Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 50
FRÉTTABLAÐIÐ Dásamlegir djúsar. Fríða María Harðardóttir. Förðun og flottheit. Spjörunum úr og matur. 6 • LÍFIÐ 31. MAÍ 2013 UNGFRÚ DETOX (267 kcal) 4 g prótein, 68 g kolvetni, 0,96 g fita Mjög frískandi og góður detox- drykkur sem kemur kerfinu af stað eftir mikið sukk. 1 sítróna 1 appelsína 80 g frosinn mangó (2 dl) 1 banani 1 tsk. akasíuhunang eða önnur sæta, t.d. 2 döðlur eða agave Örlítið af cayenne-pipar Örlítið af rifnu fersku engifer Grænt te. Ég nota extrakt-duft í 1 g pokum en það er líka hægt að sjóða vatn, setja tepoka í og kæla síðan. Vatn eftir þörfum, alls ekki ís- kalt. Allt sett saman í blandarann og blandað vel. Sítrónur eru algjör ofurfæða. Þær eru stútfullar af C-vítamíni auk þess sem þær innihalda A- vítamín, bíóflavóníða, níasín og þíamín. Sítrónur innihalda meira kalíum en epli og vínber. Kalíum er t.d. mjög gott fyrir hjartað. Sítrónur geta hjálpað til við alls konar vandamál en þrátt fyrir að vera súr ávöxtur gera þær lík- amann basískan og eru því t.d. mjög hollar fyrir meltingarfærin, magann og blóðið. Þær eru einn- ig bakteríudrepandi og brennslu- aukandi, en C- vítamínið eykur framleiðslu líkamans á karnit- íni, sem er amínósýra sem eykur fitubrennslu. Sítrónur eiga að geta komið í veg fyrir gallsteina- myndun. Flestir gallsteinar myndast vegna þess að of mikið af kólesteróli safnast upp í lík- amanum þannig að lifrin og gall- blaðran ráða ekki við það, en sítrónan hjálpar til við að koma jafnvægi á þetta ferli. Þær eiga einnig að koma í veg fyrir þvag- færasýkingar, háan blóðþrýst- ing, æðahnúta, hóstaköst, exem, vöðvabólgu, hægðatregðu og marga aðra kvilla. FRÁBÆR OG FRÍSKANDI (173 kcal) 1,8 g prótein, 42 g kolvetni, 0,5 g fita Æðislegur á heitum sumardögum og frábært að frysta sem frost- pinna fyrir krakkana. Um að gera að stækka uppskriftina. 2 dl frosin jarðarber (u.þ.b. 80 g) 200 g vatnsmelóna 200 ml granateplasafi (ég nota safann frá The Berry Company) Engifer eftir smekk Klakar. Allt nema klakarnir sett í bland- arann og blandað vel. Klökunum bætt saman við og þeir blandaðir aðeins svo að þeir verði eins og krap. ENGIFERDRYKKUR (175 kcal) 2 g prótein, 41,5 g kolvetni, 0,4 g fita Mjög bragðgóður og frískandi drykkur sem hentar mjög vel sem millimál. 1 frosinn þroskaður banani, má vera ófrosinn 2 dl frosin jarðarber (u.þ.b. 80 g) 1 msk. akasíuhunang eða annað hunang 10 g rifin engiferrót, u.þ.b. 2 cm. 2-3 dl vatn Öllu blandað saman nema vatn- inu, sem er bætt smátt og smátt saman við. Hrært þar til það er silkimjúkt og fallegt. JARÐARBERJA OG BLÁBERJA (340 kcal) 26,4 g prótein, 55 g kolvetni, 2,3 g fita Mæli með þessum, rosalega bragðgóður og ferskur og krakk- arnir elska hann. 200 g jarðarberja- og bláberja- skyr frá KEA 100 g frosin jarðarber (u.þ.b. 3 dl) 2 döðlur, gott að leggja aðeins í bleyti ef þær eru harðar. 100 ml léttmjólk Allt sett í blandarann og hrært vel. SUMARLEGUR OG SÆTUR (318 kcal) 4,3 g prótein, 56 g kolvetni, 9,7 g fita Þessi er æðislegur bæði fyrir fullorðna og krakka. Um að gera að gera bara stóra uppskrift á heitum sumardögum og setja í stóra könnu með fullt af klaka. Hann klárast á augabragði. Er stútfullur af góðri næringu. 150 g gulrætur 1 lítið avókadó (u.þ.b. 60 g) ½ banani 1 dl frosið mangó 1 dl frosin jarðarber 2 dl appelsínusafi Vatn og klakar eftir þörfum Gulræturnar brytjaðar eða rifnar, fer eftir því hversu kraft- mikill blandarinn er. Það er síðan best að setja þær út í blandarann ásamt safanum og leyfa þeim að blandast meðan annað hráefni er tekið til. Restinni er síðan bætt saman við. HEILSA SUMARLEGIR OG HOLLIR SAFAR Hildur Halldórsdóttir heldur utan um síðuna Heilsudrykkir Hildar á Facebook. Þar gefur hún einfaldar uppskriftir að heilsusöfum sem henta í byrjun dags, en hugmyndin varð til þegar hún var orðin þreytt á tilbreytingarlausri fæðu á meðan hún var í fæðingarorlofi . Söfunum fylgir næringarinnihald, en Hildur segir safa geta innhaldið margar hitaeiningar og því sé mikilvægt að vera meðvitaður um safagerðina. Hér má sjá uppskriftir að nokkrum sumarlegum og bragðgóðum söfum. Íslensk hönnun Sölustaðir: Epal, Hörpunni | Meba Kringlunni og Smáralind | Michelsen úrsmiðir, Laugavegi 15 | Kraum Aðalstræti 10 Gullsmiður Dýrfinna Torfadóttir, Akranesi | Halldór Ólafsson, Glerártorgi Akureyri Klassík, Egilsstöðum | Karl R. Guðmundsson, Selfossi | Palóma föt og skart, Grindavík Sædís gullsmiðja, Geirsgötu 5 | Úr og Gull, Strandgötu 13-15 | Húsgagnaval, Hornafirði | Gull- og silfurverslun Steingríms Benediktssonar, Vestmannaeyjum | Epal Design, Flugstöð Leifs Eiríkssonar | Fjóla gullsmiður, Reykjanesbæ | Paloma föt og skart, Grindavík asajewellery.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.