Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 54

Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 54
FRÉTTABLAÐIÐ Fríða María Harðardóttir. Förðun og flottheit. Spjörunum úr og matur. 10 • LÍFIÐ 31. MAÍ 2013 Frábær afþreying, fjör, líkamsrækt og slökun. Fjörið er í Álftaneslaug s: 550 2350 Rólegheitin ríkja í Ásgarðslaug s: 565 8066 Sundlaugar Garðabæjar og hin börðust í bökkum. Þá var eitthvað minna að gera, ég var frekar ný í bransanum, ekki komin með neitt sérlega stórt tengslanet og fann því aðeins fyrir því. En síðan þá hefur bara alltaf verið nóg, það var auð vitað algjör sprengja á uppgangsár- unum fyrir hrun, en eftir hrunið hefur þetta alveg rúllað hjá mér. Það er svo undarlegt að þegar það koma tímabil þar sem t.d. auglýs- ingabransinn dettur niður kemur alltaf eitthvað annað í staðinn, mjög fjölbreytilegir hlutir eins og að vinna með stjórnmálamönn- um, listamönnum, vinna við stóra tónleika og hanna förðun fyrir tölvuleik svo eitthvað sé nefnt. Ég er svo heppin að sviðið mitt innan þessa geira er mjög stórt. Fyrir nokkrum árum var ég allt- af eitthvað að vinna fyrir kvik- myndir og leikhús en þetta hefur þróast þannig seinni ár að ég er mjög mikið, auk auglýsinganna, í tísku, tískusýningum, tónlistar- myndböndum, vinnu við ýmiss konar tónleika og fyrir kosning- ar hef ég alltaf nóg að gera. Er- lendis er fólk í þessu fagi oft mun meira sérhæft, sem er að mörgu leyti betra, en á móti kemur fjöl- breytnin hjá okkur. Það er ekki hægt að segja annað en að þú getir státað af flottum ferli. Hver er galdurinn? Já, þetta er allavega búið að ganga í þennan tíma án stór- áfalla. En ætli sér einhver að reyna að komast inn í þennan bransa og halda sér þar er senni- lega mikilvægast að vera allt- af tilbúinn að hlaupa, ekki vera vandlátur þegar verkefni bjóðast þrátt fyrir að ekki fáist greiðsla fyrir sum þeirra því þegar maður er að byrja lærir maður svo mikið á því að vinna. Bransinn hefur samt breyst töluvert síðan ég byrjaði og í dag held ég að lyk- illinn sé að komast í það að að- stoða starfandi förðunarfræð- inga. Þannig bæði lærir maður helling og kemst í réttu sam- böndin, en með nýrri tækni varð- andi ljósmynda- og kvikmynda- tökurnar hafa kröfurnar aukist. Því er mjög margt sem þarf að læra eftir að námi lýkur. Góður starfsandi mikilvægur Hvaða verkefni standa upp úr og af hverju? Yfirleitt standa þau verkefni upp úr þar sem unnið er með góðu fólki, starfs andinn er mjög mikilvægur þáttur í starfi sem oft felur í sér erfiðar að- stæður og mikla fjarveru frá fjöl- skyldunni. En ekki síður er það gefandi að vinna með virkilega kláru fólki og fólki sem sýnir að það kann að meta það sem maður hefur fram að færa. Það eru nokkur tónlistarmyndbönd sem ég hef starfað við undan farið ár sem vissulega standa upp úr. Andy Huang leikstýrði tveimur þeirra við lögin Mutual Core með Björk og Brennisteinn með Sigur Rós. Andy er þvílíkur snillingur, gerir miklar kröfur, hefur ein- stakt auga og skapar heima sem eru engu líkir. Yoann Lemoine leikstýrði tónlistarmyndbandi við eigið lag, I Love You, en sem tón- listarmaður gengur hann undir nafninu Woodkid. Það er sama að segja um hann, hann gerir mikl- ar kröfur og ég var t.d. á þriðja tíma með honum að gera tilraunir með efni og áferð til þess að láta leikarann vera skítugan á hönd- um og andliti. Hann er ótrúlega nákvæmur og fyrir mig var þetta mjög gefandi, ég fékk tækifæri til að vinna vel, vanda mig við smá- atriðin, gera tilraunir, sem sjald- an er gefinn mikill tími í í brans- anum hér heima. Erfiðast að vinna úti á sjó Hverjar eru erfiðustu aðstæð- urnar sem þú hefur unnið við? Í þau skipti sem ég hef verið dregin út á sjó að vinna spyr ég mig alltaf að því hvernig ég hafi eiginlega komið mér í þær að- stæður. Ég er svo hræðilega sjó- veik og er einfaldlega ekki vinnu- hæf í því ástandi. Ég man sér- staklega eftir einu slíku þar sem ég lá í nokkra klukkutíma á þil- fari báts og faðmaði einhvern stólpa. Ég gat ekki lyft höfði og öldurnar gusuðust yfir mig en sem betur fer var ég í regngalla. Svo hef ég auðvitað oft verið í tökum uppi á jökli, ekkert kló- sett og allt það. Hossast í bíl. Það getur alveg tekið dálítið á. En maður lætur sig hafa það ef verk- efnið er áhugavert og gefandi. Hver er þekktasti einstakling- urinn sem þú hefur farið höndum um og var það skrítin tilfinning? Björk er vissulega mjög fræg, en við sjáum hana svo oft hér á Ís- landi og okkur finnst allt bara mjög eðlilegt við það. En ætli það sé ekki Yoko Ono. Mér finnst ekkert skrítin tilfinning al- mennt að farða þekkt fólk. Vand- ist því fljótt því að í upphafi fer- ilsins vann ég nokkur ár í Þjóð- leikhúsinu og fór þar höndum um margt þekkt andlitið. Ég verð stundum kannski smá stress- uð svona fyrir fram, aðallega af því að þetta er oftast fólk sem er vant því að láta farða sig og getur verið kröfuhart. En svo eru þau almennt bara ósköp almennileg og þægileg, það eru miklu frek- ar ný stirnin sem geta verið svo- lítið erfið en það stafar yfirleitt af óöryggi. Og þá hugsa ég bara um það, að manneskjan þurfi að láta hugsa vel um sig, og þá geng- ur yfirleitt allt vel. Annars hef ég sennilega upplifað mest þá til- finningu sem kennd er við að vera „starstruck“ þegar ég var heima hjá Björk að farða hana og von var á erlendum ljósmyndara. Þangað mætti svo Juergen Tell- er, sem er einn af mínum uppá- haldstískuljósmyndurum. Einn- ig upplifði ég einhverjar svipaðar tilfinningar þegar ég fékk tæki- færi til að fara höndum um meist- ara Megas fyrir forsíðu tíma- rits Geysis fyrir síðustu jól. Mér finnst hann svo mikill snillingur. Kostir og gallar við uppganginn Ferðalög og langir vinnudagar, hvernig fer tveggja barna móðir að? Börnin mín eru sem betur fer ekki eingetin, en ég sæi þetta ekki alveg gera sig ef ég væri ein. En svo erum við líka mjög vel sett með að eiga tvö sett af öfum og ömmum sem hafa oft reynst okkur vel. En jú, þetta er samt megin- ástæðan fyrir því að vinnan mín hefur þróast þannig að ég er orðið töluvert meira í ljósmyndatökum og styttri verkefnum. Löngu verk- efnin eru svo slítandi til lengri tíma og álagið bitnar á öllum í kringum mann, og þegar maður skoðar stóru myndina fær maður ansi lítið peningalega út úr þess- um stóru miðað við vinnufram- lag og almennt álag. Núna er svo mikil umræða um kvikmyndaiðn- aðinn, hugmyndir um að gera Ís- land að kvikmyndaparadís. Það er vissulega margt jákvætt við það en ég vona að sú markaðssetn- ing verði keyrð á öðru en ódýru vinnuafli, starfsfólki sem hægt er að pína til að vinna við hvaða að- stæður sem er langa bjarta daga. Við erum nefnilega ekki með neitt stéttarfélag sem passar upp á okkur. Það veldur mér áhyggjum. Hvað ætlið þið fjölskyldan að gera í sumar? Já, það er góð spurning, ég held að við höfum sjaldan verið jafn sein í að plana sumarfríið. Við erum að vonast til að komast aðeins í frí til útlanda en það er ekki frágengið enn þá. Annars erum við búin að plana að vera dugleg að fara í fjallgöngur og þvælast eitthvað um fína land- ið okkar. Myndaalbúmið Uppáhalds MATUR Það er svo margt, ind- verskur, japanskur, taílenskur, ít- alskur, það er svo margt gott til. DRYKKUR Sódavatn er senni- lega það sem ég drekk mest af, auk venjulega vatnsins, Earl Grey tebollans á morgnana og Natur- frisk lífræna engiferölsins sem ég fæ mér stundum á kvöldin, en gott kampavín er toppurinn þegar það býðst. VEITINGAHÚS Café Flóra auðvitað, alltaf gott að droppa þar inn, knúsa mömmu í eldhús- inu og pabba úti í grænmetis- ræktuninni og fá eitthvað gott í gogginn, en svo er ég líka svona hversdags mjög hrifin af stöðum eins og Krúsku, Gló, Núðluskál- inni og Ostabúðinni. Svona spari held ég að ég nefni Fiskmarkað- inn sem uppáhalds því þar fær maður svo frábært sushi, en ann- ars eigum við hér á Íslandi ótrú- lega mörg góð veitingahús. TÍMARIT Ég hef leitað ansi mikið í dönsk tískutímarit undan- farið eins og t.d. Eurowoman, danska Elle og Cover, en ítalska Vogue hefur átt sérstakan stað í tískuhjartanu mínu mjög lengi. VEFSÍÐA Cafesigrun.com er ein af mínum uppáhaldsvefsíðum en svo er ég alveg að tapa mér á Pinterest þessa dagana. VERSLUN Kiosk, Aftur, GK og Aurum svo einhverjar séu nefndar. HÖNNUÐUR Svo margir, við eigum fjölmarga virkilega góða hönnuði á Íslandi og ég bara get ekki gert upp á milli þeirra, en ef ég á að nefna einhverja erlenda tískuhönnuði sem ég kann vel að meta eru það Marc Jacobs, Vivi- enne Westwood, Threeasfour og Ann Demeulemeester. HREYFING Ég tek mínar rispur í Hreyfingu heilsulind og fer þá mest í spinning-tíma og svokallað Club Fit, það er svona lotuþjálf- un sem mér finnst mjög skemmti- leg. En annars var ég að byrja í hlaupahópi og er að reyna að koma mér af stað í hlaupunum. Á sumrin er ég vön að fara líka í einhverjar fjallgöngur. DEKUR Ætli mitt mesta dekur sé ekki kósíkvöldin með fjölskyld- unni og föstudagsmorgnarnir með Hekluklúbbnum mínum; við heklum ekkert en njótum þess að eiga gott spjall og drekka kaffi og te en erum með það á plan- inu að læra að hekla. Erlendis er fólk í þessu fagi oft mun meira sér- hæft, sem er að mörgu leyti betra, en á móti kemur fjölbreytnin hjá okkur. Fríða María Harðardóttir með fjölskyldunni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.