Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 84

Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 84
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 48 ➜ Kristín Ýr Bjarnadóttir Valur Staða á vellinum: Framherji Aldur: 29 ára 1 „Ég er ekki með neina niður-njörvaða rútínu á leikdegi. Enda geta aðstæður verið breytilegar. Ég var nokkuð slæm með þetta og liðsfélagar mínir hafa gert grín að því hvað ég er hjátrúarfull. En það er meira svona í daglegu lífi, ekkert endilega tengt rútínu á leikdeginum sjálfum. Ég reyni að borða skynsamlega, oft og rétt magn fyrir leiki. Leikirnir hér á Íslandi eru oft- ast á kvöldin og þá er það alltaf Saffran eða Nings í hádeginu og hafragrautur með banana og rúsínum í morgunmat. Í Noregi eru leikirnir oftast um helgar og klukkan 13 eða 14. Þá vaknaði maður til þess að borða og taka svo kríu eða slökun milli mála. Svo er alltaf smá göngutúr tekinn. Smá svona landsliðs- fílingur í því, maður er alltaf að reyna að vera í landsliðsklassanum sko!“ 2 „Ég spila reyndar alltaf í sama íþróttatoppnum og hef gert það síðan ég komst í gang aftur árið 2008. Ég er í pínu vandræðum með þetta þar sem hann er orðinn heldur þreyttur og ég hef ekki enn þorað að taka áhættuna á að prufa nýjan topp. Svo set ég eyrnalokkana og hálsmen alltaf í hægri vasann á mætingajakkanum. Ég get ekki rakað lappirnar daginn áður eða á leikdegi og ég verð að skora að minnsta kosti eitt mark í skotunum í upphitun áður en ég get farið inn.“ 3 „Ég held að fótboltafólk sé ekkert meira hjátrúarfullt en annað íþróttafólk. Ég held að við séum öll eins misjöfn og við erum mörg. Ég vil meina að ég hafi tekið upp allt þetta hjátrúar- og happa/óhappa-dæmi eftir að ég kom í Val þegar ég var 12 ára. Við vorum alltaf með alls konar æfingar í kringum þetta í yngri flokkum. En ég virðist vera sú eina sem hefur ekki vaxið upp úr þessu. Til dæmis þá var alltaf bannað að stíga á holræsi og labba undir stiga. Ég held alltaf í mér andanum þegar ég keyri fram hjá álverinu. Ég vil meina að það hafi ég lært í Val en það vill engin kannast við það og mér finnst oft illa að mér vegið þegar kemur að því að finna út hver byrjaði þetta allt. En ætli ég sé svo ekki bara sek um alla þessa vitleysu, enda er ég sú eina sem rígheld í allar þessar hefðir enn þann dag í dag. Nú þegar ég segi frá þessu skil ég betur þá sem segja mér að ég sé kannski ekki alveg eins og fólk er flest. Ég er bara dauðfegin að ég skuli ekki enn vera að druslast með einhvern risastóran bangsa í Valsbúning í alla leiki og setja hann í hornið á markinu eins og við gerðum á Pæjumótinu back in the day!“ ➜ Jóhann Laxdal Stjarnan Staða á vellinum: Hægri bakvörður Aldur: 23 ára 1„Ég fylgi alltaf ákveðinni rútínu á leikdegi, enda leikdagur heilagur dagur hjá mér. Ég byrja á hafragraut í morgunmat á milli 9 og 10 og í hádegismat fæ ég mér frá Nings lífræn brún hrísgrjón með kjúklingi, eggjum og grænmeti á milli 12 og 13. Svo enda ég á lokamáltíð fyrir leik á Serrano. Tek gott kjúklingaburrito um það bil þremur tímum fyrir leik. Þegar ég er svo kominn á leikstað þá er ég tilbúinn með Ipodinn minn með nóg af þungarokki til að velja úr, enda er það eina tónlistin sem lætur mér líða vel og gerir mig tilbúinn fyrir komandi átök. Þegar kemur að því að hita upp þá skil ég treyjuna og legg- hlífarnar eftir í klefanum og klæði mig í rétt áður en leikur hefst.“ 2 „Ég er farinn að spila alltaf í sömu sokkum núna, Trusox-sokkum, annars hef ég ekkert tileinkað mér lukkugrip eða eitthvað í þá átt. Kannski að Ipodinn minn myndi flokkast undir heillagrip því hann er mér nauðsyn- legur.“ 3 „Já, ég held að margir finni sér hluti sem þeim líður vel með og finnst hjálpa þeim. Margir eru með sínar rútínur til að líða betur og geta einbeitt sér í boltanum. Ég hef ekki upplifað það að einhver hafi verið með skemmtilegan eða skrýtinn heillagrip, en ég á mörg ár eftir í boltanum og von- andi fæ ég tækifæri til að sjá eitthvað skemmtilegt.“ ➜ Viðar Örn Kjartansson Fylkir Staða á vellinum: Framherji Aldur: 23 ára 1 „Já, ég er með ótrúlega mikið af alls konar rútínum, og mér líður frekar illa ef ég sleppi einhverri af þeim. Til dæmis borða ég undantekningarlaust sömu máltíðina daginn fyrir leik, sem er pasta sem ég hef verið að mastera í nokkur ár. Reyni líka alltaf að sofa mikið og vera alveg úthvíldur ef möguleiki er á. Fer snemma að sofa kvöldið áður og vakna frekar snemma og reyni að hreyfa mig smá, göngutúr eða eitthvað slíkt og svo tek ég svona tveggja tíma lögn. Mér finnst líka mjög mikilvægt að taka svona um það bil hálftíma rúnt með græjurnar í botni af tónlist sem er ekki fyrir alla, helst hljómsveitinni Skítamóral frá Selfossi, til að komast í gírinn.“ 2 „Ég á engan sérstakan heillagrip kannski, en ég hef spilað í sömu legghlífunum í nokkur ár núna og líður mjög illa ef ég er ekki með þær. Þær eru hálfónýtar og hvor af sinni tegundinni en hafa reynst mér ótrúlega vel. Síðan set ég alltaf teip á úlnliðina á mér og ég hreinlega veit ekki út af hverju ég geri það. Það er bara einhver ávani sem ég hef verið með í nokkur ár núna og mér líður skringilega ef ég gleymi því.“ 3 „Það eru margir mjög hjátrúar-fullir. Sumir klæðast alltaf sama bolnum innan undir og aðrir fara í hægri skóinn fyrst og eitthvað álíka. Svo á ég frekar skrýtinn vin sem setur alltaf einn kanadískan dollara undir inn- leggið í skónum sínum, sem er svolítið skemmti- legt.“ ➜ Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan Staða a vellinum: Framherji Aldur: 26 ára 1 „Ég er ekki sérstaklega hjátrúar-full en ég hef auðvitað fundið út ýmislegt sem hentar mér hvað varðar mataræði, svefn á leikdag og fleira.“ 2 „Ég er ekki með neitt slíkt, ég hef samt gert tilraunir um það, sem sagt ef mér hefur gengið vel í einhverju eða með eitthvað þá spila ég með það aftur næst eða eitthvað slíkt, en ég er búin að komast að því að það hefur lítið að segja.“ 3 „Já, ég held að margir íþróttamenn yfir höfuð séu hjátrúarfullir og hafi tileinkað sér sérstakar hefðir fyrir keppni. Ásgerður Stefanía, fyrirliði Stjörnunnar, er gott dæmi og er með marga skemmtilega kæki fyrir leik. Til að mynda er hún með stórt Liverpool- hjarta og hefur í mörg ár spilað með mynd af Carragher inni á legghlífinni hjá sér, segir að hún tækli betur.“ ➜ Atli Sigurjónsson KR Staða: Miðjumaður Aldur: 21 árs 1„Ég er ekki með neina heilaga rútínu og hún breytist bara á milli leikja. En mér finnst gott að taka göngutúr á leikdag og ég hlusta mikið á tónlist. Í síðustu leikjum hef ég verið að hlusta á hipphopp beat með kannski píanói og/eða fiðlu og engum söng, mæli með því.“ 2 „Ég á mér engan heillagrip eða neitt svoleiðis, enda snýst þetta ekki um lukku heldur lúkkið.“ 3„Ég veit ekki um marga, nema nokkra sem vilja fara í hægri legg- hlífina fyrst og eitthvað svoleiðis. Man að Nenad Zivanovic burstaði alltaf tennurnar rétt fyrir leik. Síðan upp yngri flokkana kom mamma stundum með Rolo-súkkulaði í hálfleik ef við vorum lélegir og það virkaði alltaf eins og töfravatnið í Space Jam.“ Bindur fyrst á sig hægri skóinn Sumt fótboltafólk fylgir ákveðnum venjum fyrir leiki. Aðrir klæðast sömu fl íkunum til að tryggja liði sínu sigur á vellinum. Íslendingar eru gjarnan taldir óvenju hjátrúarfullir fyrir menntaða þjóð að vera. Meðal þess sem varast ber er áhrifamáttur ósýnilegra vera á borð við álfa og huldufólk og vondir fyrirboðar drauma. Hjátrúin á sér djúpar rætur í þjóðarsálinni og ná angar hennar alla leið til íþrótta- iðkenda. Fréttablaðið hafði samband við nokkra leikmenn í efstu deild og spurði þá út í hjátrú, lukkudýr og aðra heillagripi. - sm 1 Fylgirðu ákveðinni rútínu fyrir leik? 2 Áttu þér heillagrip sem þú hefur með þér á leik? 3 Er fótboltafólk hjátrúarfullt þegar kemur að þessum hlutum? ÓLÍKAR VENJUR Fótboltafólkið er með ólíkar venjur fyrir leiki. Sumir borða alltaf sama matinn, aðrir hlusta á ákveðna tegund af tónlist við upphitun og aðrir geyma skartið sitt alltaf í hægri vasa yfirhafnar sinnar. Mind Xtra ALLAR VÖRUR MEÐ 50% AFSLÆTTI VORHREINSUN Erum við hliðina á Herra Hafnarfirði á 2. hæð. S. 572 3400
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.