Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 39
KYNNING − AUGLÝSING Golf31. MAÍ 2013 FÖSTUDAGUR 3
ALLT FYRIR BYRJENDUR
SEM LENGRA KOMNA
Þótt fermetrar hjá Erninum
golfverslun séu allnokkrir má
segja að þeir séu fullnýttir og
ættu allir að finna eitthvað við
sitt hæfi. Í versluninni má finna
kylfur frá öllum umsvifamestu
framleiðendum heims ásamt
frábæru úrvali af golfpokum,
golfskóm, kúlum og ýmsum
smávörum sem gera Erninum
kleift að mæta jafnvel allra
kröfuhörðustu kylfingum.
NÁKVÆM SÉRSMÍÐI Á GOLFKYLFUM
Örninn golfverslun hefur lengi sérhæft sig í mælingum og sérsmíði
á golfkylfum og stendur þar mjög framarlega. Örninn notast við Flight-
Scope, sem er ein albesta græjan sem völ er á í dag. Flightscope notar
Doppler-radartækni við að mæla útkomu úr höggum, bæði innan- og
utanhúss. Sé tækið notað utandyra fylgir radarinn boltanum alveg þar til
hann stoppar.
Örninn gerir fyrirtækjum, klúbbum og hópum tilboð í að fara með
græjuna á æfingasvæði utandyra þar sem mælingar fara fram. Flightscope
mælir nákvæman sveifluhraða, boltahraða, útkastshorn, hliðarspuna og
bakspuna auk þess að sýna lengd högga með mikilli nákvæmni. Flest
önnur tæki sem notuð eru við sömu aðstæður nota reikniformúlur til að
áætla útkomur úr höggum en Flightscope mælir það allt. Flightscope
veitir því ómetanlega hjálp við kylfuval, hvort sem um er að ræða dræver
eða járn. Með mælingum Flightscope er hægt að finna hina fullkomnu kylfu fyrir kylfinginn.
STÆRSTA GOLFVERSLUN
LÝÐVELDISINS
Örninn golfverslun er stærst
sinnar tegundar á landinu og
þótt víðar væri leitað. Úrval af
golf- og útivistarfatnaði er ein-
stakt í versluninni auk þess sem
verslunin sérpantar vörur og
sér um merkingar fyrir hópa og
fyrirtæki.