Fréttablaðið - 29.06.2013, Page 30
FÓLK|TRÉSMÍÐI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir
Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Sænska fyrirtækið Clas Ohlson hefur sett á markaðinn lúxus fuglahús sem ætti
að laða að tískusinnaða fugla. Húsið er búið fallegum, nútímalegum húsgögnum,
vel skipulögðu eldhúsi, sundlaug og garðhúsgögnum. Þetta fallega fuglahús hefur
vakið athygli en fyrirtæki Clas Ohlson er í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og á Bretlandi.
Skoða má ýmsar sniðugar garðhugmyndir á Facebook-síðu fyrirtækisins.
Fuglahús geta verið afar falleg og lífgað upp á náttúruna. Þau þurfa ekki að búa
yfir svona miklum lúxus því yfirleitt er auðvelt að smíða slíkt hús og mála síðan í
fallegum litum til að laða fuglana að. Ef gott æti er í húsunum má búast við söng-
elskum gestum. Fuglahús eru ekki síður mikilvæg um vetur þegar erfiðara reynist
fyrir fuglana að sækja sér í gogginn.
Misjafnt er hversu mikið fólk leggur í fuglahúsin. Sum eru á tveimur hæðum með
gluggatjöldum. Aðrir búa til heilar blokkir fyrir fuglana.
LÚXUS FYRIR FUGLANA
Fuglahús með öllum þægindum hefur vakið athygli. Húsið er fullbúið með
nútímalegum húsgögnum jafnt innandyra sem utan.
LÚXUS
Glæsileg fuglahús
í garðinum fyrir þá
fiðruðu. Sum eru með
meiri lúxus en önnur,
eins og sjá má á mynd-
inni til vinstri. Í því er
sundlaug og garðhús-
gögn.
Aðalvík er byggingaverktaki og við tökum að okkur öll verkefni sem snúa að byggingarstarfsemi, allt frá nýbyggingum til breytinga og viðhalds ásamt þjónustu
við fyrirtæki og einstaklinga,“ segir Jóhannes T. Halldórs-
son, framkvæmdastjóri Aðalvíkur ehf. Hann bætir við að
stór þáttur í rekstrinum sé tilboðs- og verktakastarfsemi þar
sem Aðalvík er aðalverktaki með allar iðngreinar undir sinni
stjórn.
„Við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð, gerð verk-
áætlana og verkskil, ásamt trúnaði við verkkaupa,“ segir
Jóhannes. Þá sé einnig lagt mikið upp úr gerð verksamninga,
áætlanagerð og verkfundum verktaka og verkkaupa. „Við
skiljum að skilvirk vinnubrögð spara fjármagn,“ segir hann
með áherslu.
Aðalvík ehf. var stofnað árið 1998, fyrir fimmtán árum. „Í
upphafi voru starfsmenn um tíu talsins. Jafnt og þétt hefur
starfsmönnum fjölgað og nú starfa rúmlega tuttugu manns
hjá fyrirtækinu,“ segir hann og bendir á að Aðalvík hafi staðið
nokkuð vel af sér tímann í kringum hrunið. „Það hefur verið
jafn og þéttur vöxtur í starfseminni og í sumar er nóg að
gera. Hins vegar sér maður aldrei nema nokkra mánuði fram í
tímann í þessum bransa,“ segir Jóhannes glettinn.
VÖNDUÐ INNRÉTTINGASMÍÐI
Árið 2000 festi Aðalvík kaup á trésmíðaverkstæði að
Hjallahrauni 7 í Hafnarfirði. Þar er starfrækt umtalsverð
innréttinga smíði ásamt ýmiss konar smíðavinnu sem tengist
öðrum vinnustöðum Aðalvíkur allt frá nýbyggingum til við-
halds og breytingavinnu. „Við smíðum innréttingar eftir hug-
myndum og teikningum viðskiptavina okkar og tökum að
okkur bæði stór og smá verk,“ segir Jóhannes. Verkstæðið er
búið fullkomnustu tækjum og búnaði. Þar starfa fimm til sex
menn og eru þar fagmenn á ferð.
„Við tökum að okkur töluvert af innréttingasmíði, eldhús,
baðinnréttingar, hurðir og allt þar á milli,“ upplýsir Jóhannes
bendir á að Aðalvík hafi í gegnum tíðina smíðað hurðir og
innréttingar í fjölmörg einbýli og fyrirtæki.
Hann er inntur eftir þeim verkefnum sem Aðalvík hefur
undir höndum um þessar mundir. „Við erum til dæmis að
vinna að breytingum á Menntaskólanum í Kópavogi og að
endurbótum á Landakotsskóla auk þess sem við þjónustum
Hús verslunarinnar, álverið í Straumsvík og húsnæði
Össurar.“
ÁHERSLA Á VÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ
AÐALVÍK KYNNIR Byggingaverktakafyrirtækið Aðalvík sinnir alhliða byggingarstarfsemi, allt frá nýbyggingum til breytinga og
viðhalds. Á trésmíðaverkstæði Aðalvíkur er starfrækt umtalsverð innréttingasmíði sem unnin er eftir hugmyndum viðskiptavina.
Á VERKSTÆÐINU
Jóhannes Halldórs-
son, framkvæmdastjóri
Aðalvíkur ehf., á smíða-
verkstæði fyrirtækisins í
Hjallahrauni 7.
MYND/VALLI
KLETTAGARÐAR 23
Eitt af þeim fjölmörgu
húsum sem Aðalvík ehf.
hefur byggt.
Nánari upplýsingar
um Aðalvík má fá
á skrifstofunni að
Ármúla 15, í síma
567-1461 eða á
verkstæðinu í síma
555-2348.
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU