Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 34

Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 34
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 34TÍMAMÓT „Tilgangurinn og markmiðið með deg- inum er meðal annars að beina athygl- inni að þeirri aðstoð sem er í boði fyrir þá sem vilja hætta að nota tóbak,“ segir Viðar Jenson, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu sem stend- ur fyrir dagskrá í tilefni af alþjóðleg- um Degi án tóbaks sem er í dag. Fyrsti Reyklausi dagurinn var hald- inn árið 1979 og hefur hann verið hald- inn árlega síðan 1987. Árið 2006 var nafninu breytt í Dagur án tóbaks. Alþjóða heilbrigðisstofnunin setur þema dagsins á hverju ári, en að þessu sinni er það bann við auglýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum. Klukkan 8.15 í dag fer af stað morgun- verðarfundur á Grand hóteli á vegum Landlæknisembættisins. „Þar munum við veita Jóni Ármanni Héðinssyni, fyrrverandi alþingis- manni, heiðursverðlaun fyrir frum- kvæði í baráttu gegn tóbaki, en hann setti fram frumvarp á Alþingi árið 1979 þess efnis að banna allar auglýs- ingar á tóbaki.“ Einnig verða Landspítalanum og Reyklausa símanum veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir vel unnin störf í tóbaksvörnum. „Við viljum einblína á og vekja athygli á því ferli sem felst í því að breyta um hegðun og lifa tóbakslausu lífi.“ alfrun@frettabladid.is Dagurinn án tóbaks í dag Í dag er alþjóðlegi dagurinn án tóbaks og segir Viðar Jensson að nota eigi daginn til að beina athygli tóbaksnotenda að aðstoðinni sem er í boði til að hætta. Vefurinn Dagurantobaks.is er farinn í loft ið, þar sem fi mm spora kerfi í átt að reyklausu lífi er kynnt til sögunnar. DAGUR ÁN TÓBAKS Verkefnisstjórinn Viðar Jensson er meðal þeirra sem standa fyrir morgunarverðarfundi Landlæknisembættisins í tilefni af Degi an tóbaks sem er í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á vefsíðunni Dagurantobaks.is er hægt að nálgast fimm þrepa kerfi í átt að tóbakslausu lífi. Fyrsta þrep: Foríhugunarþrep– hefur engar áætlanir um að breyta um hegðun. Annað þrep: Íhugunarþrep– er meðvitaður um áhætturnar og er alvarlega að hugsa um að breyta um heðgun. Þriðja þrep: Undirbúningsþrep– hefur tekið ákvörðum um að breyta hegðun sinni. Fjórða þrep: Framkvæmdaþrep– hefur breytt hegðun sinni í einn dag til mánaðar. Fimmta þrep: Viðhaldsþrep– ný hegðun orðin stöðug, hefur varað í meira en sex mánuði. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðunni. Fimm þrepa kerfið MERKISATBURÐIR 1735 - Stærri Lóndrangurinn á Snæfellsnesi er klifinn, í fyrsta sinn svo vitað sé. Næst er drangurinn klifinn árið 1938. 1962 - Nasistaforinginn Adolf Eichmann er hengdur í Ísrael fyrir þátt sinn í Helförinni. Íslandsmótið í skák hefst í dag klukkan 17, en það fer fram á 20. hæð í Turninum við Höfðatorg. Það er menntamálaráðherra, Ill- ugi Gunnarsson, sem setur mótið og leikur fyrsta leik. Mótið á hundrað ára afmæli í ár, en það hét upphaflega Skákþing Íslendinga og var fyrst haldið árið 1913. Af því tilefni er mótið með óvenjulegu sniði. Í fyrsta sinn er það opið og í fyrsta sinn í hundrað ára sögu mótsins tefla allir í sama flokki. Mótið er einnig Íslandsmót kvenna og ríflega 70 keppendur eru skráðir til leiks. Nánast allir sterkustu virku skákmenn landsins taka þátt og því er mótið mjög sterkt. Meðal keppenda eru stórmeistar- arnir Héðinn Steingrímsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen og Stefán Kristjánsson og alþjóðlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, Bragi og Björn Þorfinnssynir, Guðmundur Kjartansson og Sævar Bjarnason. Hannes er ellefufaldur Íslandsmeist- ari í skák, sá langsigursælasti í íslenskri skáksögu, en titlana vann hann á tíma- bilinu 1998-2010. Héðinn Steingrímsson hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeist- ari. Í fyrra sinnið var það árið 1990 þegar hann sigraði á Höfn í Hornafirði, þá aðeins 15 ára, sem er aldursmet sem enn stendur. Henrik Danielsen vann mótið árið 2009. Aðrir keppendur á mótinu hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í skák. Íslandsmót kvenna var fyrst haldið árið 1975 og í ár taka nánast allar sterkustu virku skákkonur landsins þátt. Þrettán konur hafa orðið Íslandsmeistarar kvenna. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur unnið langoftast, ellefu sinnum, Guðlaug er næst með sex sigra og Lenka Ptácníková hefur unnið titilinn fjórum sinnum. Íslandsmótið í skák hefst í dag Í ár er 100 ára afmæli Íslandsmótsins í skák og af því tilefni er mótið með óvanalegu sniði. Mótið fer fram á 20. hæð við Höfðatorg. OFTAST ORÐIÐ MEISTARI Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fyrrum alþingismaður sést hér tefla þann 6. september 1984. 70 manns hafa nú þegar skráð sig til leiks í mótið sem hefst í dag. Gamli bærinn í Laufási opnar dyr sínar upp á gátt laugar- daginn 1. júní klukkan 9 og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. Sunnudaginn 2. júní er tilvalið að gera sér ferð í Laufás því klukkan 14-16 verður handverksfólk úr Þjóðháttafélag- inu Handraðanum að störfum í Gamla bænum og starfs- fólk Pólarhesta kemur með hesta og teymir undir ungum gestum á flötinni. Kaffi Laufás verður einnig opið með þjóðlegt bakkelsi á boðstólnum. Gamli bærinn í Laufási er í umsjón Minjasafnsins á Akureyri en í eigu Þjóðminjasafns og er opinn í sumar daglega frá klukkan 9-17 til 1. september. Sumaropnun Laufáss Gamli bærinn opnaður á morgun LAUFÁS Gamli bærinn í Laufás opnar dyr sínar um helgina. Vegna stærðar blaðsins á morgun, laugardag, verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi. Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í laugardagsblað færist því fram til kl. 13.30. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KR. ARNÓRSSON frá Ási, Jófríðarstaðarvegi 19, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðvikudaginn 29. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 14. júní klukkan 15.00. Friðfinnur Sigurðsson Christina Wieselgren Sólveig Sigurðardóttir Jóhannes Kristjánsson Arnór Sigurðsson Sigríður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA H. BJÖRNSSON sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 21. maí sl. verður jarðsungin föstudaginn 31. maí kl. 13.00 frá Áskirkju. Árni Gunnarsson Rannveig Gunnarsdóttir Tryggvi Pálsson Sigurjón Gunnarsson Sigríður Olgeirsdóttir Gunnar Örn Gunnarsson Olga Bergljót Þorleifsdóttir Halldór Gunnarsson Anna Persson Þórarinn Gunnarsson Berglind Garðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR A. ÓLAFSSON málarameistari, Árskógum 8, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þriðjudaginn 28. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 4. júní kl. 13. Gísli Örvar Ólafsson Valgerður Björk Ólafsdóttir Reynir Jóhannsson Helga H. Ólafsd. Gustafsson Roger Gustafsson Hulda Sjöfn Ólafsdóttir Ólafur Sturla Kristjánsson Ólafur Örn Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.