Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 22
29. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22
Beinagrindurnar eru það vinsæl-
asta hér á Hvalasafninu. Fólk fær
þá tilfinningu að það sé á risaeðlu-
safni,“ segir Einar Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Hvalasafnsins á
Húsavík. Enn vantar þó mestu stór-
hvelin sem sjást við Íslandsstrendur.
„Við eigum langreyði niðri í kjallara
en hún er svo stór að hún passar
ekki inn í sýninguna,“ segir Einar.
„Við erum í húsi sem var byggt 1931
sem sláturhús, sýningin var hönnuð
inn í það. En við vonumst til að fá
25 m grind af steypireyði sem er í
Reykjavík og yrði algert djásn hjá
okkur. Við yrðum að byggja sérstak-
lega yfir hana.“
Grindurnar á safninu eru allar af
hvölum sem hafa strandað eða orðið
sjálfdauðir, að sögn Einars. Náttúru-
fræðistofnun Íslands á þær flestar
og hefur séð um verkunina á þeim
öllum.
Um 21 þúsund gestir komu á
Hvalasafnið í fyrra. „Hingað kemur
svona þriðjungur þess fjölda sem
fer í hvalaskoðunarferðirnar. Við
notum gjarnan hugtakið hvala-
höfuðborg Evrópu um Húsavík. Hér
snýst allt um hvali og bærinn er orð-
inn þekkt vörumerki í hvalaskoðun,
enda er Húsavík einn af þremur
eða fjórum hvalaskoðunarstöðum í
heiminum þar sem fólk á séns á að
sjá lifandi steypireyði. Ein er búin
að vera mikið hér í flóanum í apríl
og maí en hefur lítið sést í júní.“
Tíu manns eru í fullu starfi á
Hvalasafninu yfir sumarmánuðina,
þar af fimm sjálfboðaliðar sem
jafnframt sinna rannsóknum. Einar
hefur verið framkvæmdastjóri þar í
rúmt ár og er líka ferðamálafulltrúi
Húsavíkur. „ Upplýsingamiðstöðin
er líka hér í gamla slátur húsinu,“
segir hann. „Þetta vinnur vel
saman.“
Hér snýst
allt um hvali
Húsavík er orðið þekkt vörumerki í hvalaskoðun
og heimafólk í ferðaþjónustu notar gjarnan hug-
takið hvalahöfuðborg Evrópu um bæinn sinn.
Hvalasafnið vekur mikla athygli gesta. Þar eru tíu
beinagrindur sem minna á risaeðlur.
BÚRHVALUR Margir fá á
tilfinninguna að þeir séu
á risaeðlusafni að sögn
framkvæmdastjórans.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MIÐASALAN Um sextíu þúsund manns
fóru í hvalaskoðun frá Húsavík í fyrra.
SPENNA Gestir koma sér fyrir þar sem
þeir búast við að njóta besta útsýnisins.
FRAMKVÆMDASTJÓRINN
Einar með hrefnu fyrir aftan sig.
ANDARNEFJA Lengsta
beinagrindin á safninu er
fjórtán metrar.
Gunnþóra Gunnarsdóttir
blaðamaður | gun@frettabladid.is
Pjetur Sigurðsson
ljósmyndari | pjetur@frettabladid.is
Þann 1. júlí 2013 gengur Króatía í Evrópusambandið
Að því tilefni efnir Evrópustofa til
veislu í Iðnó, mánudaginn 1. júlí, frá kl. 17-19
Veglegar veitingar og heillandi tónar af Balkanskaganum
frá Skuggamyndum frá Býsans og KGB
Dobrodošla Hrvatska!
Velkomin Króatía!
Allir velkomnir!
Svi su dobrodošli!
www.evropustofa.is