Fréttablaðið - 29.06.2013, Síða 38
ATVINNA
Kraftur stuðningsfélag fyrir krabbameinsgreinda og
aðstandendur auglýsir laust til umsóknar
starf framkvæmdastjóra félagins.
Tilgangur félagsins er að aðstoða ungt fólk sem greinst
hefur með krabbamein en einnig aðstandendur þeirra m.a.
með því að miðla upplýsingum til að auðvelda þeim að
takast á við veikindin. Um er að ræða 50-80% starf.
Starfslýsing framkvæmdarstjóra Krafts
Í starfinu felst einkum:
• Daglegur rekstur félagsins auk þess að koma fram út á
við fyrir hönd félagsins.
• Umsjón og skipulagning á dagskrá og viðburðum
félagsins.
• Samvinnu og þjónustu við sálfræðing stuðningsnets
Krafts.
• Ábyrgð á fjármálum félagsins og öflun tekna í samráði
við stjórn.
• Að efla tengsl við samstarfsaðila.
• Þátttöku í í kynningar- og markaðsmálum.
• Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins
auk útgáfu fréttabréfs félagsins í samstarfi við ritstjóra.
• Að vinna að og skapa verkefni sem ýta undir sýnileika
félagsins.
• Almennri upplýsingagjöf um félagið og ráðgjöf til þeirra
sem til félagsins leita.
• Annast önnur þau störf sem honum kunna að verða falin
af stjórn félagsins.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði félags-,og/
eða heilbrigðisvísinda, markaðs-og viðskipafræða.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, þ.m.t.
rík þjónustulund.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Geta til að koma fram á opinberum vettvangi þ.m.t. færni í
töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.
• Þekking og reynsla á viðfangsefni félagsins er kostur.
Umsóknir skal senda: formadur@kraftur.org
Umsóknarfrestur er til 14. Júlí 2013
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlín Rafnsdóttir í síma
8698944 eða hlinrafns@gmail.com
Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags háskólamanna og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí n.k. Miðað er við að starfsmaður hefji störf á tímabilinu
1. september til 1. október 2013.
Umsókn ásamt ítarlegri ferilskrá, merkt „MANNAUÐSSTJÓRI“, skal senda Starfsmannaþjónustu
Sjúkratrygginga Íslands, rafrænt á starf@sjukra.is eða í pósti á Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík.
Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til þess að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnar M. Gunnarsson, sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs.
Upplýsingar um stofnunina má finna á vefsíðu hennar, www.sjukra.is
Helstu verkefni:
mannauðsstefnu
í mannauðsmálum
Menntun og hæfniskröfur:
mannauðstjórnunar
bæði sjálfstætt og í hópi
Mannauðsstjóri
www.sjukra.is
Mannauðsstjóri heyrir undir sviðsstjóra fjármála- og rekstrarsviðs stofnunarinnar.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf.
Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða mannauðsstjóra í fullt starf.
GRÍMSNES- OG
GRAFNINGSHREPPUR
Skólastjóri við Kerhólsskóla
Staða skólastjóra við sameinaðan leik- og grunnskóla
í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kerhólsskóla er laus til umsóknar.
Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum, er metnaðarfullur, skapandi og áhugasamur um nærsamfélagið. Í janúar 2011 voru
leikskólinn Kátaborg og grunnskólinn Ljósaborg sameinaðir í Kerhólsskóla og eru um 60 nemendur í Kerhólsskóla frá 12 mánaða aldri til og
með 8. bekk. Í byggingu er nýtt húsnæði sem hýsa á bæði leik- og grunnskóladeild og verður starfsemi skólans flutt í húsnæðið á árinu 2014.
Í Kerhólsskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem þarfir einstaklingsins eru hafðar að leiðarljósi. List- og verkgreinar og önnur
skapandi vinna er stór hluti af skólastarfinu. Að auki er Kerhólsskóli Grænfánaskóli og mikil áhersla er lögð á umhverfismennt og útinám.
Með nýjum lögum og námskrám fyrir leik- og grunnskóla hafa skapast tækifæri til þess að hafa heildarsýn yfir skólamál sveitarfélagsins á einni
hendi.
Með sameiginlegum leik- og grunnskóla er leitast við að efla faglegt starf, skapa samfellu í menntun og skólastarfi og byggja upp skólabrag
með þeim hætti að það verði eftirsóknarvert að búa og ala upp börn í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Starfssvið
• Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri.
• Fagleg forysta.
• Ráðningar og stjórnun starfsfólks.
• Stuðla að framþróun i skólastarfi.
• Leiða samstarf starfsmanna, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Umsækjandi skal hafa hafa leyfisbréf til kennslu á grunn- og/eða leikskólastigi, viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á þessum
skólastigum sbr. 10 og 12. grein laga nr. 87/2008.
• Reynsla af stjórnun, rekstri skóla og þróunarstarfi er æskileg.
• Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Reynsla af starfi í skólum.
• Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum.
• Frumkvæði og styrkur í ákvarðanatöku.
• Skipulagshæfni og góð yfirsýn.
• Hreint sakavottorð.
• Æskilegt er að skólastjóri hafi búsetu í sveitarfélaginu.
Staðan er laus frá 1. ágúst 2013 en æskilegt er að viðkomandi geti komið að skólastarfinu sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.
Umsóknir þurfa að vera skriflegar og þeim þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu og meðmæli.
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknarfrestur er til 12. júlí n.k.
Umsóknir skulu sendar til: Grímsnes- og Grafningshreppur, Stjórnsýsluhúsinu Borg, 801 Selfoss, merkt: Skólastjórastarf
Upplýsingar um Grímsnes- og Grafningshrepp og Kerhólsskóla má sjá www.gogg.is og www.kerholsskoli.is
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri, gogg@gogg.is eða í síma 486-4400.