Fréttablaðið - 29.06.2013, Page 10
29. júní 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
LANDIÐ
1
2
3
KÍNA Kínversk stjórnvöld hafa
látið þriðjung allra Tíbeta, um
tvær milljónir manna, flytja í
nýtt eða endurbætt húsnæði á
árunum 2006 til 2012. Auk þess
hafa hundruð þúsunda hirðingja á
austanverðri hásléttunni þurft að
flytjast í varanlega búsetu.
Fyrir lok næsta árs þurfa meira
en milljón manns í viðbót að flytja
í ný byggðarlög, sem skipulögð
hafa verið í tengslum við skipu-
lagsátak kínverskra stjórnvalda.
Mannréttindasamtökin Human
Rights Watch skýra frá þessu
í nýrri skýrslu, þar sem kín-
versk stjórnvöld eru hvatt til
þess að stöðva þegar í strax alla
fólks flutninga þangað til óháð
sérfræðinga nefnd hefur farið yfir
bæði stefnu og framkvæmd þess-
arar stórfelldu samfélagstilraunar.
Kínversk stjórnvöld segja að
herferðin, sem nefnist „Byggjum
nýja sósíalíska byggð“, snúist um
að útvega Tíbetum betra húsnæði
og bæta mannlífið. Í skýrslunni er
hins vegar fullyrt að lítið tillit hafi
verið tekið til réttinda íbúanna.
Kínversk stjórnvöld fullyrða enn
fremur að allir þeir sem hafa flutt
hafi gert það af fúsum og frjálsum
vilja og tekið sé fullt tillit til óska
tíbetskra bænda og hirðingja.
Í skýrslunni, sem er byggð
meðal annars á fjölmörgum við-
tölum og frásögnum, kemur hins
vegar fram að Tíbetar hafi í raun
ekki haft mikil áhrif á þessi áform
stjórnvalda og framkvæmd þeirra.
Þá hafa samtökin grandskoðað
gervihnattaljósmyndir af svæð-
unum, þar sem hægt er að rekja
breytingarnar sem orðið hafa frá
eldri byggðum yfir í nýbygginga-
svæði og heilu þorpin og bæina
sem reist hafa verið á síðustu
árum.
Tíbetar hafa ekki margar leiðir
til að mótmæla framkvæmdum
stjórnvalda eða öðrum mannrétt-
indabrotum sem þeir hafa verið
beittir. Síðustu misserin hafa
meira en hundrað Tíbetar gripið
til þess ráðs að kveikja í sjálfum
sér til að vekja athygli á ofríki
kínverskra stjórnvalda.
gudsteinn@frettabladid.is
Milljónum
gert að flytja
Síðan 2006 hafa tvær milljónir Tíbeta, meira en
þriðjungur þjóðarinnar, þurft að flytja vegna stór-
felldra byggingarframkvæmda kínverskra stjórnvalda.
TÍBETI Í KÍNA Á annað hundrað Tíbetar hafa kveikt í sér á síðustu árum til að mót-
mæla ofríki Kínastjórnar. NORDICPHOTOS/AFP
Alls eru Tíbetar í Kína um
6,2 milljónir. Þar af búa 2,7 millj-
ónir í sjálfstjórnarhéraðinu Tíbet,
sem er á vestanverðri tíbetsku
hásléttunni. Um 3,5 milljónir búa
á austanverðri hásléttunni, utan
sjálfstjórnarhéraðsins.
Sex milljón
manna þjóð
3 NORÐURLAND Tugir kindahræja hafa verið að koma undan snjó
á Norðurlandi og er búist við því að
hundruð hræja til viðbótar muni
koma í ljós á næstunni. Frá þessu
sagði í kvöldfréttum RÚV í gær. Talið
er að allt að tíu þúsund ær hafi fennt
í kaf í átakaveðrinu sem gekk yfir
síðasta haust, og aðeins hluti fjárins
bjargaðist. Enn eru djúpir skaflar
nyrðra og er þess að vænta að tugir
eða hundruð fjár eigi enn eftir að
koma í leitirnar. Í frétt RÚV segir að
hræin séu urðuð jafnóðum og þau
finnist en ekki sé að sjá að dýrbítar
hafi komist í þau.
Tugir kindahræja
koma undan sköflum
1LANGANES Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopna-
fjarðarhreppur hafa gengið til sam-
starfs við Bremenports í Þýskalandi
um rannsóknir og prófanir vegna
mögulegrar uppbyggingar athafna-
og hafnarsvæðis í Finnafirði. Margt
bendir til þess að þar sé ákjósanleg
staðsetning fyrir umskipunar- og
þjónustuhöfn. Bremenports, sem
þróar og byggir hafnir, kynnir sér
nú verkefnið. Um gríðarlega stórt
fjárfestingarverkefni er að ræða
sem krefst fjölbreytilegrar rann-
sóknarvinnu sem verður unnin af
íslenskum og erlendum sérfræð-
ingum næstu árin. -ne
Sveitarfélög í
samstarfi
2 ÞORLÁKSHÖFN Fyrirtækið
Náttúra fiskirækt
í Þorlákshöfn
hyggst sexfalda
framleiðslu sína á
bleikju þannig að
hún verði 1.200
tonn á ári. Að því er
kemur fram í umfjöllun skipulags- og umhverfis-
nefndar Ölfuss uppfyllir bleikjueldi Náttúru
fiskiræktar allar kröfur um hreinsun á fráveitu.
„Er þess gætt að hreinsun á fráveitunni verði sem
mest og best áður en hún fer til sjávar. Ekki hafa
komið kvartanir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands
um mengun frá stöðinni við ströndina,“ segir
skipulagsnefndin. - gar
Sexfalt fleiri
bleikjur á ári
PIPAR\TBW
A • SÍA • 132026
Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
heldur opinn fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands,
þriðjudaginn 2. júlí nk. kl. 15.00.
Í fyrirlestrinum fjallar Ban Ki-moon um baráttuna gegn fátækt
og hlutverk Sameinuðu þjóðanna við að stuðla að alþjóðafriði
og öryggi.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flytur ávarp.
Fundarstjóri verður Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Viðburðurinn er haldinn á vegum Háskóla Íslands, utanríkis-
ráðuneytisins og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og fer
fram á ensku.
Mr. Ban Ki-moon, Secretary-General of the UN, will give
a public lecture at the University of Iceland, Main Hall at
the University’s Main Building, on Tuesday 2 July at 15:00.
The Secretary-General will discuss progress in fighting world
poverty and the UN´s role in building and maintaining peace
and security.
Mr. Gunnar Bragi Sveinsson, Minister for Foreign Affairs, will
make opening remarks. Ms. Kristín Ingólfsdóttir, Rector of the
University of Iceland, will moderate the discussion.
The meeting is hosted jointly by the University of Iceland, the
Ministry of Foreign Affairs and The United Nations Association
of Iceland. It takes place in English.
Ban Ki-moon hefur verið aðal-
framkvæmda stjóri Sameinuðu
þjóðanna frá 1. janúar 2007.
Hann er fæddur í Suður-Kóreu 13. júní
1944. Hann er með BA-gráðu í alþjóða-
sam skipt um frá Seoul-háskóla og
meistara gráðu í stjórn sýslu fræð um
frá Kennedy stjórn sýslu skól an um við
Harvard-háskóla.
Ban Ki-moon starfaði í suðurkóresku
utan ríkis þjón ust unni í 37 ár, síðustu
þrjú árin sem ráð herra utan ríkis mála
og utan ríkis við skipta.
Mr. Ban Ki-moon took office as
Secretary-General of the United Nations
on 1 January 2007.
He was born in the Republic of Korea
on 13 June 1944. He holds a bachelor’s
degree in international relations from
Seoul National University and a master’s
degree in public administration from
the Kennedy School of Government at
Harvard University.
Mr. Ban Ki-moon served 37 years in
various capacities with the Ministry of
Foreign Affairs and Trade of the Republic
of Korea and was at the time of his
election as Secretary-General his country´s
Minister of Foreign Affairs and Trade.
Ísland og Sameinuðu þjóðirnar:
Sjálfbær framtíð fyrir alla
Iceland and the United Nations:
Building a sustainable future for all
Save the Children á Íslandi