Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 22
29. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Beinagrindurnar eru það vinsæl- asta hér á Hvalasafninu. Fólk fær þá tilfinningu að það sé á risaeðlu- safni,“ segir Einar Gíslason, fram- kvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík. Enn vantar þó mestu stór- hvelin sem sjást við Íslandsstrendur. „Við eigum langreyði niðri í kjallara en hún er svo stór að hún passar ekki inn í sýninguna,“ segir Einar. „Við erum í húsi sem var byggt 1931 sem sláturhús, sýningin var hönnuð inn í það. En við vonumst til að fá 25 m grind af steypireyði sem er í Reykjavík og yrði algert djásn hjá okkur. Við yrðum að byggja sérstak- lega yfir hana.“ Grindurnar á safninu eru allar af hvölum sem hafa strandað eða orðið sjálfdauðir, að sögn Einars. Náttúru- fræðistofnun Íslands á þær flestar og hefur séð um verkunina á þeim öllum. Um 21 þúsund gestir komu á Hvalasafnið í fyrra. „Hingað kemur svona þriðjungur þess fjölda sem fer í hvalaskoðunarferðirnar. Við notum gjarnan hugtakið hvala- höfuðborg Evrópu um Húsavík. Hér snýst allt um hvali og bærinn er orð- inn þekkt vörumerki í hvalaskoðun, enda er Húsavík einn af þremur eða fjórum hvalaskoðunarstöðum í heiminum þar sem fólk á séns á að sjá lifandi steypireyði. Ein er búin að vera mikið hér í flóanum í apríl og maí en hefur lítið sést í júní.“ Tíu manns eru í fullu starfi á Hvalasafninu yfir sumarmánuðina, þar af fimm sjálfboðaliðar sem jafnframt sinna rannsóknum. Einar hefur verið framkvæmdastjóri þar í rúmt ár og er líka ferðamálafulltrúi Húsavíkur. „ Upplýsingamiðstöðin er líka hér í gamla slátur húsinu,“ segir hann. „Þetta vinnur vel saman.“ Hér snýst allt um hvali Húsavík er orðið þekkt vörumerki í hvalaskoðun og heimafólk í ferðaþjónustu notar gjarnan hug- takið hvalahöfuðborg Evrópu um bæinn sinn. Hvalasafnið vekur mikla athygli gesta. Þar eru tíu beinagrindur sem minna á risaeðlur. BÚRHVALUR Margir fá á tilfinninguna að þeir séu á risaeðlusafni að sögn framkvæmdastjórans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MIÐASALAN Um sextíu þúsund manns fóru í hvalaskoðun frá Húsavík í fyrra. SPENNA Gestir koma sér fyrir þar sem þeir búast við að njóta besta útsýnisins. FRAMKVÆMDASTJÓRINN Einar með hrefnu fyrir aftan sig. ANDARNEFJA Lengsta beinagrindin á safninu er fjórtán metrar. Gunnþóra Gunnarsdóttir blaðamaður | gun@frettabladid.is Pjetur Sigurðsson ljósmyndari | pjetur@frettabladid.is Þann 1. júlí 2013 gengur Króatía í Evrópusambandið Að því tilefni efnir Evrópustofa til veislu í Iðnó, mánudaginn 1. júlí, frá kl. 17-19 Veglegar veitingar og heillandi tónar af Balkanskaganum frá Skuggamyndum frá Býsans og KGB Dobrodošla Hrvatska! Velkomin Króatía! Allir velkomnir! Svi su dobrodošli! www.evropustofa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.