Fréttablaðið - 29.06.2013, Side 58

Fréttablaðið - 29.06.2013, Side 58
29. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 KONUR Á HVÍTA TJALDINU Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Helga Þórey Jónsdóttir er MA-nemi við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar hlaut hún styrk til þess að rannsaka líkamlega og félagslega framsetningu kynjanna í íslenskum kvikmyndum frá 1980 til aldamóta. „Ég ákvað að afmarka rannsókn- ina með þessum tímaramma vegna þess að um 1980 eru íslenskar kvik- myndir að verða til og menningin í kringum þær. Tímabilið sem er þarna á undan er dálítið sér, myndir að koma út hér og þar. Næst langar mig svo að taka söguna út frá alda- mótum til dagsins í dag,“ segir Helga Þórey. „Það er vert að taka það fram að þetta er ekki félagsvísindaleg rann- sókn. Við tókum saman gögn og skoðum dálítið kreditlista út frá hlut- falli kvenna og staðsetn- ingu á kreditlistum. Þær voru örsjaldan númer eitt á listunum, en eitt dæmi um slíka kvikmynd er Stella í orlofi,“ segir Helga jafnframt. Hún bætir við að á tímabilinu sem rætt er um hafi konur í kvikmynda- gerð farið frá því að vera nánast engar, yfir í að vera nokkrar. „Svo er dálítið annað tímabil sem kemur um og eftir aldamótin, undir lok tíunda áratugarins. Við verðum alþjóðlegri og viðfangsefnin aðeins önnur og öðruvísi,“ bætir Helga við. „Þetta var svona hugvísindaleg greining. Ég horfði mikið á end- urtekin þemu og framan af voru konur skraut í kvikmyndum. Þar má nefna sem dæmi dóttur frysti- hússtjórans í Nýju lífi (1983) í leik- stjórn Þráins Bertelssonar – þar er eitt atriði sem er mér sérstak- lega minnisstætt, þar sem dótt- irin gengur á undan tveimur karl- kyns aðalpersónum til þess að sýna þeim inn á verbúðina. Föt stúlkunnar hverfa smátt og smátt og í lokin sér maður allsberan rass,“ segir Helga kímin. „Þetta er dálítið aug- ljós hlutgerving kvenlíkam- ans,“ útskýrir hún. „Þetta er það sem kom mér mest á óvart, þessi augljósa hlut- gerving. Það eru eiginlega alltaf brjóst! Þannig er verið að setja okkur inn í augna- ráð karlsins og við erum með í því að glápa á þessar konur,“ segir Helga. „Þær konur sem koma fyrir í myndunum eru gjarnan klisjulegar. Þær eru sjaldan í aðalhlutverki en frekar aðalkarlpersónum til stuðn- ings, oft sem ömmur, mömmur, við- föng og þar fram eftir götunum,“ segir Helga. „Svo eru kvikmyndir eins og Með allt á hreinu (1982), í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar, en hún er mjög áhugaverð og skemmtilega krítísk á þetta hefðbundna kynja- dót. Gærurnar, með Röggu Gísla Örfáar konur í kreditlistum „Framan af voru konur skraut í kvikmyndum,“ segir Helga Þórey, en hún tekur saman félagslega framsetningu kynjanna í íslenskum kvikmyndum frá 1980-2000. Helga segir það hafa komið á óvart hversu augljóslega konur voru hlutgerðar. Bechdel-prófið er notað til þess að greina kynjahalla í skáldverkum. Til þess að standast prófið þurfa að minnsta kosti tvær kvenpersónur að vera í verkinu og þær þurfa að eiga samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni. Prófið er nefnt eftir teikni- myndahöfundinum Alison Bechdel. Bechdel-prófið er því ekki gagnrýni á myndirnar sem slíkar, en í sögu Alison Bechdel er reglan sett fram sem grín á augljósa fyrirferð karla innan söguheims kvik- myndanna. Bechdel prófið „Í Löggulífi eru konur mun fyrirferðarmeiri en í fyrri Líf- myndunum tveimur, Dalalífi og Nýju lífi. Engu að síður eru margar þeirra hlutgerðar,“ segir Helga Þórey. „Stella Löve er ein fárra kvenna sem eru aðalpersónur í íslenskum kvikmyndum á níunda áratugnum,“ bendir Helga Þórey á. „Eggert Þorleifsson bregður sér í hlutverk miðils í Með allt á hreinu. Að setja karla í „kvenfatnað“ er sígilt stef í grín myndum og skemmtiþáttum í sjónvarpi og er mun algengara en að sjá konur í hefðbundnum karlafötum,“ segir Helga Þórey. „Í kvikmyndinni Karlakórinn Hekla er sjónum beint að þeim erfiðleikum sem geta skapast þegar konur vilja njóta áheyrnar innan samfélags karla,“ útskýrir Helga Þórey. í broddi fylkingar, brjóta sig frá Stuðmönnum. Þær vilja ekki vera í bakröddum heldur semja sjálfar og fara á tónleikaferðalög. Þær eru framúrstefnulegar og töff – með allan orðaforðann – á meðan strák- arnir eru ekki jafn töff í dansband- inu sínu,“ bætir Helga við og segir margt í þessu. Tilgangur verkefnisins er að setja saman fræðigreinasafn um birtingar myndir kvenna í íslensk- um kvikmyndum. Lítið efni er þegar til um íslenska kvikmynda- sögu almennt og hefur Helga trú á því að íslensk kvikmyndasaga verði rituð frekar með fræðilegum hætti í náinni framtíð. STILLA ÚR KVIKMYND- INNI MEÐ ALLT Á HREINU (1982) Í LEIKSTJÓRN ÁGÚSTS GUÐMUNDSSONAR STILLA ÚR KVIKMYNDINNI LÖGGULÍF (1985) Í LEIKSTJÓRN ÞRÁINS BERTELSSONAR STILLA ÚR KVIKMYND- INNI KARLAKÓRINN HEKLA (1992) Í LEIK- STJÓRN GUÐNÝJAR HALLDÓRSDÓTTUR STILLA ÚR KVIKMYNDINNI STELLU Í ORLOFI (1986) Í LEIKSTJÓRN GUÐNÝJAR HALLDÓRSDÓTTUR HELGA ÞÓREY JÓNSDÓTTIR Starfsemi LsRb 2013 Allar fjárhæðir í milljónum króna Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12 2012 2011 Samtals Samtals Iðgjöld 1.795 1.692 Lífeyrir -2.710 -2.474 Fjárfestingartekjur 4.783 4.787 Fjárfestingargjöld -81 -58 Rekstrarkostnaður -66 -73 Sérstakur skattur 0 -47 Hækkun á hreinni eign á árinu 3.721 3.827 Hrein eign frá fyrra ári 58.203 54.376 Hrein eign til greiðslu lífeyris 61.924 58.203 Efnahagsreikningur Verðbréf með breytilegum tekjum 3.284 2.140 Verðbréf með föstum tekjum 57.265 54.723 Veðlán 1.113 1.183 Aðrar eignir 293 227 Kröfur 52 48 Skuldir -83 -118 Hrein eign til greiðslu lífeyris 61.924 58.203 Kennitölur Nafn ávöxtun 8% 8,6% Hrein raunávöxtun 3,4% 3,2% Hrein raunávöxtun – 5ára meðaltal 3% 4% Fjöldi sjóðfélaga 668 740 Fjöldi lífeyrisþega 2.906 2.783 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,1% 0,1% Eignir í íslenskum krónum í % 99,2% 99,2% Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 0,8% 0,8% Eign umfram heildarskuldbindingar í % -23,8% -22,9% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -20,1% -18,7% Birt með fyrirvara um prentvillur Ársreikning LsRb 2012 má sjá í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is Stjórn og framkvæmdastjóri Í stjórn sjóðsins eru Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður, Ása Clausen, Jón Fjörnir Thoroddsen, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorgrímur Hallgrímsson. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, Sími 5 400 700 - lss@lss.is - www.lss.is Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.