Fréttablaðið - 29.06.2013, Page 80
NÆRMYND
María Rut
Kristinsdóttir
formaður Stúdentaráðs HÍ
„María Rut er mjög heiðarleg og
leggur mikla áherslu á heiðarleika í
stúdentapólitíkinni. Hún er líka ótrú-
lega hjálpsöm og kærleiksrík. Ef ég
væri föst á Grænlandsjökli væri hún
komin korteri síðar á þyrlu að bjarga
mér. Þessi hjálpfýsi er í
sjálfu sér bæði kostur
og galli, hún á það til
að gleyma sjálfri sér.“
Steingerður
Sonja Þórisdóttir
vinkona
„Hún er mjög ákveðin og hefur
sterkar skoðanir og ég kynntist því
fljótt að hún lætur engan stoppa sig
í því sem hún vill gera. Jafnframt er
hún góð manneskja og traust þeim
sem standa henni
næst, góð móðir og
eiginlega til fyrir-
myndar í alla staði.“
Gunnar Atli
Gunnarsson
barnsfaðir
„María Rut er líklega sú traustasta
sem ég þekki. Hún er hins vegar
hræðilega ófyndin og á örugglega
versta safn fimmaurabrandara á
Íslandi. Hún er samt alveg dásamleg
og ég hlæ aldrei meira en þegar við
erum saman, þótt það
sé kannski meira
verið að hlæja að
henni en með henni.“
Helga Lind Mar
æskuvinkona
Nú er
opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
ÆSANDI ÍSLENSK
SKÁLDSAGA
EFTIR
KARL FRANSSON
www.forlagid.i s
ALDUR 24 ára
BÖRN Þorgeir Atli Gunnarsson 6 ára.
FORELDRAR Vigdís Erlingsdóttir
bókari og Kristinn Þröstur Jónsson,
deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Ísa-
firði.
María Rut er formaður Stúdentaráðs
Háskóla Íslands og vakti athygli í vikunni
vegna andmæla gegn fyrirhuguðum
breytingum á lánakerfi LÍN.
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja