilsu eru nefnilega tiltölulega nýtt fyrirbæri og hér- lendis hefur orðið mikil vakning en betur má ef duga skal. Heilsueflandi leikskólar Lýðheilsustefna snýst um að beina aðgerðum að hópum í samfélaginu, litlum eða stórum, með það að markmiði að bæta heilsu þeirra, hvort sem er andlega eða líkamlega. Fagleg stefna í lýðheilsu tekur mið af mörgum þáttum, s.s. rannsókn- um, aðgengi að heilsusamlegri val- kostum og fræðslu. Án rannsókna vitum við ekki hvar við erum stödd og getum því ekki byggt stefnu. Án fræðslu verðum við ekki upplýst og án auðveldara aðgengis hjálpum við ekki hópum sem eiga erfiðara með aðgengi að heilsusamlegu líf- erni. Smitunaráhrif jákvæðra val- kosta eru óneitanlega mikil innan samfélaga og áhrif af stefnum til bættrar lýðheilsu almennings eru ómetanleg. Dæmi um vel unnin lýð- heilsuverkefni sem eru unnin af Embætti land- læknis í dag eru heilsu- eflandi framhaldsskóli og heilsueflandi grunnskóli. Unnið er að mótun stefnu heilsueflandi leikskóla og heilsueflandi samfélags hjá Embætti landlæknis, sem er afar jákvæð þróun. Vel hefur gengið að fá skólana til liðs við embætt- ið að vinna að góðu aðgengi að hollari valkostum varð- andi næringu og auknu aðgengi að hreyfingu fyrir alla, ekki bara þá sem finna sig í hópíþróttum. Þá er aukið aðgengi að geðrækt og fræðsla um forvarnir einn þáttur sem unnið er að í verkefnunum. Góð sjálfsmynd er sem dæmi mikil- vægur hlekkur á því æviskeiði sem börn og ungmenni eru á og gott að nálgast styrkingu hennar í gegnum skólastarfið. En það eru einnig önnur ævi- skeið sem eru mikilvæg og gríð- arlega mikið verk fyrir höndum í mótun stefnu fyrir öll aldursskeið frá vöggu til grafar, bæði af hendi ríkisstjórnarinnar og svo borgar- og sveitarfélaga. Í Félagi lýðheilsu- fræðinga eru um 90 faglærðir lýð- heilsufræðingar sem starfa í þágu lýðheilsu víðs vegar um samfélagið í ýmsum störfum og búa að mikilli þekkingu. Ég hvet nýja ríkisstjórn til að nýta krafta þeirra og leita til félagsins þegar kemur að stefnu- mótun í málefnum um lýðheilsu. Þá hlakka ég til þess að sjá orðin í sáttmálanum er snúa að lýðheilsu og forvörnum verða að gjörðum. Stefna um lýðheilsu sparar stórfé HEILBRIGÐIS- MÁL Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir formaður Félags lýðheilsufræðinga Reykjavík er dreifð borg. En samt ekkert „ógeðslega“ dreifð. Þungamiðja íbúðarbyggðar höfuð- borgarsvæðisins er í Fossvog- inum. Þeir sem hjóla temmilega hratt komast þaðan hvert sem er á innan við klukkutíma. Jafnvel þeir sem skokka eða labba komast ansi langt á 60 mínútum. Þeim sem gera fæst af þessu kemur það stundum á óvart. „Voðalega varstu snöggur,“ segir fólk stundum. Viðbúið að það taki labbakút 45 mínútur að komast úr Hlíðunum upp í Skeifu. Margt af þessu gæti samt orðið betra, hagkvæmara og skilvirkara ef við byggjum aðeins þéttar. Það gefur augaleið. Ef við byggjum íbúðir við Reykjavíkurhöfn eða við Suðurlandsbraut mun því fólki fjölga sem getur valið um að fara í vinnuna gangandi eða á hjóli. Ef við byggjum við Esjurætur mun fólki sem það getur gert fækka. Nú getur einhver auðvitað sagt að fólk ætti líka að hafa valkost um að búa í úthverfi, og keyra allt, ef það vill. Það er auðvitað alveg rétt. Hins vegar verður því varla haldið fram að þeir valkost- ir séu ekki þegar til. Nánast allt sem byggt hefur verið í Reykjavík undanfarna hálfa öld hefur verið úthverfabyggð. En við höfum ekki verið að auka við valkostinn „þétt miðborgarbyggð“. Ekki að neinu ráði. Ekki fyrir alla? Kannski ekki. Nú les þetta kannski einhver, hristir hausinn og segir: „Hvaða vitleysa og 101 snobbrómantík er þetta? Það geta ekki allir hjólað eða tekið strætó. Ég þarf að fara í vinnuna, sækja annað barnið til dagmömmu, hitt í skólann, svo þarf að fara í búð og svo framveg- is. Ég ætla ekki að eyða öllum tíma mínum í strætó eða á hjóli.“ Og vitið þið hvað? Það er örugg- lega rétt. Uppskáldaða mann- eskjan hér að ofan veit örugg- lega betur en ég hvernig best er fyrir hana að haga lífi sínu. Enda er ekkert að því að fólk sé á bíl. Það að fjölga möguleikum fyrir fólk sem vill ganga, hjóla eða taka strætó snýst ekki um það að „troða öllum í strætó“ eða „neyða alla til að hjóla“ heldur um að gefa fólki umhverfisvænni og ódýrari val- kosti. Reynslan sýnir nefnilega að margir eru til í að nýta sér slíka valkosti ef þeir bjóðast. Á hverjum degi fara til dæmis þúsundir einhleypra, barnlausra menntaskóla- og háskólanema akandi í skólann. Fólk sem, miðað við mína námsárareynslu, hefur meiri tíma en peninga. Segjum að verulegur hluti þessa fólks myndi ákveða að skipta yfir í strætó, hjól eða fætur. Við það eitt myndi bílum á götum Reykjavíkur fækka um nokkur þúsund á dag. Það að fækka bílum á götunum væri eitt- hvert ódýrasta og hagkvæmasta „samgöngumannvirki“ sem hægt er að hugsa sér. Fáir myndu græða meira á því en þeir sem sannar- lega þurfa eða vilja ferðast á bíl. Fólkið sem valdi Nú segir stundum einhver að „fólkið hafi valið einkabílinn“. Það er allavega rétt að fólkið sem skipulagði borgir um öll Vestur- lönd á síðari hluta 20. aldar valdi flest einkabílinn. Hús voru rifin til að rýma fyrir götum. Spor- vagnaleiðir voru lagðar niður til að fjölga akreinum. Þyngri umferð kallaði á meiri umferðarmann- virki og fleiri úthverfi. Reykja- vík var hér engin sérstök undan- tekning. „Byggjum lengra frá“ var mottóið svo áratugum skipti. Fyrir 16 árum var kosið um sameiningu Kjalarness við Reykjavík. Þá átti að byggja hálfgerða sveitabyggð hjá Esju og byggja brú yfir. Og það á meðan meðan „vinstrimenn voru við völd“. Það heyrist stundum: Að þétt byggð og grænar áherslur séu ein- hver vinstriforræðishyggja. Varla er það satt. Einkaaðili með lóð í miðbænum vill oftast nýta hana það vel að nóg þykir um. Oftast er það nú stjórnmálamannanna að hafa hemil á metnaði hans og berj- ast gegn „þéttingunni“. Vissulega getur uppbygging í grónum hverf- um verið vandasöm. Fyrir stjórn- málamenn er stundum auðveldara að byggja uppi á heiði, fjarri öllum íbúum og hagsmunaárekstrum. Þannig fáum við fleiri úthverfi í hlíðum fjalla, með botnlöngum, safngötum og lóðum undir mark- aðsverði. Hinum „frjálsa markaði“ til dýrðar. Þétt er betra Nánast allt sem byggt hefur verið í Reykjavík undanfarna hálfa öld hefur verið úthverfa- byggð. Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.