Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 36

Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 36
FÓLK|HELGIN Hay Max er áhrifaríkur, lífrænn og lyfjalaus frjó-kornatálmi fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi. Hann hefur fengið fjölda viðurkenn- inga, meðal annars frá bresku astma- og ofnæmissamtök- unum. Hay Max er einfaldur í notkun og kemur í veg fyrir að frjókorn komist inn í líkam- ann. Hay Max er fram leiddur úr hágæða, vottuðum lífrænum efnum, bývaxi, ilmkjarnaolíum, aloe vera og sólblómaolíu og er vottaður fyrir grænmetis- ætur. Jón Páll Pálmason, þjálf- ari í knattspyrnu, hefur góða reynslu af notkun Hay Max. „Þar sem ég er að þjálfa fót- bolta er ég mikið úti á sumrin. Ég hef verið mjög slæmur; alltaf pirraður í augunum þegar frjókornin eru sem mest í loftinu. Ég ákvað að prófa Hay Max og smurði því í kringum augun og við nasirnar. Það var eins og við mann- inn mælt, ég fann mikinn mun á mér og er núna alltaf með dósina á mér þegar ég er úti. Ég mæli hiklaust með Hay Max gegn frjókorna- ofnæmi.“ Hay Max- salvinn er lyfjalaus sem þýðir að syfja er ekki ein aukaverkana öfugt við mörg ofnæmis lyf. Það er því óhætt að aka bíl þó svo Hay Max sé notað. Salv- inn er einfaldlega borinn vandlega á svæðið um- hverfis hvora nös nokkrum sinnum á dag á meðan á frjó- kornatímabilinu stendur. Einnig má setja salvann aðeins inn í nas- ir og í kringum augu. Hay Max hentar ófrísk- um konum, konum með barn á brjósti og börnum. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 ÓSKALÖG Sjómannalög- in verða í Hörpu á morgun kl. 17 og 21 en kynnir er Örn Árnason leikari. Jón Ólafsson er tónlistarstjóri sjó-mannatónleikanna og segir hann að undirbúningur hafi staðið í nokkra mánuði. „Það fylgir þessu alls konar stúss og brölt, enda að mörgu að hyggja. Ætli þeir séu ekki orðnir þó nokkuð margir fundirnir sem við höfum haldið í tilefni af þessum við- burði,“ segir hann. Íslensk sjómannalög verða í aðal- hlutverki á tónleikunum, en þau eiga sér langa sögu hér á landi. Sumir segja allt frá tímum Egils Skallagrímssonar, en blómaskeið þeirra stóð yfir í tutt- ugu ár, frá 1950-1970. ÓSKALÖG SJÓMANNA Jón segir að af nógu sé að taka þegar sjómannalög séu annars vegar. „Flest- ir tengja auðvitað strax við alla þessa sjómannavalsa sem margir Íslending- ar þekkja til dæmis úr Óskalögum sjó- manna á Rás 1 í gamla daga. Ég hafði mjög gaman af því að skoða þessa kategóríu úr íslenskri dægurlagahefð og vona að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Til að byrja með spurði ég auð- vitað söngvarana hvaða sjómannalög þeir myndu helst vilja flytja. Það er ómögulegt að vera með söngvara á sviði að syngja eitthvað sem honum finnst leiðinlegt, ekki satt? Magni Ás- geirs ætlar að flytja Fiskisögu sem Dúmbó og Steini gerðu vinsælt. Raggi Bjarna verður á sínum stað með Vertu sæl mey og þær Guðrún Gunnars og Sigríður Thorlacius flytja Bjartar vonir vakna. Þorvaldur Halldórsson er svo auðvitað á sínum stað með Á sjó. Annað væri ómögulegt,“ útskýrir Jón. Jón segir að það verði sannkallað stórskotalit söngvara á sviðinu eins og Gylfi Ægisson, Valdimar Guð- mundsson, Sigríður Thorlacius, Guðrún Gunnarsdóttir, Þorvaldur Halldórsson, Magni Ásgeirsson, Raggi Bjarna, KK, Maggi Eiríks og Matthías Matthíasson. „KK ætlar t.d. að flytja lag sitt Æðruleysið, sem var mjög vinsælt fyrir nokkrum árum. Það fjallar um hans eigin bát sem heitir einmitt Æðruleysið.“ Í SJÓGALLA? Þegar Jón var spurður hvort hann ætti einhverjar skemmtilegar minn- ingar sjálfur um sjómannalög segir hann: „Mínar minningar eru mikið bundnar við Rás 1 og Óskalög sjó- manna. Ég velti því oft fyrir mér hvort sjómenn okkar, lengst úti á sjó, hafi ekkert orðið þreyttir að fá helst ekkert annað en sjómannalög send með kveðjunum.“ Jón bætir því við að sviðið í Hörpu verði í anda sjómennskunnar. „Ég bíð spenntur eftir því hvar ég verð stað- settur á sviðinu og hvort mér verði skellt í einhvern sjómannagalla.“ VINSÆLT Þess má til gamans geta að þótt sjó- mannalög og aðrir slagarar hafi þurft að lúta í lægra haldi fyrir erlendu poppi á sínum tima kom Gylfi Ægis- son fram á sjónarsviðið á fyrri hluta áttunda áratugarins með ófá salt- storkin lög. Gylfi náði til dæmis miklum vinsældum með Áhöfninni á Halastjörnunni upp úr 1980 með laginu Stolt siglir fleyið mitt. Ekki má heldur gleyma því að Bubbi Morthens söng um sjómennsku og farandverkamenn af mikilli snilld, til dæmis með laginu Laus og liðugur þar sem segir frá Sigurði sjómanni, sönnum Vesturbæingi sem alltaf er upplagður að fara út að skemmta sér þegar hann er í landi. Lagið var hins vegar í talsvert öðruvísi útfærslu en áður þekktist. ■ elin@365.is SJÓMENNSKAN ER EKKERT GRÍN Á SJÓ Seglin verða þanin á tvennum stórtónleikum í Hörpu á morgun þegar vinsælustu sjómannalög Íslendinga verða flutt. TÓNLISTARSTJÓRINN Jón Ólafsson segir að ekkert verði til sparað til að gera tónleikana sem glæsilegasta. KAPTEINNINN Gylfi Ægisson náði miklum vinsældum með Áhöfn- inni á Halastjörnunni. Kristín Bjarnadóttir fór í aðgerð þar sem þurfti að fjarlægja móðurlíf og báða eggjastokka árið 2000. „Þar sem ég var aðeins 44 ára á þeim tíma var mér ráðlagt af kven- sjúkdómalækni mínum að fara á hormónalyf, sem ég hef tekið síðan,“ segir hún. „Um síðustu áramót fór ég að velta fyrir mér að hætta að taka hormón. Ég var samt í vafa því ég hafði áhyggjur af hvernig mér mundi líða án þeirra og eins hvað ég mundi geta tekið í stað- inn til þess að draga úr einkenn- um breytingaskeiðs. Þegar mér var bent á Fem- arelle ákvað ég að prófa það og sé ekki eftir því. Ég komst að því að ég hafði verið með miklar aukaverkanir af hormónunum. Mér líður miklu betur að öllu leyti eftir að ég byrjaði að taka Femarelle, verkir í stoðkerfi hafa minnkað stór- lega og svæsn- um og þrálátum höfuðverkja köstum hefur fækkað en þau stóðu oft yfir í nokkra daga. Í dag líður mér miklu betur að öllu leyti, þökk sé Fem- arelle.“ Virkni Femarelle er staðfest með rannsóknum síð- ustu 14 ár. HÆTTI Á HORMÓNUM OG VALDI FEMARELLE ICE CARE KYNNIR Loksins er komin á markaðinn náttúruleg lausn fyrir konur á breytingaaldri. Femarelle er úr jurtaefnum og slær á einkenni tíðahvarfa. Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún byrjaði að taka inn Femarelle. MYND/GVA GÓÐ LAUSN VIÐ FRJÓKORNA- OFNÆMI ICE CARE KYNNIR Hay Max fyrirbyggir frjókorna- ofnæmi og kemur í veg fyrir hnerra. Jón Páll Pálmason fótboltaþjálfari notar Hay Max. FEMARELLE ER SELT Í ÖLLUM APÓTEKUM, HEILSUVERSLUNUM OG Í HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA. FEMARELLE ER ÖRUGGUR KOSTUR Slær á óþægindi eins og höfuðverk, svefntruflanir, nætursvita, skapsveiflur, óþægindi í liðum og vöðvum Þéttir beinin Hefur ekki áhrif á móðurlíf eða brjóstavef Náttúruleg lausn, inniheldur tofu-extract og flaxseed-duft. Inniheldur engin hormón.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.