Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 98

Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 98
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 62 FÓTBOLTI „Ég hafði sjálfur vel gert mér grein fyrir þessu. Þess vegna hef ég engar áhyggjur, þetta kemur allt á endanum,“ sagði markahrókurinn og Stjörnumaðurinn Garðar Jóhannsson um marka- þurrð sína í maímánuðum undanfarin ár. Frá því að hann kom aftur til Íslands og gekk til liðs við Stjörnuna árið 2011 hefur bið hans eftir fyrsta marki tímabilsins lengst með hverju árinu, eins og sést í meðfylgjandi úttekt. „Ég hef svo sem ekki mikið pælt í þessu. Helsta skýringin á þessu nú er að ég gat lítið æft í vetur. Ég meiddist í nóvember og byrjaði að æfa í apríl. Ég er því enn á undirbúningstímabilinu – mitt tímabil byrjar í júní.“ En þó svo að Garðar hafi ekki enn skorað hefur tímabilið byrjað vel hjá Stjörnunni. Liðið hefur ekki tapað síðan í fyrstu umferð og er í fjórða sæti deild- arinnar með tíu stig af fimmtán mögulegum. „Við erum búnir að skora í hverjum leik. Hefðum við haldið hreinu í þeim værum við núna með fimm- tán stig,“ sagði hann í léttum dúr. Liðið er þar að auki með nýjan þjálfara, Loga Ólafsson, og nokkra nýja leikmenn. Þeirra á meðal er Veigar Páll Gunnarsson, sem er ekki heldur búinn að finna netmöskvana þetta tímabilið. „Menn eru enn að spila sig saman og það er ekki eins og að þetta hafi verið slæmt hjá okkur. Árang- urinn nú er betri en á sama tíma í fyrra sem er auð- vitað hið besta mál.“ Garðar er greinilega ekki upptekinn af árangri sínum fyrir framan markið og setur sér til að mynda ekki markmið um fjölda marka sem hann vill skora yfir sumarið. „Það hef ég aldrei gert og ég mun ekki byrja á því í sumar. Ég kem inn í leiki með það að markmiði að ná þremur stigum. Mér er sama hvort ég skora eða ekki,“ segir hann og bætir við: „Ef Stjarnan verður Íslandsmeistari yrði mér hjartanlega sama þótt ég næði ekki að skora eitt einasta mark.“ eirikur@frettabladid.is ooj@frettabladid.is Þetta kemur allt á endanum Stjörnumaðurinn Garðar Jóhannsson á enn eft ir að opna markareikninginn sinn í Pepsi-deild karla þetta árið. Síðan hann kom til Stjörnunnar árið 2011 hefur biðin eft ir fyrsta markinu lengst með hverju árinu. HANDBOLTI „Ég er mættur til Þýskalands,“ voru fyrstu orð hand- knattleikskappans Bjarka Más Elíssonar í samtali við Frétta- blaðið í gær. Bjarki Már nýtti sér á dögunum uppsagnarákvæði í samningi sínum við HK og er laus allra mála. „Ég er samt bara á leið- inni á úrslitahelgina í Meistara- deildinni,“ sagði Bjarki Már léttur en óvissa ríkir um hvar hornamað- urinn mun leika á næstu leiktíð. „Ég stefni á að spila erlendis, það er bara þannig. Hvert ég fer veit ég ekki sem stendur,“ segir Bjarki Már. Hann viðurkennir þó að hann sé að velta einu erlendu félagi fyrir sér en geti ekki gefið upp hvert það er sem stendur. Bjarka Má stóð til boða að ganga í raðir rússneska félagsins Med- vedi í vor en ekkert varð af félaga- skiptunum vegna fjárhagsvand- ræða hjá Medvedi. „Það fór aldrei opinberlega af borðinu en umboðs- manninum mínum líst ekki vel á ástandið hjá þeim,“ segir Bjarki. Íslenska landsliðið mætir Hvíta- Rússlandi og Rúmeníu í júní. Bjarki Már verður ekki með lands- liðinu þar sem hann er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á rist- um. Meiðslin voru að plaga hann í vetur en Bjarki Már segir ástæð- una þá að hann sé með óvenjulega háar ristar. „Í samráði við landsliðsþjálf- arann verð ég ekki með að þessu sinni,“ segir Bjarki. Ákvörðunin hafi verið sameiginleg hjá þeim Aroni Kristjánssyni landsliðs- þjálfara, sem hefur skilning á meiðslum hornamannsins. Bjarki Már sleikir sólina næstu daga og tók að sér að vera lukku- dýr fyrir fulltrúa Íslands í Köln um helgina. Þar verða Aron Pálm- arsson og Guðjón Valur Sigurðs- son í eldlínunni með Kiel og Þórir Ólafsson í hægra horninu hjá Kielce. Liðin mætast einmitt í und- anúrslitum á morgun. - ktd Bjarki hvílir ristina Hornamaðurinn metur aðstæður hjá erlendu félagi. Á ÚTLEIÐ Leiðir Bjarka Más og uppeldisfélags hans HK skildi í fullkominni sátt. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 2011 236 mínútur Fyrir utan víti: 355 mínútur Fyrsta markið: Úr víti á móti Þór Ak. 11. maí 2012 396 mínútur Fyrir utan víti: 465 mínútur Fyrsta markið: Úr víti á móti ÍA 24. maí 2013 438 mínútur Fyrsta markið: Enn að bíða LEIKIR OG MÖRK EFTIR MÁNUÐUM 2011-13 Maí 15 leikir / 3 mörk 434 mín. milli marka Júní 3 leikir / 3 mörk 69 mín. milli marka Júlí 9 leikir / 4 mörk 171 mín. milli marka Ágúst 8 leikir / 7 mörk 86 mín. milli marka Sept/okt 9 leikir / 6 mörk 94 mín. milli marka Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar núna á www.stod2.is/vild ENN MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Sækja þarf um Olís greiðslulykil til að fá afs látt 25% afsláttur af matseðli hjá Rizzo Pizzeria. AFSLÁTTUR-7KR.AFSLÁTTUR F ÍT O N / S ÍA GARÐAR Í MAÍ 2011-13 GARÐAR Í JÚNÍ-OKTÓBER 2011-12 15 leikir, 3 mörk 434 mínútur á milli marka 29 leikir, 20 mörk 106 mínútur á milli marka FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Eric Abidal er í leit að nýju félagsliði. Barcelona mun ekki endurnýja samning sinn við Frakkann 33 ára. Abidal, sem verið hefur á mála hjá Barcelona undanfarin sex tímabil, greindi frá því á blaðamannafundi í gær að hann væri á förum. „Ég sé ekki fyrir mér að leggja skóna á hilluna. Ég hef lagt hart að mér eftir veikindin og heilsa mín er betri nú. En ég mun hlýða líkam- anum þegar hann segir stopp.“ Frakkinn hefur átt í miklum vand- ræðum með lifur sína. Fyrst gekkst hann undir aðgerð vegna æxlis í lifur árið 2011 og var aftur frá keppni í vetur vegna lifrarígræðslu. „Ég hefði kosið að vera áfram hjá Barcelona en félagið er ekki á sama máli,“ sagði Abidal. Honum stendur þó til boða að þjálfa hjá félaginu að leikmannaferlinum loknum. -ktd Abidal felldi tár TÁRIN ÞURRKUÐ Abidal átti erfitt með tilfinningarnar í gær. NORDICPHOTOS/AFP KVEÐJUSTUND Lionel Messi faðmar Abidal að sér í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.