Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 73
LAUGARDAGUR 29. júní 2013 | SPORT | 41 BORGUNARBIKAR 8-LIÐA ÚRSLIT KVENNA ÍBV - BREIÐABLIK 2-3 1-0 Þórhildur Ólafsdóttir (12.), 1-1 Greta Mjöll Samúelsdóttir (23.), 2-1 Shaneka Gordon (26.), 2-2 Berglind Björg Þorvalsdóttir (64.), 2-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (77.). ÞÓR/KA - ÞRÓTTUR R. 6-0 1-0 Kayle Grimsley (3.), 2-0 Sandra María Jessen (5.), 3-0 Gígja Valgerður Harðardóttir (21.), 4-0 Hafrún Olgeirsdóttir (28.) 5-0 Sandra María Jessen (57.), 6-0 Tahnai Annis (85.). VALUR - STJARNAN 0-3 0-1 Rúna Sif Stefánsdóttir (15.), 0-2 Danka Podovac (36.), 0-3 Rúna Sif Stefánsdóttir (86.). HK/VÍKINGUR - FYLKIR 1-2 0-1 Anna Björg Björnsdóttir (37.), 0-2 Anna Björg Björnsdóttir (61.), 1-2 Lára Hafliðadóttir (88.) FÓTBOLTI Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla á morgun, alls sex leikir. Aldrei fyrr hefur verið svo mikill stigamunur á efsta og neðsta liði eftir fyrstu átta umferðirnar eins og nú, en 21 stig skilur að efsta liðið (KR) og það neðsta (Víking Ó). KR-ingar leika gegn lánlausum Fylkismönnum í Árbænum, en síðarnefnda liðið er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri. KR er hins vegar enn taplaust. Þessi lið mættust í næst síðustu umferð í fyrra og hafði þá Fylkir betur, 3-2. Það var síðasti sigur- leikur Fylkis í deildarleik og einnig síðasti tapleikur KR. Þess má einnig geta að Fylkir er án stiga í fjórum heimaleikjum til þessa en KR hefur unnið alla þrjá útileikina sína. FH og Valur mætast í mikil- vægum leik og hvorugt lið hefur efni á að gefa eftir í toppbarátt- unni við KR. FH hefur reyndar ekki unnið á Vodafone-vellinum síðan 2009 og hefur farið stiga- laust frá Hlíðarenda síðustu tvö tímabil. Víkingur Ó og ÍA mætast í „grannaslag“ og miklum botnbaráttuleik í Ólafsvík. Keflavík og Þór eigast við en bæði lið eru með sjö stig, rétt fyrir ofan fallsvæðið, og geta stigið frá botnbar- áttunni með sigri – í bili að minnsta kosti. Fram mætir Blikum, en síðarnefnda liðið hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð. Að síðustu eigast við lið Stjörnunnar og ÍBV í hörkuleik en Garðbæingar verða þó án sinna helstu sóknarmanna – þeirra Veigars Páls Gunnarssonar og Garðars Jóhanns sonar, sem báðir eru í leik- banni. Ólafur Karl F i nsen tekur einnig út leik- bann í leikn- um. - esá Hvað gerir Stjarnan án stjarnanna sinna? Allir leikir níundu umferðar í Pepsi-deild karla fara fram á morgun. Valur og FH mætast í mikilvægum leik. GARÐAR JÓHANNSSON Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is F ÍT O N / S ÍA SUNNUDAGSKVÖLD PÖNK Í REYKJAVÍK Þegar Jón Gnarr var pönkari sem hékk á Hlemmi átti hann ekki von á því að verða borgarstjóri einn daginn. Þættirnir eru fjórir talsins og voru gerðir í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. HEFST 14. JÚLÍ CROSSING LINES Glæný sakamálaþáttaröð sem fjallar um hóp þraut- þjálfaðra rannsóknarlögreglumanna sem ferðast um Evrópu og rannsaka dularfull sakamál. Þessum öfluga hópi er því ekkert óviðkomandi og enginn er óhultur. HEFST 15. JÚLÍ THE NEWSROOM Önnur þáttaröðin af þessum vinsælu þáttum sem hlotið hafa mikil lof gagnrýnenda og áhorfenda beggja vegna Atlantshafs. The Newsroom eru frá HBO og Aaron Sorkin sem á heiðurinn af sjónvarpsþáttaröðinni The West Wing. Vertu með Stöð 2, 4 aukastöðvar og Netfrelsi fyrir 265 krónur á dag NJÓTTU LÍFSINS MEÐ STÖÐ 2 FYRSTA FLOKKS DAGSKRÁ Í ALLT SUMAR NÝ ÞÁTTARÖÐ NÝ ÞÁTTARÖÐ ÞRIÐJUDA BIG BA THEO Ný þáttaröð um hina bráðskemmtilegu Leonard og Sheldon, afburðasnjalla eðlisfræðinga sem vita þó ekkert um mannleg samskipti. FÖSTUDAGSKVÖLD ARRESTED DEVELOPMENT Talsverð bið hefur verið eftir þessari fjórðu þáttaröð um hina stórskrýtnu en dásamlega fyndnu Bluth fjölskyldu. HEFST 9. JÚLÍ HOW I M YOUR M Einn af vinsælustu gamanþáttum Stöðvar 2. Ted heldur áfram sögunni endalausu. GSKVÖLD NG RY Sjónvarp framtíðarinnar FÖSTUDAGSKVÖLD BESTA SVARIÐ Hinn eini sanni Sverrir Þór Sverrirsson, Sveppi stýrir glænýjum spurninga- og skemmtiþætti í sumar. ET OTHER NÝ ÞÁTTARÖÐ GOLF Gísli í öðru sæti í Finnlandi Gísli Sveinbergsson, GK, varð í öðru sæti í flokki 15-16 ára á finnska meistaramótinu í golfi. Hann spilaði á samtals tveimur höggum undir pari en þurfti að sætta sig við tap í bráðabana gegn heimamanni. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Íslenskt frjáls- íþróttafólk verður á faralds- fæti um helgina. Sjö keppa á EM landsliða í fjölþraut sem fer fram í Madeira í Portúgal. Ísland sendir ungt lið til keppni með Norðurlandameistara ung- menna, Sveinbjörgu Zophanías- dóttur, fremsta í flokki. Besta fjölþrautarfólk landsins, Einar Daði Lárusson og Helga Margrét Þorsteinsdóttir, verður ekki með. Einar Daði er meiddur og Helga gaf ekki kost á sér. Ísland mun síðan eiga þrjá keppendur á sterku ungmenna- móti í Þýskalandi. Aníta Hinriks- dóttir og Hilmar Örn Jónsson, bæði úr ÍR, keppa ásamt Kolbeini Heði Gunnarssyni úr UFA. - esá EM í fj ölþraut um helgina KEPPIR Í ÞÝSKALANDI Aníta Hinriks- dóttir á næstbesta tíma heimsins í sínum aldursflokki í 800 m hlaupi. NORDICPHOTOS/GETTY LAGÐI UPP TVÖ Harpa Þorsteins dóttir, leikmaður Stjörnunnar, í baráttu við varnarmenn Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 1. DEILD KARLA ÚRSLIT VÖLSUNGUR - KF 1-2 1-0 Hafþór Mar Aðalgeirsson (11.), 1-1 Jón Björg- vin Kristjánsson (59.), 1-2 Nenad Zivanovic (63.). PEPSI-DEILD KARLA LEIKIR SUNNUDAGS KEFLAVÍK - ÞÓR KL. 17.00 STJARNAN - ÍBV KL. 17.00 FRAM - BREIÐABLIK KL. 19.15 FYLKIR - KR KL. 19.15 VALUR - FH KL. 19.15 VÍKINGUR Ó. - ÍA KL. 20.00 Í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi-mörkin hefjast klukkan 22.00 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og íþróttavef Vísis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.