Fréttablaðið - 31.05.2013, Síða 61

Fréttablaðið - 31.05.2013, Síða 61
KYNNING − AUGLÝSING Köfun31. MAÍ 2013 FÖSTUDAGUR 3 Tvö hverastrýtusvæði er að finna í Eyjafirði. Annars vegar eru svokallaðar Ystu- víkurstrýtur og hins vegar Arnar- nesstrýtur. Þessi svæði eru ein- stök í heiminum, þar sem hvergi annars staðar hafa fundist strýtu- svæði þetta grunnt. Ystustrýtur fundust á tíunda ára- tugnum og voru friðlýstar sem nátt- úruvætti árið 2001. Þær voru fyrstu náttúruminjar á hafsbotni sem friðlýstar voru á Íslandi. Arnar- nesstrýturnar fundust svo árið 2004 þegar Baldur, rannsóknar- skip Landhelgisgæslunnar, var að kortleggja hafsbotninn í nágrenni Arnarness. Fjöldýptarmæl ingar sýndu röð strýtulaga myndana á hafsbotninum. Arnarnes strýturnar liggja á um 500 metra langri línu. Dýpi í nágrenni strýtanna er 25 metrar þar sem grynnst er en um 50 metrar þar sem er dýpst. Arnarnesstrýturnar eru nokkuð frábrugðnar Ystuvíkurstrýtunum skammt frá, en Arnarnessvæðið er bæði grynnra og mun stærra, og er í raun samsett af fjöl mörgum strýtum af ýmsum stærðum. Ystuvíkurstrýturnar eru hins vegar mun hærri en Arnarnes- strýturnar, enda eru þær á meira dýpi og vaxa því hærra áður en rof vegna öldugangs stöðvar vöxt þeirra. Vistkerfið í kringum Arnarnes- strýturnar er fjölbreyttara. Þar er mikið af botnföstum dýrum eins og hveldýrum, mosadýrum, svömpum, sæfíf lum og kræk- lingi, en einnig er mikið af rauð- þörungum á grynnri svæðunum. Í kringum strýturnar og inni á milli þeirra hafa svo sést fjöl margar fisktegundir, svo sem steinbítur, sprettfiskar, hrognkelsi, þorskur, ýsa og ufsi. Jarðhiti er mikill á svæðinu og heitt vatn kemur upp úr sprungum. Svæðin beint fyrir ofan útstreymi eru svo til ber, því að vatnið hefur mælst um 78 °C heitt og því er ein- ungis á færi harðgerðustu örvera að lifa í snertingu við það. Stærstu strýtuna er að finna meðal Ystuvíkurstrýtanna. Hún er 55 metra há, rís af 70 metra dýpi og er einstök í sinni röð. Toppur strýtunnar er á 15 metra dýpi en áætlað er að 100 lítrar af 75 gráða heitu vatni komi út úr strýtunni á sekúndu. Líklegt þykir að strýt- an hafi byrjað að myndast við lok síðustu ísaldar fyrir tíu þúsund árum. Einstakt er fyrir kafara að nálgast strýtuna, enda er álíka strýtur yfirleitt að finna á tvö til sex þúsund metra dýpi. Magnað sjónarspil á botni Eyjafjarðar Strýturnar í Eyjafirði þurfa allir kafarar að sjá og upplifa. Strýtusvæðin eru tvö, við Ystuvík og Arnarnes. Stærsta strýtan er 55 metra há og er skiljanlega meginaðdráttaraflið fyrir kafara, enda finnast svo stórar strýtur yfirleitt aðeins á mörg þúsund metra dýpi. Hæsta strýtan er 55 metra há og rís af 70 metra dýpi. Myndina af strýtunni teiknaði Sigurður Valur Sigurðsson fyrir Umhverfisstofnun. Kafað að strýtu í Eyjafirði. Smáþorpið Hjalteyri á vest-urströnd Eyjafjarðar var ein af aðalstöðvum síld- veiða snemma á tuttugustu öld- inni. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Í dag er engin síldarvinnsla í gömlu verksmiðj- unni en í staðinn hefur ferða- þjónusta byggst upp í bænum. Þar eru nú haldnar listsýning- ar, þar er sútun og hákarlaverk- un auk þess sem hvalaskoðun- arskip koma þar við á siglingu sinni um Eyjafjörð. Á Hjalteyri rekur Erlend- ur Bogason köfunarmiðstöðina Strýtuna. Frá Hjalteyri er siglt út á Eyjafjörð til að kafa niður að hinum einstöku strýtum sem myndast hafa á þúsundum ára. Sportferðir eru í samstarfi við köfunarmiðstöðina og selja köf- unarferðir með Strýtunni. Þá hentar vel að Sportferðir reka og eiga sumarhús að Ytri-Vík, stein- snar frá Hjalteyri. Boðið er upp á f leiri köfunar- ferðir, til dæmis í Öxarfirði og við Grímsey. Þá bjóða Sportferðir upp á aðra afþreyingu á borð við vélsleða-, jeppa-, göngu-, hesta- og sjóferðir auk fjallaskíðaferða. Sportferðir annast einnig við- burðaskipulagningu og hafa á boðstólum ýmsan búnað til út- leigu er tengist v iðburðum, veislum og ferðalögum. Fyrir- tækið skipuleggur einnig margs konar ferðir fyrir hópa og hefur umsjón með hvers konar við- burðum. Til dæmis hefur það milligöngu um leigu á ýmsu, s.s. tjöldum, borðum, bekkjum, græjum, grillum, o.f l. til við- burða, ferða og veisluhalda. Nánari upplýsingar er að finna á www.sportferdir.is og www. strytan.is. Einnig má fá upplýs- ingar um póstfangið Sportto- urs@sporttours.is Bjóða upp á ferðir í Strýtuna Sportferðir ehf. er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir einstaklinga og hópa. Fyrirtækið selur meðal annars köfunarferðir að hinum ægifögru strýtum í Eyjafirði í samstarfi við köfunarmiðstöðina Strýtuna á Hjalteyri. Gaman er að skella sér í smá sjóbað í Eyjafirði, eins og þessir ungu menn geta vitnað um. Hvalir eru algeng sjón í Eyjafirði, en hvalaskoðunarskip koma reglulega við á Hjalteyri á ferðalagi sínum um fjörðinn. Sportferðir eiga og reka sumarhús að Ytri-Vík, steinsnar frá Hjalteyri. Á Hjalteyri er köfunar- miðstöðin Strýtan rekin. Þaðan er farið í köfunar- leiðangra að strýtunum í Eyjafirði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.