Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2013, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 31.05.2013, Qupperneq 94
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 58 Ég held að helm- ingurinn af þeim sem voru í þessu flugi séu flughræddir í dag. Gunnar Gunnarsson þjálfari liðs visir.is Meira um leiki gærkvöldsins BORGUNARBIKARINN ÚRSLIT HK - BREIÐABLIK 0-4 0-1 Sverrir Ingi Ingason, víti (30.), 0-2 Nichlas Rohde (55.), 0-3 Árni Vilhjálmsson (83.), 0-4 Ellert Hreinsson (90.) KR - GRINDAVÍK 3-1 1-0 Atli Sigurjónsson (29.), 1-1 Jósef Kristinn Jósefsson (63.), 2-1 Baldur Sigurðsson (69.), 3-1 Jónas Guðni Sævarsson (76.) ÁLFTANES - VÍKINGUR Ó. 1-2 0-1 Sjálfsmark (20.), 1-1 Guðbjörn Alexander Sæmundsson, 1-2 Guðmundur Steinn Hafsteins- son (71.) FH - KEFLAVÍK 3-2 1-0 Atli Viðar Björnsson (22.), 1-1 Haraldur Freyr Guðmundsson (44.), 2-1 Atli Viðar Björnsson (50.), 3-1 Kristján Gauti Emilsson (90.), 3-2 Magnús Þórir Matthíasson (92.) VALUR - FRAM 1-2 0-1 Almarr Ormarsson (29.), 1-1 Rúnar Már Sigur- jónsson, víti (48.), 1-2 Hólmbert Aron Friðjónsson (77.) ÞÓR - STJARNAN 3-3* 0-1 Halldór Orri Björnsson (23.), 1-1 Jóhann Helgi Hannesson (27.), 1-2 Baldvin Sturluson (60.), 2-2 Jóhann Helgi Hannesson (90.), 2-3 Veigar Páll Gunnarsson (96.), 3-3 Jóhann Þórhallsson (118.). *Stjarnan fór áfram eftir bráðabana í víta- spyrnukeppni. FÓTBOLTI Það gekk ekki vel hjá Þórsurum í upphafi móts. Liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum en hefur síðan rétt úr kútn- um og unnið síðustu tvo leiki. Leik- urinn gegn Fylki í síðustu umferð var sérstaklega góður en Þórsarar unnu þar stórsigur, 4-1. „Það eru forréttindi að fá að búa á Akureyri. Ég er harður Akur- eyringur sem hefur verið í útlegð fyrir sunnan í tíu ár,“ segir Jóhann en bætir við að sér hafi nú engu að síður liðið vel fyrir sunnan. „Við vorum mjög lélegir í fyrstu leikj- unum. Það verður að viðurkennast. Þetta er aðeins að koma hjá okkur og við vorum mjög sáttir við Fylk- isleikinn.“ Verðum fyrir ofan miðja deild Jóhann segir að hópurinn hjá Þór sé góður og vel samstilltur. „Ég geri mér væntingar um að við verðum fyrir ofan miðja deild. Það býr mjög mikið í þessum hópi þó svo að hann sé lítill. Getan hjá okkur er til staðar. Við höfum reynt að æfa að halda bolta þó svo að það hafi ekki alltaf sést í leikj- um sumarsins.“ Jóhann er orðinn 33 ára gamall og segir að á þessum tímapunkti taki hann aðeins eitt ár í einu. Það liggi ekki fyrir hvenær hann leggi skóna á hilluna. „Ég sagði nú við Einsa Dan og þessa kalla í gamla daga að það væri eitthvað að mér ef ég væri enn að spila eftir þrítugt. Þetta er greinilega einhver baktería sem erfitt er að losna við.“ Jóhann glímir við ákveðið vandamál, sem er flughræðsla. Hann var ekki alltaf flughræddur en erfitt flug til Eyja fyrir rúmum tíu árum breytti því. Erfitt flug til Eyja „Við Þórsarar vorum að fljúga til Vestmannaeyja í leik. Aðstæður voru mjög erfiðar og flugið ansi skrautlegt. Við flugum þarna yfir í einhvern tíma, reyndum að lenda en það gekk ekki svo við flugum aftur til baka. Ég held að helm- ingurinn af þeim sem voru í þessu flugi séu flughræddir í dag. Þetta var ekkert spes,“ segir Jóhann þegar hann rifjar upp þetta eftir- minnilega flug. „Ég flýg ekki mikið innanlands en þurfti að fljúga út er ég var í framhaldsnámi í Englandi. Þetta er vond fóbía og ég þarf að gera eitthvað í þessu. Það þarf að kom- ast yfir þetta. Það er ekki hægt að vera svona búandi á eyju.“ Þórsarar hafa ekkert flogið í útileik enn sem komið er en mun Jóhann fljúga með þeim ef á reyn- ir síðar í sumar? „Ég ætla ekki að koma með neinar yfirlýsingar um það núna. Það verður bara að koma í ljós þegar á reynir. Það er líka alltaf fínt að keyra,“ sagði Jóhann léttur. Þór mætir næst Valsmönnum á heimavelli sínum þann 9. júní næstkomandi en fram undan er landsleikjafrí í Pepsi-deildinni. henry@frettabladid.is Getan hjá okkur er til staðar Jóhann Þórhallsson er leikmaður 5. umferðar hjá Fréttablaðinu. Framherjinn fór á kostum með Þór í 4-1 sigri gegn sínum gömlu félögum í Fylki. Hann segir stefnu Þórs að enda fyrir ofan miðja deild í lok sumars. LJÓMANDI Í LAUTINNI Jóhann hrökk í gírinn á sínum gamla heimavelli. Hann er hér í búningi Fylkis síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Breiðablik, Fram, FH, KR, Stjarnan og Víkingur Ólafsvík tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunar- bikars karla í gærkvöldi. Mesta dramatíkin var norðan heiða þar sem bráðabana í víta- spyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit. Víkingur úr Ólafsvík marði sigur á Álftanesi sem leikur í fjórðu deild. Víkingar léku manni færri stóran hluta leiksins en tókst að knýja fram sigur. Dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar í höfuðstöðvum KSÍ hádeginu á mánudag. LIÐIN Í 16-LIÐA ÚRSLITUM PEPSI-DEILDIN: ÍBV, Fylkir, ÍA, Breiðablik, KR, Víkingur Ólafsvík, FH, Fram, Stjarnan 1. DEILDIN: Leiknir R., Tindastóll, BÍ/Bolungar- vík, Víkingur R. 2. DEILDIN: Grótta, Sindri. 3. DEILDIN: Magni. Engin rómantík í bikarnum Í AÐALHLUTVERKUM Almarr skoraði fyrir Fram og Haukur Páll sá rautt hjá Valsmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT Íslenska íþróttafólkið á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg hélt áfram að sanka að sér verðlaunum á þriðja keppnisdeginum í gær. Eygló Ósk Gústavsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 200 metra skriðsundi og Anton Sveinn McKee sigraði í 100 metra bringusundi. Aníta Hinriksdóttir bætti sinn besta árangur í 400 metra hlaupi og vann sín önnur gullverðlaun á leikunum. Fimleikakonan Dominique Belanyi vann gull- verðlaun á tvíslá og Nroma Dögg Róbertsdóttir gerði hið sama í keppni í stökki. Lúxemborg hefur unnið flest gullverðlaun á leiknum, eða 31, og alls 75 verðlauna- peninga. Íslendingar eru í öðru sæti með tuttugu gull og 66 verðlaun alls. Kýpverjar eru í þriðja sæti með 15 gull og 42 verðlaun alls. -ktd Tuttugu gullverðlaun í húsi í Lúxemborg BÆJARSLAGUR Rautt spjald á 18. mínútu gerði það að verkum að slagurinn um Kópavog varð aldrei spennandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT Atli Guðnason Kristinn Freyr Sigurðsson Damir Muminovic Jóhann Þórhallsson Sverrir Ingi Ingason Björn Daníel Sverrisson Rúnar Már Sigurjónsson Ingvar Jónsson Óskar Örn Hauksson Mark Tubæk Jón Ragnar Jónsson LIÐ UMFERÐARINNAR Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun! sjá einnig á www.isi.is 1. stig alm. hluta hefst 24. júní nk. Opið öllum sem lokið hafa grunnskólaprófi og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Skráning á námskeið@isi.is eða í síma 514-4000. Nánari uppl. í síma 460-1467 og á vidar@isi.is ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 16 | Sími: 568-1501 | Akureyri: Lónsbakka | Sími: 568-1555 | www.thor.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.