Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2013, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 31.05.2013, Qupperneq 44
KYNNING − AUGLÝSINGKöfun FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigurður Helgi Grímsson, 512 5464, sigurdurhg@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Ha f ber g köf u n a r vör u r býður upp á mikið úrval þurrgalla og almennan köfunar búnað fyrir kafara frá mörgum þekktum gæðamerkjum. Þorvaldur Hafberg, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir fyrir- tækið þjóna sport- og atvinnu- köfurum og einnig svokölluðum „technical“ köfurum, sem eru að sögn hans sportkafarar sem eru lengra komnir. „Við bjóðum upp á gott úrval af lungum, vestum og í raun bara allt sem þarf til köfun- ar og allt sem kafarinn þarfnast.“ Fyrirtækið leigir einnig út köf- unarbúnað til lærðra kafara sem ekki eiga búnað eða vantar hluta af búnaði til köfunar. „Við bjóðum upp á allan almenn búnað til leigu en þó þarf að framvísa köfunar- skírteini frá viðurkenndum sam- tökum við afhendingu búnaðar. Um leið þurfa þeir sem leigja vörur frá okkur að vera með þurrgalla- réttindi. Við höfum einnig leigt út þurrgalla til göngufólks og þeirra sem stunda sjósund og snorkel- köfun. Þannig að við þjónustum breiðan hóp fólks.“ Hentug greiðsludreifing Verslunin býður einnig upp á Lavacore-öndunarfatnað sem bæði er regnheldur og vind- heldur. „Hann hentar mjög vel fyrir hjólreiðafólk og kajakræð- ara og fleiri greinar. Um er að ræða þriggja laga fatnað með micro-flísefni næst húðinni, önd- unarfilmu á milli og regnheldu næloni í ysta lagi.“ Þor valdur bendir á að hægt sé að dreifa greiðslum hjá versluninni til allt að 36 mánaða, sem einfaldi kaup á mjög dýrum búnaði. Almenn viðgerðarþjónusta Fyrirtækið býður einnig upp á almenna viðgerðarþjónustu. „Við gerum til dæmis við lungu, þurrgalla, vesti og slíkan búnað. Einnig má nefna í þessu sam- bandi að við erum eina fyrirtækið hérlendis sem býður upp á lífs- tíðarábyrgð á varahlutum í lungu, vesti og köfunartölvur gegn því að þeir komi til skoðunar einu sinni á ári, en það eykur til muna öryggi kafara.“ Heimasíða verslunarinnar inni- heldur mjög góðar og aðgengi- legar upplýsingar um vörur og þjónustu fyrirtækisins. „Við erum einnig með tvær Facebook-síður undir nafninu Hafberg köfunar- vörur, bæði hefðbundna vinasíðu og svokallaða „like“-síðu. Ég mæli sérstaklega með vinasíðunni, sem inniheldur meiri upplýsingar.“ Nánari upplýsingar má finna á www.kofunarvorur.is og síma- númerið er 612-5441. Vefurinn inniheldur meðal annars nöfn köfunarkennara sem fyrirtækið mælir með. Búnaður fyrir alla Verslunin Hafberg köfunarvörur býður upp á úrval köfunarbúnaðar fyrir alla kafara. Auk þess býður verslunin upp á viðgerðarþjónustu og leigir út búnað. Þorvaldur Hafberg er framkvæmdastjóri Hafbergs köfunarvara. MYND/VILHELM Sigurður Stefánsson kafari hefur starfað við köfun í fjór-tán ár. „Við tökum að okkur öll verkefni sem snúa að köfun og vinnu tengda sjó og vötnum um allt land. Höfum til dæmis unnið mikið fyrir hafnir landsins, þá helst í viðhaldi og uppsetningum á bryggjum neðansjávar, og fyrir skipaútgerðafélög landsins. Einnig vinnum við mikið fyrir kvik- myndaiðnaðinn,“ segir Sigurður. Hann bætir við að starfið sé gríðarlega fjölbreytt og hver dagur bjóði upp á ný og ögrandi verk- efni. „Einn daginn þurfum við að bjarga sökkvandi skipi en hinn daginn erum við að vinna með Hollywood-stjörnum. Það eru margvísleg verkefni sem koma á okkar borð,“ segir Sigurður, sem hefur farið lengst 150 sjó mílur frá landi til að hreinsa veiðar- færi úr skrúfu. Hann segist vera óhræddur við hafið þótt ekki sé hann alveg óttalaus. Sigurður hóf fyrst störf sem björgunarsveitakafari og í beinu framhaldi fór hann í atvinnu- köfun. Hann segir námið ekki hafa tekið langan tíma en verið mjög kostnaðarsamt. Hjá honum starfa þrír starfsmenn. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir köfurum, sérstaklega þar sem við erum með svo breitt verksvið,“ segir Sigurður, sem hefur fengið fyrir- spurnir frá útlöndum, sérstak- lega frá Grænlandi. Fyrir tækið er staðsett í Reykjanesbæ og er með heimasíðuna dive4u.is þar sem skoða má ýmsan búnað sem kafar- arnir nota við vinnu sína. Sigurður er með síma 899 6345 og svarar kalli allan sólarhringinn. Meðal verkefna Köfunarþjónustu Sigga • Björgun skipa og báta bæði af hafsbotni og úr strandi • Köfun, hvort sem er fyrir hafnir landsins, byggðir (útrásir), útgerðarfélög, skipafélög eða laxeldi • Köfun fyrir kvikmyndir og aug- lýsingar • Björgun skipa og báta er stór þáttur í starfsemi fyrirtækis- ins. Við tökum að okkur allar tegundir af björgunum, hvort sem um er að ræða skip, báta eða önnur tæki sem fara á kaf í sjó, vötn eða ár. • Tankahreinsun er stór hluti af starfinu. Til þess að geta stundað þessa erfiðu og ógeð- felldu vinnu höfum við tækjað okkur upp með mjög góðum og sterkbyggðum búnaði til að tryggja öryggi starfsmanna okkar og fagleg vinnubrögð. Gott samstarf er við Vinnu- eftir litið, sem gasmælir tanka sé þess óskað. Óhræddur við hafið Köfunarþjónusta Sigurðar ehf. var stofnuð árið 1998, en fyrirtækið sérhæfir sig í hinum ýmsu verkefnum tengdum sjó og vötnum, köfun og björgun skipa. Sigurður Stefánsson kafari fæst við margvísleg verkefni og engir tveir dagar eru eins. MYND/GVA Um allan heim er að finna áhugaverða staði til köfunar. Ferðasíða Telegraph bendir á nokkra köfunarstaði sem eru einstakir í sinni röð. Great Blue Hole í Belís Séð að ofan líkist Great Blue Hole helst sjáaldri í auga. Sýnin er þó ekki síðri neðan frá, enda er holan á heimsminjaskrá UNESCO og þykir einstakt augnayndi fyrir kafara. Holan er um 400 að breidd og 145 metra djúp. Á 40 metra dýpi eru fimmtán metra háir dropa- steinar sem eru meginaðdráttarafl holunnar, enda er lítið sem ekkert sjávarlíf að finna þar. Chuuk-lónið í Míkrónesíu Lónið er ríkt af litríkum kórölum og hitabeltisfiskum. Aðal aðdráttarafl kafara í lón- inu, sem er 70 km á breidd, er hins vegar fjöldi skipsflaka á botni þess. Lónið var jap- önsk flotastöð í seinni heims- styrjöldinni og fjölda skipa var sökkt þar af bandaríska hern- um árið 1944. Meðal skipa má nefna Fujikawa Maru, en þar má sjá heillegar orrustuflug- vélar um borð. Manta Ray Village á Havaí Farið er í köfunarferðir út frá Kona-ströndinni á Havaí að næturlagi. Björtum ljósum er beint í vatnið til að draga að svif, sem síðan laðar að stingskötur. Þessi sjávardýr eru glæsileg á að líta en ekki hættulaus enda flest með eitr- aðan gadd á halanum. Ekki er áreiðanlegt að sjá stingskötur í hvert sinn en best þykir að fara á nýju tungli. Rainbow Warrior í Nýja-Sjálandi Skipi Greenpeace var sökkt árið 1985 í höfninni í Auckland. Flakið var síðar flutt í Matauri-flóann. Þar geta kafarar skoðað skipið og fjölda litríkra kórala og dýralífs. Skipið liggur á 25 metra dýpi. Cocklebiddy-hellir í Ástralíu Nullarbor-sléttan í Ástralíu lítur út fyrir að vera vatnslaus en undir sléttum kalksteininum er fjöldi hella sem eru fullir af vatni, meðal annars Cocklebiddy-hellirinn og Weebubbie-hellirinn sem myndin er af. Mikið ævintýri er að kafa um hellana en aðeins á færi mjög reyndra kafara. Undraveröld kafara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.