Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 6
29. júní 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 SKULDAMÁL Staða lánsveðs- hópsins svokallaða, sem á yfir- veðsettar íbúðir á láni með veð í eignum þriðja aðila, er enn óviss. Hópurinn hefur ekki getað nýtt sér þau skuldaúrræði sem aðrir hafa getað nýtt sér en veita átti þessum hópi sambærilega lausn og þeim sem gengust undir 110 prósenta leiðina svokölluðu. Málið er þó ekki á dagskrá sumar þingsins. Samkomulagið sem rík isstjórn Jóhönnu Sigurðar dóttur gerði við Lands- samtök lífeyrissjóðanna um úrlausn þessa hóps kvað á um að aðgerðin næmi um þremur milljörðum króna og að hlutur líf- eyrissjóðanna svaraði til tólf pró- senta af heildarkostnaði á móti ríkis valdinu. Katrín Júlíusdóttir, fyrr verandi fjármálaráðherra, gagnrýndi það á Alþingi í gær að núverandi ríkisstjórn ætlaði að fella til- lögu um að staðið yrði við sam- komulag þáverandi ríkis stjórnar við lífeyrissjóðina. „Þessi hópur er búinn að vera í mjög mikilli óvissu og miklum vanda allt frá hruni með sín lánamál og þetta samkomulag felur í sér að hóp- urinn muni sitja við sama borð og aðrir,“ sagði Katrín og nefndi að þáverandi ríkisstjórn hefði unnið hörðum höndum í samn- ingaviðræðum við mjög erfiðan viðsemjanda. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði Katrínu og sagði að markmiðið væri alltaf að koma til móts við hópinn en að núverandi samningur við Lands- samtökin væri óásættanlegur. „Að lífeyris sjóðirnir skuli ekki bera nema tólf prósent af kostn- aðinum er óásættanlegt en samn- ingurinn setur núverandi ríkis- stjórn í erfiða stöðu þegar svona mikið var gefið eftir í samninga- viðræðum,“ sagði Sigmundur en bætti við að rétt væri að athuga hvort lífeyris sjóðirnir væru til- búnir að taka þátt í því að fjár- magna skuldaaðlögunina með eðli- legri hætti. Bjarni Benediktsson tók undir það og sagði að framlag lífeyris- sjóðanna væri í raun ekki neitt því að kostnaður lífeyrissjóðanna sem kveðið væri á um í samkomulag- inu væri í raun það sem þeir teldu að þeir hefðu hvort eð er setið uppi með vegna lánsveðshópsins. lovisa@frettabladid.is DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi í gær Bjarna Ármanns- son, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir skattalagabrot. Þá er honum gert að greiða tæpar 36 milljónir í sekt í ríkissjóð. Bjarni var ákærður fyrir að hafa vantalið tekjur upp á rúmar 200 milljónir króna á árunum 2007 til 2009. Tekjurnar voru meðal annars til komnar vegna sölu á hluta- bréfum, gjaldmiðlaskiptasamning- um og arði af hlutabréfum. Með þessu hafi hann komið sér undan því að greiða um 20 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Bjarni neitaði sök í mál- inu. Hann viðurkenndi að hafa látið undir höfuð leggjast að standa skil á skattinum, sagði að þar hefði verið um hand- vömm að ræða og taldi að málinu hefði átt að ljúka með úrskurði Ríkisskattstjóra. Ekki væri rétt að refsa honum tvisvar fyrir sama brotið. Þá sagði Bjarni að hann hefði talið að starfsmenn Glitnis, sem önnuðust viðskiptin, hefðu haldið eftir og staðið skil á skattinum, en dómur- inn kemst að þeirri niður- stöðu að Bjarni hafi sýnt af sér stórfellt hirðuleysi með því að hafa ekki reiður á fjármunum sínum. - sh Fyrrverandi forstjóri Glitnis fær sex mánaða skilorðsdóm fyrir skattsvik: Bjarni Ármannsson á skilorð BJARNI ÁRMANNSSON Neitaði sök og taldi að mál- inu hefði átt að ljúka hjá skattayfirvöldum. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Gott í eldhúsið og bústaðinn Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Töfrasproti – Blandari 2.390,- vél með Thermo hitakönnu Kaffi 2 bolla, 900w10-1 .490,-2 Djús/ávaxtablandari með glerkönnu 40w 1,3l. 3.990,- matvinnsluvél Blandari og 4.990,- GÆÐA VARA HOLLT FALAFEL Prófaðu Falafel úr kjúklingabaunum. Holl og bragðgóð tilbreyting. INNIHALD Kjúklingabaunir (47%), kúrbítur, laukur, jurtaolía, brauðrasp, steinselja, krydd, salt (1,5%). Lífeyrissjóðina aftur að samningaborðinu Núverandi ríkisstjórn segir að semja þurfi aftur við lífeyrissjóðina til að koma til móts við lánsveðshópinn svokallaða sem lengi hefur beðið lausna við skuldavanda sínum. Lífeyrissjóðirnir segja að gengið hafi verið eins langt og mögulegt sé. HÓPUR Í VANDA Lánsveðshópurinn svonefndi er hópur sem á yfirveðsettar íbúðir á láni með veð í eignum þriðja aðila. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna, segir hins vegar að lífeyrissjóðirnir hafi gengið eins langt og þeim sé heimilt að gera. „Við vorum búin að vera í samningaviðræðum við fráfarandi stjórnvöld í mjög langan tíma og núverandi ríkisstjórn veit að búið var að ganga eins langt og mögulegt var í samningaviðræðum,“ segir Þórey og útskýrir að erfitt sé að gefa meira eftir. „Ekki má gleyma því að um eignir sjóðsfélaga er að ræða og að stjórn þeirra hefur ekki heimild til að gefa þessar eignir eftir,“ segir Þórey en bætir við að Landssamtökin séu að sjálfsögðu tilbúin að ræða um útfærslur og annað slíkt sem komi að samkomulaginu. Gengið eins langt og hægt er DÓMSMÁL Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttinda- nefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. Í ályktuninni kemur fram að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmála- menn séu verndaðir gegn ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða verknaði með sama hætti og óbreyttir borgarar, fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar sem verk séu lögð í endanlegan dóm kjósenda. Ekki er minnst berum orðum á Lands- dómsmálið í sjálfri ályktuninni, sem er að miklu leyti byggð á skýrslu Pieter Omtzigt í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins, en Omtzigt fjallaði mikið um Geir Haarde og Landsdóms- málið í skýrslunni. - þþ Ályktunartillaga byggð á Landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde samþykkt á Evrópuráðsþingi: Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum ÚR LANDSDÓMI Þó að ályktun Evrópuráðsþingsins tiltaki ekki Landsdómsmálið er hún að miklu leyti byggð á því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þessi hópur er búinn að vera í mjög mikilli óvissu og miklum vanda allt frá hruni Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra SKIPULAGSMÁL „Þetta svæði hér er svipað og þjóðgarður,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra um Austurvöll og Ingólfstorg, þar á meðal Nasa: Sigmundur Davíð hitti Pál Óskar Hjálmtýsson söngvara á Austur- velli í gær og ræddu þeir um fram- tíð Nasa. Sigmundur Davíð hefur látið málið sig varða í gegnum tíðina og vill að borgar- og ríkisstjórn skipti skipulagsvaldinu á milli sín á þess- um reit. - kk Ræddu við Sigmund Davíð: Vill að Nasa verði verndað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.