Fréttablaðið - 31.05.2013, Síða 92
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 56
BAKÞANKAR
Magnúsar
Þorláks
Lúðvíkssonar
Þetta er ekki rétt, þú hefur ekki hugs-að mjög vandlega um þetta,“ hugsaði
ég með mér á dögunum þegar félagi minn
lýsti ákveðinni afstöðu í rökræðum okkar
á milli. Ég var viss um að ég hefði hann
því ég las einu sinni bók þar sem var sett
fram mjög sterk röksemdafærsla (hún í það
minnsta sannfærði mig) um það af hverju
afstaða félaga míns var röng. Ég leyfði
honum að klára en hóf síðan af mikilli
sannfæringu að útskýra af hverju hann
hefði rangt fyrir sér. Ég var rétt byrjað-
ur þegar ég fraus enda mundi ég ekkert
hvað stóð í helvítis bókinni.
EINS og dagur fylgir nótt þá er hver
lesandi dæmdur til þess að gleyma
með tíð og tíma megninu af því
sem hann les. Í tilfelli skáldsagna
er það plottið og svo kannski
tvær til þrjár sterkustu mynd-
irnar sem vara í minninu. Í til-
felli fræðibóka eru það einstaka
áhugaverðar hugmyndir, eftir-
minnilegustu anekdóturnar og svo
oft niðurstöðurnar sem verða eftir.
Yfirleitt ekki nóg til þess að hægt
sé að endursegja hugmyndirnar í
bókinni af nákvæmni nema rétt eftir
lestur.
ÞETTA skapar vandamál. Ekki bara get-
urðu komið út eins og fífl í rökræðum
heldur verða kokkteilboð félagsleg jarð-
sprengjusvæði. Þú lendir á spjalli við
ókunnugan menningarvita við mini-pyls-
urnar og fyrr en varir er hann byrjaður að
tala um Hundrað ára einsemd. Þú verandi
hégómlegur getur ekki stillt þig um að
minnast á að þú hafir líka lesið skáldsög-
una. Menningarvitinn brosir, enda ekki á
hverjum degi sem hann fær tækifæri til
að ræða kólumbískt töfraraunsæi, og spyr
hvað þér hafi fundist um persónusköpunina
í bókinni. „Hún var mjög … iiih … forvitni-
leg,“ svararðu enda búinn að gleyma svo til
öllu sem fór fram í bókinni fimm og hálfu
ári eftir lestur.
SÍÐASTA áratuginn hef ég lesið kannski
150 bækur samanlagt. Ég er hins vegar
efins um að ég gæti haldið uppi vitrænum
samræðum um helminginn af þeim. Af
hverju er maður þá að þessu? Er lausn-
in kannski sú að lesa færri bækur en lesa
hverja bók oft? Ætti maður kannski bara
að sætta sig við minnisleysið og njóta lest-
ursins, líta raunsætt á töfraraunsæið? Mér
finnst reyndar eins og ég hafi lesið svörin
við þessum spurningum einhvern tímann
en ég bara man þau ekki alveg lengur.
Raunsætt um töfraraunsæi
21
Fyrsta plata Rage
Against the Machine
kom út fyrir 21 ári,
eða árið 1992.
ERNEST OG CELESTÍNA (4) 18:00
KARATE STRÁKURINN (L) 20:00
ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR (L) 18:00
WADJDA (11) 20:00
SIGHTSEERS (16) 18:00, 20:00, 22:30
JAGTEN (12) 22:00
DÁVALDURINN (16) 22:00
ERNEST OG CELESTÍNAS I G H T S E E R S KARATE STRÁKURINN WADJDA
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS
Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn
EPIC 3D 3.40
EPIC 2D 4
HANGOVER lll 5.50, 8, 10.10
FAST & FURIOUS 7, 8, 10, 10.40
THE CROODS 3D 3.40
OBLIVION 5.30
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
EIN STÆRSTA
SPENNUMYND SUMARSINSVINSÆLASTI GRÍN-
ÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA!
T.K. - Kvikmyndir.is
New York Daily News
H.V.A. - FBL
T.V. - BíóvefurinnH.K. - Monitor
5%
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%
ALL ROADS LEAD TO THIS
EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI STÓRKOSTLEGU
TEIKNIMYND FRÁ HÖFUNDUM ICE AGE
5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
EPIC 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L
EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L
EPIC 3D ENSKT TAL ÓTEXTAÐ KL. 5.45 - 8 L
FAST & FURIOUS 6 KL. 5 - 8 - 10.45 12
FAST & FURIOUS 6 LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 12
STAR TREK 3D KL. 8 - 10.45 12
STAR TREK KL. 8 - 10.45 12
EVIL DEAD KL. 10.15 18
THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L
EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L
FAST & FURIOUS 6 KL. 6 - 9 12
THE GREAT GATSBY 3D ÓTEXTAÐ KL. 9 12
THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12
PLACE BEYOND THE PINES KL. 6 - 9 12
EPIC 3D KL. 6 / EPIC 2D KL. 6 L
FAST & THE FURIOUS 6 KL. 8 - 10.20 12
OBLIVION KL. 8 16
MAMA KL. 10.20 16
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
EMPIRE
FILM
T.V. - BÍÓVEFURINN
THE GUARDIAN
H.K. - MONITOR
T.V. - BÍÓVEFURINN
NEW YORK DAILY NEWS
Tónleikar til heiðurs Rage Against
The Machine verða haldnir á Græna
Hattinum á Akureyri í kvöld. Á laug-
ardaginn verða þeir svo í Reykjavík á
Gamla Gauknum. Einnig verða ókeyp-
is tónleikar í Tónabúðinni á Akureyri
klukkan 17 í dag.
21 ár er liðið síðan fyrsta plata sveit-
arinnar kom út og setti hún mark sitt
á rokksöguna með pólitísku rappi og
rokki.
Þessir heiðurstónleikar voru frum-
fluttir 18. janúar fyrir fullu húsi. Í
hljómsveitinni eru Egill „Tiny“ Thor-
arensen, Franz Gunnarsson, Arnar
Gíslason og Guðni Finnsson.
„Maður er búinn að vera með
þessi lög í blóðinu frá fyrstu
plötu. Tiny ólst upp við þetta
líka. Þetta var það fyrsta
sem hann gleypti við þegar
hann byrjaði að rappa,“ segir
Franz.
Hann segir tónleikana
mjög krefjandi fyrir hann
sem gítarleikara, enda er
Tom Morello úr Rage Against
the Machine mikill töframað-
ur. „Hann er ekki þessi hefð-
bundni gítarleikari. Þegar allir voru
að herma eftir Van Halen og Stevie
Vai var hann frekar að stúdera plötu-
snúða,“ segir Franz, sem nýtur aðstoð-
ar Whammy-pedala á tónleikunum.
„Með því undratæki nær maður þessu
sándi sem hann hefur búið til.“
-fb
Undratæki á Rage-tónleikum
Tónleikar til heiðurs Rage Against the Machine á föstudag og laugardag.
TIL HEIÐURS RAGE Egill
„Tiny“ Thorarensen bregður
sér í hlutverk söngvarans Zack
de la Rocha á tónleikunum.
F
Rif er að undirbúa sína fyrstu
plötu sem ætti að koma út
snemma á næsta ári. Lagið Sól
í sinni er nýjasta afurðin frá
hljómsveitinni og hefur það
hljómað á Rás 2 síðustu vikur.
Rif hefur verið starfandi í
rúmlega ár. Hún spratt upp úr
endurkomu hljómsveitarinnar
Náttfari sem gaf út plötuna Töf
árið 2011.
Andri Ásgrímsson gítarleik-
ari og Haraldur Þorsteinsson
bassaleikari skipa Rif ásamt
góðum gestum eins og Arnari
og Nóa úr Leaves og söngkon-
unni Bryndísi Helgadóttur.
Tónlistin er þjóðlagaskotið
popp/rokk með íslenskum text-
um eftir Andra og Harald sem
og Stein Steinarr og fleiri.
Rif undirbýr fyrstu plötuna
Fyrsta plata Rif kemur út snemma á næsta ári
ANDRI ÁSGRÍMSSON Andri og félagar í
hljómsveitinni rif undirbúa nýja plötu.
Hönnunarteymið Dolce og Gabb-
ana eyðir nú tímanum fyrir rétti
í Mílanó. Þeir Stefano Gabbana
og Domenico Dolce eru ákærðir
fyrir skattsvik og krefst saksókn-
ari tveggja og hálfs árs fangelsis.
Mun fyrirtækið hafa sleppt því að
gefa upp um 15 milljarða íslenskra
króna til skatts síðan árið 2004 en
þeir neita allri sök. Dómur í mál-
inu er væntanlegur síðar í sumar.
Dolce og Gabbana gáfu út sína
fyrstu kvenfatalínu árið 1985 og
síðan þá hafa þeir byggt upp tísku-
veldi sem er eftirsótt út um allan
heim.
Kærðir fyrir
skattsvik
NEITA Dolce og Gabbana ásamt Katy
Perry. NORDICPHOTOS/AFP