Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 2
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA En Ari, hver á einkaréttinn á piparkökuuppskriftinni? „Er það ekki hann Hérastubbur?“ Ari Matthíasson er framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Búið er að leysa deilu sem þar skapaðist gagnvart Senu um hvort ætti útgáfurétt á upptöku Ríkisútvarpsins á Dýrunum í Hálsaskógi. FANGELSISMÁL „Við byrjuðum á þessu í fyrrasumar,“ segir Mar- grét Frímannsdóttir, forstöðu- maður á Litla-Hrauni og Sogni, en í síðarnefnda fangelsinu er nú stundað bleikjueldi. Síðasta uppskera var nokkuð góð að sögn Margrétar, eða um 400 kíló. Fiskurinn var nýttur í mat handa föngum á Sogni og Litla- Hrauni. „Við keyptum bara seiði og hófum bleikjueldi í nærliggj- andi læk,“ segir Margrét um til- urð verkefnisins en fangar hafa alfarið umsjón með eldinu. Þegar fangar sem hafa umsjón með verk- efninu eru látnir lausir taka aðrir við keflinu. „Við erum m e ð n ý j a bleikju, og svo er hún grafin l í k a ,“ seg i r Margrét , en verkefnið er vel heppnað að hennar mati. Þá er stundað- ur fjölbreyttari búskapur í fang- elsinu, meðal annars eru íslensk- ar hænur á Sogni. „Og ef við værum með útihús, værum við líka með sauðfé,“ bætir Margrét við. Þess má geta að 350 fjár eru á Kvíabryggju. Hún segir það kosta mikla vinnu að finna störf handa föngum. „Ég er alltaf að hringja og skoða hvað við getum gert,“ segir Margrét. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær snarminnkuðu atvinnutækifærin fyrir fanga eftir hrun og er enga vinnu að hafa fyrir fanga á höfuðborgar- svæðinu aðra en nám. Margrét hefur þó verið iðin við að skapa tækifæri fyrir fanga á Suðurlandi. Meðal annars gerði hún samning við Vegagerðina um vinnu. „Ég var nú bara að keyra austur þegar ég sá gular stikur liggja úti í veg- kanti,“ segir Margrét, sem hafði samband við Vegagerðina og kom á samningum við fyrirtækið. Og verkefnin eru fjölbreyttari. Átta fangar starfa við endurvinnslu í samstarfi við Íslenska gáma- félagið. Þeir tína endurvinnan lega málma úr raftækjum. Svo starfa fangar einnig við að gera við og skanna inn gamlar myndir fyrir Landgræðslu ríkisins. „En stærstur hluti hjá mér stundar nám,“ segir Margrét stolt, en 51 fangi er í skóla. Alls eru 45 fangar í vinnu, en þess má geta að sumir eru bæði í vinnu og skóla. Alls eru 96 fangar á Litla-Hrauni og Sogni. Í júní síðastliðnum stunduðu sex háskólanám við þrjá háskóla hérlendis og var einn sexmenn- inganna auk þess skráður í einn áfanga við FSu á Litla-Hrauni. Þess má geta að nemendur fá greitt fyrir að sækja skóla, en verða þó að sýna fram á árang- ur og verkefnaskil ætli þeir að fá útborgað að sögn Margrétar. valurg@365.is Bleikjueldi á Sogni Hátt í fimmtíu fangar hjá Litla-Hrauni og Sogni vinna á hverjum degi. Störfin eru fjölbreytt, allt frá bleikjueldi yfir í að gera við gamlar ljósmyndir. Stærstur hluti fanga stundar þó nám. Þar af stunda sex fangar háskólanám. FANGAR BLEIKJU Fangar sjá um bleikjueldi á Sogni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARGRÉT FRÍ- MANNSDÓTTIR Hinn 1. júní 2012 var fangelsið á Sogni formlega tekið í notkun. Fangelsið leysir af hólmi fangelsið Bitru sem tekið var í notkun í maí 2010. Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið og því þurfa fangar sem vistast þar að hegða sér á ábyrgan hátt og bera virðingu fyrir þeim reglum sem þar gilda. Sogn skilgreint sem opið fangelsi SAMGÖNGUR Banna á að taka U- beygju á Snorrabraut við Berg- þórugötu þegar ekið er til suðurs til að draga úr slysahættu. Einn fulltrúi í umhverfis- og skipulags- ráði sat hjá þegar tillagan var sam- þykkt og sagði að við breytingarnar hafi ekki verið tekið tillit til allra athugasemda slökkviliðsins. „Hægt er að draga úr umferðar- hraða og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi með ýmsum öðrum aðferðum en þeim sem hér er beitt. Ein af þeim er að gangbrautir séu skýrar og í sam- ræmi við lög,“ bókaði Júlíus Vífill Ingvars son úr Sjálfstæðisflokki. Aðrir fulltrúar í ráðinu, þar á meðal tveir sjálfstæðismenn, sam- þykktu bannið. „Íbúar við Snorra- braut hafa árum saman kvartað undan hraðakstri og óöryggi á göt- unni,“ bókuðu fulltrúarnir, sem kváðu mikið tillit tekið til athuga- semda slökkviliðsins. „Sérfræð- ingar borgarinnar í samgöngum og umferðaröryggi eru þess fullvissir að breytingar auki öryggi.“ - gar Umhverfis- og skipulagsráð ekki einhuga um aðferðir til að draga úr slysum: Banna U-beygju á Snorrabraut JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Segir hægt að draga úr hraða á Snorrabraut með öðrum aðferðum en beita eigi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ORKUMÁL Fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru hlynntir frekari uppbyggingu vindorku á Íslandi, samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent, sem Landsvirkjun kynnti í gær. Tæp sjö prósent aðspurðra sögðust andsnúin því að reisa vindmyllur á Íslandi. Á blaðamannafundi sagði Hörður Arnarson for- stjóri að kostnaðurinn við að nýta vind til raforku- framleiðslu fari lækkandi og það gæti orðið áhuga- verður þriðji kostur fyrir Landsvirkjun á eftir vatnsfallsvirkjunum og jarðhitavirkjunum. Tvær tilraunamyllur voru settar upp í nágrenni Búrfellsvirkjunar undir lok síðasta árs og hafa gefist vel. Þær hafa þegar gefið af sér 3.150 megavattstundir, en til samanburðar nægir sú orka meðal annars til þess að hlaða um hálfan milljarð farsíma. Næstu skref í málinu eru að meta hvort raunhæft og hagkvæmt sé að koma upp vindlundi á þessu svæði. Skrifað var undir samninga við verkfræðistofurnar Mannvit og Eflu um ráðgjöf vegna hönnunar og mats á umhverfisáhrifum og er miðað við að verkefninu ljúki árið 2015. - þj Afdráttarlaus niðurstaða í nýrri könnun Capacent fyrir Landsvirkjun: Flestir vilja fleiri vindmyllur ÞRIÐJI KOSTURINN Forsvarsmenn Landsvirkjunar telja vind- orku geta orðið þriðja kostinn í raforkuframleiðslu fyrirtækis- ins. Áttatíu prósent landsmanna eru hlynnt slíkri uppbygg- ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALMANNAVARNIR Óvíst er hvar á landinu veður verður verst í lok vik- unnar, en Veðurstofa Íslands gerir enn ráð fyrir vonskuveðri. Í tilkynningu Almannavarna ríkislögreglustjóra er bent á að breyt- ingar hafi orðið á fyrri spám og vindstrengurinn færst nokkuð vestar. „Enn er spáin að breytast og er gert ráð fyrir að lægðin sem gengur yfir dýpki mjög hratt. Nokkur óvissa er um í hvaða landshluta veðrið verður verst, en gera má ráð fyrir slæmu veðri víða á landinu. Einnig má búast við ísingu þegar kólnar,“ segir þar. Bændur á Norðurlandi eru flestir að smala fé sínu til byggða, en enn þá er blíðskaparverður á fjöllum. - óká Bændur á leið til byggða með tugþúsundir fjár: Óvíst hvar versta veðrið verður VIÐBÚNAÐUR VEGNA VEÐURS Liðsmenn hálendisgæslu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi koma tryggum festingum á rafstöð sem knýr farsíma- og Tetra-kerfissenda á Vaðöldu í 900 metra hæð norðan Vatnajökuls. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞJÓÐSKRÁ Útgefnum vegabréfum fjölgar um 4,6 prósent á milli ára ef miðað er við júlí í ár og júlí á síðasta ári. Í fyrra voru gefin út 6.970 vegabréf en í ár voru þau 7.293 talsins. Það er Þjóðskrá Íslands sem annast útgáfu vegabréfa auk nokkurra annarra skilríkja. Vakin er sérstök athygli á því að fyrsta mars síðastliðinn hafi gildistími vegabréfa verið lengd- ur úr fimm árum í tíu ár. - hrs Fleiri vegabréf gefin út: Núna gilda vegabréf í 10 ár BANDARÍKIN Bandarískur her- dómstóll dæmdi í gær her- geðlækninn Nidal Hasan til dauða fyrir fjöldamorð í herstöð- inni Fort Hood árið 2009. Þann 5. nóvember það ár greip Hasan skyndilega til vopna og skaut á félaga sína í herstöðinni. Þrettán létu lífið og tugir særð- ust. Hasan, sem er múslími fæddur í Bandaríkjunum, sagðist hafa gert þetta af trúarlegum ástæð- um. Hann væri að verja íslamska uppreisnarmenn erlendis gegn árásum Bandaríkjahers. - gb Bandarískur herdómstóll: Nidal Hasan fékk dauðadóm HÁSKÓLI ÍSLANDS Jón Baldvin Hannibalsson verður ekki gesta- fyrirlesari hjá Háskóla Íslands í vetur eins og fyrirhugað var. Þetta var ákveðið á fundi í háskólanum síðdegis í gær. Greint var frá því nýverið að Jón Baldvin myndi kenna nám- skeið í vetur um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóða- kerfinu. Ráðning Jóns Baldvins til háskólans sætti töluverðri gagnrýni í ljósi bréfa sem hann sendi ungri frænku eiginkonu sinnar fyrir áratug. - hrs Ráðning sætir gagnrýni: Jón Baldvin kennir ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.