Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 28

Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 28
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 28 < Hefur engar áætlanir að breyta hegðun < Vill ekki breyta hegðun sinni og fer í vörn < Kostir hegðunarinnar mikilvægari en gallarnir < Forðast upplýsingar og pælir minna en aðrir í hegðun sinni %HLuTvErK ,,ViNaRiNs”:  Er til staðar til að ræða málin, hvetur og fræðir eftir því sem færi gefst. %HLuTvErK ,,ViNaRiNs”:  (VIlL BrEyTa hEgðuN En eR EkKi búin(n) að TaKa áKvörðun) ÍHuGuNaRþReP < Er meðvituð/meðvitaður um áhættuna og er alvarlega að hugsa um að breyta hegðun < Er að vega og meta kosti og galla en hefur ekki tekið ákvörðun um að breyta hegðun sinni < Meðvitaðri um kosti þess að breyta hegðun en veit af göllunum AnNað þrEp: FyRsTa þRep: FOríhUgUnArþrEp (ÆTlAr eKkI Að bReYtA HeGðUn) Talar um ástæðurnar fyrir reykingunum og kostina við að hætta að reykja. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 1 3 -1 2 1 4 Alþjóðlegur dagur án tób- aks er haldinn 31. maí ár hvert og er að þessu sinni helgaður banni við aug- lýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum. Hér á landi tók bann við tóbaksauglýsingum gildi árið 1972, en frumkvæði að lagasetningunni átti Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismað- ur. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að auglýsingabann- ið tók gildi og án efa hefur það átt drjúgan þátt í þeim árangri sem síðar átti eftir að nást hér á landi í baráttunni gegn þeim heilsuspilli sem tóbak hefur reynst mannfólk- inu. Ár frá ári hefur fækkað í hópi þeirra sem reykja daglega hér á landi. Samkvæmt nýjustu könn- unum reyktu árið 2012 um 13,8% landsmanna á aldrinum 15–89 ára á móti 14,3% árið áður. Árið 1991 reyktu 30% landsmanna daglega en hlutfallið var um 40% árið 1985. Þetta er mikil breyting sem tvímæla- laust hefur bætt lýðheilsu hér á landi umtalsvert eins og gefur augaleið þegar skoðað er hvað reyking- ar er stór áhættuþátt- ur þegar litið er til sjúk- dóma á borð við hjarta- og kransæðasjúkdóma, tiltek- inna krabbameina og sjúkdóma í lungum og öndunarfærum svo eitthvað sé nefnt. Reykingar eru algengari meðal karla en kvenna. Árið 2012 reyktu 14,9% karl- manna daglega en 12,8% kvenna. Íslenskir unglingar reykja minnst jafnaldra sinna í Evr- ópu. Þetta er niðurstaða evr- ópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Drugs) sem kynnt var fyrir ári. Þar kom í ljós að mikið hefur dregið úr tóbaksreykingum ungmenna hér á landi síðastliðin 16 ár og hefur þróunin hér verið önnur og mun jákvæðari en í öðrum Evrópu- löndum. Munntóbaksnotkun Tóbaksnotkun er ekki einungis bundin við reykingar og á liðnum árum hefur færst í vöxt að ungir karlmenn noti munntóbak. Könn- un Landlæknis sýndi að árið 2012 tóku þrír af hverjum hundrað körlum í vörina. Neyslan er mest hjá þeim yngri, en um 15% karla á aldrinum 18–24 ára nota munn- tóbak. Notkun þess er hins vegar fátíð hjá konum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að notkun tóbaks í vör dragi ekki úr reykingum heldur sé hrein viðbót. Þetta er alvarlegt, því í munntób- aki er mikill fjöldi krabbameins- valdandi efna auk þess sem notk- un þess er tengd hjartasjúkdómum og sykursýki. Ég er nýsestur í stól heilbrigðisráðherra en get sagt það strax að í því embætti mun ég leggja mikla áherslu á að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu til að auka almenn lífsgæði lands- manna – og það er einnig eitt af skilgreindum forgangsverkefn- um ríkisstjórnarinnar. Þannig má jafnframt draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar og því er að öllu leyti til mikils að vinna. Stefnumörkun í tóbaksvörnum Í byrjun þessa árs skipaði for- veri minn í velferðarráðuneytinu, Guðbjartur Hannesson, starfs- hóp til að leggja fram tillögu að heildstæðri stefnu í tóbaksvörn- um með fulltrúum ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og Embættis landlæknis. Hópurinn hefur í vinnu sinni tekið mið af þeim áherslum sem fram koma í tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á síðasta þingi um velferðarstefnu – heilbrigðisáætl- un til ársins 2020. Einnig er horft til rammasamnings Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem Ísland er aðili að og tók gildi árið 2005, auk laga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og nýjustu þekkingar og þróun- ar á sviði tóbaksvarna á liðnum árum. Starfshópurinn hefur leit- að eftir samstarfi við fulltrúa frá ýmsum stofnunum og félagasam- tökum og er fyrirhugað að sam- ráðsferlið standi fram á haust. Stefnt er að því að stefna og meg- inmarkmið liggi fyrir í árslok 2013. Betri heilsa og léttara líf án tóbaks Við heyrum í fréttum af alvarlegum slysum á fólki sem fer á gjörgæslu og í fréttum heyrum við aðeins sagt „líðan er eftir atvik- um“. Þar stoppar frétta- flutningurinn af slysinu en viðkomandi einstakling- ur á jafnvel eftir margra mánaða erfiða vinnu í endurhæfingu. Fréttirnar segja okkur ekki hvern- ig einstaklingunum farn- ast heldur aðeins hvort þeir lifa eða deyja. Afdrif- in geta orðið mjög alvarleg fyrir þann sem slasast og einnig alla fjölskylduna. Að lamast eftir slys eða alvarlegan sjúkdóm er áfall sem tekur langan tíma fyrir ein- stakling að aðlagast og að læra upp á nýtt að lifa við breyttar aðstæður. Á Grensásdeildinni er reynt eftir bestu getu að skapa umgjörð fyrir einstaklingana þar sem jákvæðni, gleði og hvatn- ing ríkir. Hvatningin er að gera aðeins meira í dag en í gær. Öll sú umönnun og þjálfun sem einstakling- urinn fær er miðuð við að gera hann sjálfstæðan og færan um að sjá um sig sjálfur. Það að þurfa að læra að klæða sig upp á nýtt, fara á klósett, borða sjálfur, tala, ganga eða læra að verða sjálfstæð- ur í hjólastól gerist ekki yfir nótt. Á Grensádeildinni er unnið eftir kanadískri fyrirmynd um fjöl- skylduhjúkrun. Þar er reynt að koma til móts við þarfir sjúkling- ins og fjölskyldu hans og líkam- legri og andlegri vanlíðan er sinnt. Grensásdeildin hefur á að skipa úrvalsstarfsfólki úr fjölmörgum starfsstéttum sem vinna sameig- inlega að því markmiði að gera sjúklinginn færan um að sjá um sig sjálfur og takast á við aðlögun að breyttu lífi. Hetjur Endurhæfing er mikil vinna. Sjúk- lingarnir vakna á morgnana og klæða sig og fara fram í morgun- mat áður en vinnan (endurhæf- ingin) hefst. Það eitt að klæða sig og ganga í eigin fötum gerir starfsemi á endurhæfingardeild frábrugðna frá öðrum deildum Landspítalans. Næringin er afar mikilvæg í endurhæfingu og það hjálpar til að sjúklingar geta borð- að saman í borðsal þar sem and- rúmsloftið er létt og samkenndin á milli sjúklinga mikil. Húsnæði Grensásdeildar var ekki hannað fyrir sjúklinga í end- urhæfingu og er orðið úr sér geng- ið og gamaldags. Nútíma kröfur eins og um einbýli fyrir sjúklinga, rennandi vatn inni á stofum og aðstaða fyrir aðstandendur er ekki hægt að uppfylla. Sjúklingar sem liggja í 6-9 mánuði á deildinni og aðstandendur þeirra þurfa aðstöðu til að vera út af fyrir sig og rými fyrir dægrastyttingu. Herbergi sem aðstandendur gætu nýtt sér og þar sem þeir gætu m.a. eldað ein- faldan mat er lágmarkskrafa í dag. „Líðan er eftir atvikum“ Margra mánaða þung og erfið vinna er fram undan sem tekur bæði á líkama og sál. Sjúklingur- inn er í þjálfun alla virka daga. Kvöldum og helgum ver hann síðan í æfingar sem hann hefur lært í vikunni. Þannig nær sjúk- lingurinnn árangri með stöðugum æfingum og hvatningu frá starfs- fólki. Það eru hetjur sem lifa af alvarleg slys og veikindi. Það vitum við sem vinnum á Grensás- deild. Í fréttum var þetta helst Nýlega fékk ég það skemmtilega hlutverk að lesa yfir dagbækur og verkefni kennaranema við Háskólann á Akur- eyri. Í þeim fjalla þau um 10 vikna reynslu af heim- sóknum í leik- og grunn- skóla. Þau lýsa starfshátt- um í skólum, samskiptum kennara og barna, hug- myndafræði sem unnið er eftir og svo framvegis. Eftir að hafa lesið nokkra tugi slíkra verkefna er ég margs vísari um skólastarf. Ég hef séð dæmi um hugmynda- ríka kennara, kennara sem þora að fara ótroðnar slóðir, kenn- ara sem feta hina þekktu braut. Kennara sem eru góðar fyrirmyndir ekki bara barnanna í bekknum eða á deildinni heldur líka kennaranemanna sem hjá þeim eru. Fjölbreyttir kennsluhættir Eftir lestur verkefnanna sé ég að kennarar, t.d. í erlendum tungumálum, nota margir fjölbreytta og frjóa kennsluhætti til að gera efnið áhugavert og skemmtilegt. Þeir leggja mikið upp úr skilningi og því að virkja áhugahvöt nemanna. Meðal dæma er að horfa á Klovn ótextað og ræða svo á eftir það sem þar var til umfjöllunar. Annað sem ég hef líka hrifist af, sérstaklega á mið- og efsta stigi grunnskólans, er hvernig sumir kennarar nýta bekkjarfundi markvisst og með- vitað. Á einum síkum fundi kom fram ósk 9. bekkinga um að fá sjálfir að kenna tiltekið námsefni. Kennarinn skipti bekknum í tvo hópa og fékk þeim efni til umfjöll- unar. Hvor hópur um sig sá svo um kennslustund. Ég hef líka komist að því að aðstæður kennara og barna eru afar ólíkar jafnvel í sama bæjar- félagi og jafnvel innan sama skól- ans. Í sumum skólum eru börn sem hafa ekki fundið eigin skólahillu og skólinn ekki náð að móta með þeim hillu. Í öðrum sé ég dæmi um skóla sem leggja sig fram um að fagna fjölbreytileika í hópi barnanna, sem gera sitt besta til að móta skólann eftir þörfum barnahópsins. Ekki ferkantaður Einn kennaranemi sagði eitthvað á þá leið að það hefði komið henni þægilega á óvart hvað skólinn var ólíkur minningum hennar úr grunnskóla – þar sem allt var fer- kantað. Það kom á óvart hvað börn- in og kennarar þeirra voru í góðum og nánum samskiptum, hve mik- ill trúnaður ríkti á á milli þeirra. Hvað starfið er skemmtilegt. Aðdáun mín á kennurum á öllum skólastigum hefur ekki minnkað við yfirferðina. Auðvitað hef ég líka séð dæmi um starf og starfs- hætti sem ég fell ekki fyrir en sem betur fer eru það undantekningar en ekki regla. Nú er margt ungt fólk að velja sér háskólanám. Kennaranám er heildstætt nám sem gagnast í margvíslegum störfum, kennslu sem öðrum störfum. Að fi nna sína hillu – reynsla kennaranema HEILBRIGÐIS- MÁL Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ➜ Ár frá ári hefur fækkað í hópi þeirra sem reykja daglega hér á landi. HEILBRIGÐIS- MÁL Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunardeildar- stjóri Grensási ➜ Það eitt að klæða sig og ganga í eigin fötum gerir starfssemi á endurhæfi ngar- deild frábrugðna frá öðrum deildum Landspítalans. MENNTUN Kristín Dýrfjörð dósent við Háskólann á Akureyri ➜ Í sumum skólum eru börn sem hafa ekki fundið eigin skólahillu og skólinn ekki náð að móta með þeim hillu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.