Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 42
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 TÓNLEIKAR ★★★★ ★ Christine Antenbring og Mikhail Hllak Hin vesturíslenska Christine Anten- bring mezzósópran og Mikhail Hallak píanóleikari fluttu íslenska dagskrá á menningarnótt. NORÐURLJÓS Í HÖRPU Gallinn við íslensku sönglögin er hversu oft þau eru flutt. Allir íslenskir söngnemendur þurfa að glíma við þau fyrr eða síðar í söng- náminu. Sumir fullnuma söngvarar úr klassíska geiranum syngja þau hvað eftir annað á tónleikum. Fyrir bragðið er mjög sterk hefð fyrir því hvernig lögin eiga að vera flutt. Það þýðir að þau hljóma gjarnan eins, sama hver syngur. Öðru máli gegnir um útlenska söngvara sem syngja lögin á tón- leikum, nýbúnir að uppgötva þau. Ef söngvarinn er góður öðl- ast lögin skemmtilegan keim sem maður heyrir sjaldan hjá íslenskum söngvurum. Fyrir nokkrum árum söng hinn bandaríski Donald Kasch nokkur þannig lög á tónleikum í Reykholti. Það var mögnuð upp- lifun. Mér leið eins og ég væri að heyra lögin í fyrsta sinn. Slík var ástríðan og krafturinn í túlkuninni. Svipað var uppi á teningn- um hjá vesturíslensku söngkon- unni Christine Antenbring frá Winnipeg. Hún kom fram á tón- leikum í Norður ljósum í Hörpu á Menningar nótt. Píanó leikarinn með henni var eiginmaður henn- ar, Mikhail Hallak. Á efnisskránni voru alls konar lög sem maður hefur heyrt milljón sinnum. Þar á meðal var Nótt eftir Árna Thor- steinsson, Gígjan eftir Sigfús Einars son, Erla, góða Erla eftir Sig- valda Kaldalóns, Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson og mörg fleiri. Antenbring söng lögin af fáheyrðri ákefð og innlifun, auk þess sem rödd hennar var einstak- lega hljómfögur og tær. Hallak fylgdi henni prýðilega, umvafði sönginn alls konar litbrigðum og setti hann í fagran ramma. Hér og þar hefði túlkunin e.t.v. mátt vera meira blátt áfram, eins og t.d. í Hjá lygnri móðu, sem var býsna óróleg. Það kom söngfugl að sunnan eftir Atla Heimi Sveins- son hefði líka getað vera mýkra. Þetta er grínlag eftir Atla í Schu- bert-stíl en sá stíll fór fyrir ofan garð og neðan á tónleikunum. Íslenskt vögguljóð á hörpu eftir Jón Þórarins son var líka býsna óró- legt. Þetta er jú vögguvísa sem á að svæfa barnið, ekki gera það alveg dýrvitlaust! Annað var hins vegar frábært. Gígjan var mögnuð, stórbrotin og tignarleg og ég hef sjaldan heyrt Draumalandið sungið á eins hríf- andi hátt. Það var fullt af ástríðu og hljómfegurð; hinn ljúfsári sökn- uður sem einkennir tónlistina skil- aði sér fullkomlega. Fáein önnur lög voru á dag- skránni. Þar á meðal var lítið og sjarmerandi lag eftir Þorvald Gylfason og einnig hrífandi tón- smíð eftir ömmu söngkonunnar, Elmu Gislason. Sem aukalag söng Antenbring aríu úr óperunni Sam- son og Delíla eftir Saint-Saëns. Það var hugljúfur endir á athyglisverð- um og skemmtilegum tónleikum. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Prýðileg söngkona gæddi íslensk sönglög sjaldheyrðum ferskleika. Stórbrotið og tignarlegt HARPA „Antenbring söng lögin af fáheyrðri ákefð og innlifun, auk þess sem rödd hennar var einstak- lega hljómfögur og tær.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég er að koma fram með gam- alt dót sem konurnar í apótekinu áttu og var uppi á lofti í Hafnar- borg. Þar má nefna stafla af tímaritinu Tidens kvinder. Þetta er eins og draumur: háaloft með dóti!“ segir Ilmur Stefánsdótt- ir myndlistarkona glaðlega. Þar er hún að lýsa gjörningnum sem hún ætlar að flytja við opnun haustsýningar Hafnarborgar í Hafnar firði annað kvöld klukkan 20. Ilmur er einn fjögurra lista- manna sem eiga þar verk. Hinir eru Elín Hansdóttir, Marcos Zotes og Theresa Himmer. „Ég er þarna með píanóleikara með mér sem er í virtari kant- inum,“ heldur Ilmur áfram og á þar við Davíð Þór Jónsson píanó- leikara. „Hann er að hafa ofan af fyrir konu sem býr í þessu húsi. Hún er bæði að reyna að komast af og hins vegar að fela sig fyrir öllu fólkinu sem er fyrir utan gluggann hjá henni að byggja. Ég er nefnilega inni í gamla húsinu sem Hafnarborg var smíðuð utan um.“ - gun Húsin í húsinu Sýningin Vísar– húsin í húsinu verður opnuð í Hafnar borg í Hafnarfi rði á morgun klukkan 20. ➜ Sýningarstjóri er Anna María Bogadóttir. Hugmynd hennar að þessari sýningu var valin úr innsendum tillögum í fyrrahaust þegar kallað var eftir tillögum að haustsýningu 2013 í Hafnarborg. ILMUR STEFÁNS- DÓTTIR Kemur fram með gamalt dót. Hér að rúlla eintaki af Tidens kvinder. MENNING BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR S: 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16 LOKADAGUR LAUGARDAGINN 31 . ÁGÚST Ú T S Ö L U L O K 15 - 50% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM - SÓFAR / STÓLAR / SKÁPAR / SÓFABORÐ / PÚÐAR ÁÐUR KR. 372.800 ÁÐUR KR. 36.400 ÁÐUR KR. 121.900 SKÁPUR LAMPI ASHANTI MANCHEBO SHABBY FAMA METRO JOERI MURCIA ÁÐUR KR. 418.300 - NÚ KR. ÁÐUR KR. 254.400- NÚ KR. ÁÐUR KR. 232.800 - NÚ KR. ÁÐUR KR. 226.800 - NÚ KR. 313.700 178.000 PETRA - HORNSÓFI 260X210 ÁÐUR KR. 199.900 - NÚ KR. 149.900174.600 189.900 298.200 27.300 79.900 PÚÐAR 20-50% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.