Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 48
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Fljótlega eftir dauða söngvarans James Brown árið 2006 var orð- rómur á kreiki um að gera ætti kvikmynd byggða á ævi hans. Hins vegar kom engin mynd út og ekkert hefur verið fjallað um það vestanhafs fyrr en einmitt núna, sjö árum eftir andlát goðsins. Staðfest hefur verið að hinn 42 ára Chadwick Boseman, sem lék í sjónvarpsþáttunum Lincoln Heights, muni leika Brown. Leik- stjóri myndarinnar, Tate Taylor, sem leikstýrði meðal annars Ósk- arsverðlaunamyndinni The Help, sagði í viðtali nýlega að hann vildi segja sögu Browns í myndinni, frá því að hann var fátækur og bjó í Georgíu þangað til hann varð heimsfrægur söngvari fyrir smelli eins og Papa´s Got A Brand New Bag og I Feel Good. Orðrómur er á kreiki þess efnis að leikararnir Viola Davis, Nelsan Ellis og Óskarsverðlauna hafinn Octavia Spencer muni leika í myndinni en ekkert hefur verið staðfest að svo stöddu. Áætlað er að tökur fari fram í Mississippi á næstunni. Loksins mynd um goðið James Brown Gera á kvikmynd byggða á ævi söngvarans. LEIKUR JAMES BROWN Leikarinn Chadwick Boseman fer með hlutverk James Brown í kvikmynd sem byggir á ævi kappans. NORDICPHOTOS/GETTY Stórmyndin Elysium skartar Matt Damon og Jodie Foster í aðalhlut- verkum. Myndin er í leikstjórn suðurafríska leikstjórans Neills Blomkamp, þess sama og leik- stýrði hinni vinsælu District 9 frá árinu 2009. Sögusvið myndarinnar er Jörð- in árið 2154. Mannfólkinu er skipt í tvo hópa: þá stórefnuðu er hafa búið sér heimili á geimstöðinni Elysium og þá fátæku sem lifa lífi sínu á Jörðinni, sem nú er orðin rústir einar. Á Elysium búa hinir efnuðu við ríkidæmi, öryggi og fullkomna heilsu en á jörðu niðri búa íbúarnir við fátækt og harð- ræði. Jarðarbúa dreymir um betra líf á Elysium en stjórnvöld þar gera sitt ýtrasta til að varna þeim inngöngu í paradís. Max Da Costa, fyrrverandi þjófur og fangi, er söguhetja myndarinnar. Hann býr í rústum Los Angeles-borgar og starfar í framleiðsludeild stórrar verk- smiðju er framleiðir vopn og hvers kyns vélmenni fyrir íbúa Elysium. Þegar hann veikist lífs- hættulega ákveður hann að gera tilraun til að komast til Elysium og verða sér úti um lækningu. Til þess að komast í geimstöð- ina verður hann að slást í lið með Spider, tölvuhakkara og smyglara. Varnarmála ráðherra Elysium, Jessica Delacourt, hyggst þó vernda stöðina frá ólög- legum innflytjendum og um leið hrifsa til sín frekari völd, og hefst þá hasarinn. Tökur á Elysium hófust í júlí árið 2011 og hlaut Blomkamp rúma 14 milljarða í fjármagn. Atriðin sem eiga að gerast á ónýtri Jörðinni voru tekin upp á ruslahaug í grennd við Iztapa- lapa, fátækrahverfi í Mexíkó- borg. Atriðin er gerast á geim- stöðinni Elysium eru aftur á móti tekin upp í hinu ríkmannlega Huixquilucan-Interlomas hverfi í sömu borg, sem og í Vancouver í Kanada. Suðurafríski tónlistarmaður- inn Watkin Tudor Jones, betur þekktur sem Ninja úr hljóm- sveitinni Die Antwoord, átti upp- haflega að fara með hlutverk Max Da Costa. Þegar hann afþakkaði leitaði Blomkamp til annars rapp- ara, Eminem. Hann fór fram á að myndin yrði að hluta til tekin upp í heimaborg sinni, Detroit, sem framleiðslufyrirtækin gátu ekki sæst á. Matt Damon, sem fer með hlutverk Max Da Costa, var því þriðja val leikstjórans. Elysium hefur hlotið ágæta dóma og hlýtur 69 prósent í ein- kunn á kvikmyndavefsíðunni Rottentomatoes og 61 prósent á Metacritic. - sm Drungaleg framtíðar- sýn Blomkamps Kvikmyndin Elysium var frumsýnd í gær. Myndin skartar Matt Damon og Jodie Foster í helstu hlutverkum og er í leikstjórn Neills Blomkamp. HÖRÐ BARÁTTA Matt Damon fer með hlutverk Max Da Costa í kvikmyndinni Elysium. Líkt og District 9 fjallar Elysium um stéttaskiptingu og ójafna skiptingu auðs. Þegar Blomkamp var spurður út í drungalega framtíðarsýn sína kvaðst hann ekki líta á kvikmyndina sem framtíðarspá, þvert á móti sagði hann myndina lýsa núverandi ástandi heimsins. „Nei, nei, nei. Þetta er ekki vísindaskáldsaga. Þetta er nútíminn. Þetta er núna,“ sagði leik- stjórinn. Lýsir nútímanum Þrjá myndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum föstudaginn 30. ágúst. Má þar fyrst nefna teikni- myndina Flugvélar, eða Planes líkt og hún heitir á ensku. Myndin fjallar um Dusty, litla flugvél sem dreymir um að taka þátt í flug- keppni. Eina vandamálið er að hann er lofthræddur. Þá verður heimildarmyndin The Act of Killing einnig sýnd. Mynd- in fylgist með fyrrverandi foringja dauðasveita í Indónesíu setja á svið fjöldamorð sem þeir frömdu á sjö- unda áratug síðustu aldar. Atriðin endurleika þeir í þeim kvikmynda- stílum sem þeir óska sér, þar á meðal í klassískum Hollywood- glæpastíl og í stórbrotnum söng- leikjastíl. Að lokum má nefna myndina Hross í oss. Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson og er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Flugvélar og hestar Þrjár myndir verða frumsýndar á föstudag. FLUGVÉL Teiknimyndin Flugvélar verður frumsýnd á föstudaginn. ÞOLÞJÁLFUN LYFTINGAR STEMNING ÁRANGUR Fyrir konur og karla, CLUB FIT, 6-vikna námskeið Mögulega besta æfingakerfi í heimi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.