Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 58
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT VEIÐI | 50 Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum. Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir. MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAFA FOR THE WAY IT´S MADE Gildir um KitchenAid hrærivélar. Stærsti lax sem veiðst hefur í Elliðaám í sumar hljóp á færið hjá Garðari Erni Úlfarssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, í gær – rúmlega sjö og hálft kíló eða fimmtán pund og 96 sentimetrar að lengd. Garðar var að vonum hoppandi kátur þegar blaðamaður heyrði í honum í gær, en þá var hann nýbúinn að landa ferlíkinu. Og brosti hringinn. „Viðureignin tók um hálftíma. Hann tók litla flugu sem heit- ir Friggi. Svartan Frigga hálf- tommu. Mér var gefin þessi fluga í sumar af höfundinum sem ég hitti á einum veiðistaðnum. Nú prófaði ég hana þar sem heitir Heyvað.“ Veiðistaðurinn er gamal- þekktur og er ofarlega í ánni. Garðar segir þetta ákaflega vinsam legt af Elliðaánum í sinn garð og spyr hvort til séu ein- hverjar veiðireglur um hvenær eigi að hætta að brosa? Garðar tók laxinn á gamla Hardy-stöng, 9,5 feta fyrir línu átta. „Þetta er stöng sem afi minn átti. Hann var einmitt for maður Elliðaárnefndar. Ég tileinka þennan lax honum,“ segir Garð- ar og segir þetta sérdeilis fínan dag. „Nokkrir mjög stórir hafa veiðst í sumar, óvenju margir stórlaxar í þessari alræmdu smá- laxaá. Hver svo sem ástæðan er,“ segir Bjarni Júlíusson, for maður Stangveiðifélags Reykjavíkur, sem hefur umsjón með ánni. Ólafur E. Jóhannsson er for- maður árnefndar Elliðaáa og hann segir þetta stærsta lax sem veiðst hefur þar í sumar. „Það hafa komið stærri fisk- ar og við erum til að mynda með einn tuttugu punda uppstoppaðan hér uppi á vegg, í veiðihúsinu.“ Ólafi vefst tunga um tönn þegar hann er spurður hver sé stærsti lax sem veiðst hefur í Elliðaánum enda hafa þar verið stundaðar veiðar í á annað hundrað ár. Og því erfitt að segja. „Eftir 1992 hefur ekki komið stærri fiskur en 20 pundari. Þessi lax er alls ekki sá stærsti en glæsilegur engu að síður, ég er ekki að draga úr því.“ Ólafur vigtaði laxinn eftir kúnstarinnar reglum og kom þá á daginn að hann var 7,56 kíló eða 15 pund rúmlega og 96 senti- metrar að lengd. „Hann er leginn og farinn að þynnast. Nýgenginn hefur hann verið þyngri.“ jakob@365.is STÓRLAXINN Stærðin á laxinum sést vel þar sem hann liggur við hlið annarrar flugustangar Garðars. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Garðar Örn Úlfarsson dró stórlax úr Elliðaám í gær og vill tileinka afa sínum fi skinn en Garðar veiddi laxinn á gamla Hardy-stöng úr fórum hans. SKRÍMSLI ÚR ELLIÐAÁNUM Garðar Örn himinlifandi með laxinn, þann stærsta sem veiðst hefur í ánum í sumar. Fiskinn veiddi hann á gamla veiðistöng sem afi hans átti en hann var einmitt formaður Elliðaárnefndar á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég hélt mínu striki og er að verða eins konar „trend- setter“ í þessum hópi. Það þykir ekkert flott lengur að fá fisk heldur er aðalatriðið að segja sögur í veiðihúsinu. Og á bakkanum. Ég tók með mér Rod Stewart-ævisöguna og var mest að lesa upp úr henni á bakkanum. Meðan Þorvar bróðir var að flengja ána. Þetta var ótrúlega dautt,“ segir Jón Óskar Hafsteinsson myndlistarmaður og einn þekktasti stangveiðimaður landsins. Þessi tiltekni hópur, sem Jón Óskar fer árlega með í Laxá í Aðaldal, leggur upp úr því að allir séu ákaflega snyrtilegir í klæðaburði í veiðiferðinni og er ætíð haldin veisla á árbakkanum þar sem skart mennin háma í sig dýrindis krásir. Jón Óskar segir að í veiðihúsinu hafi verið sagðar veiði- sögur frá því að fiskur var í ánni. „Svo er með okkur Máni Svavarsson tónlistarmaður, sem er einhver flottasti sögu- maður sem maður veit um, og hann hélt lífinu í okkur með gamansögum og eftirhermum. Gunni Helga leikari tekur svo alltaf sína spretti.“ „Flestir í þessum hópi hafa veitt á þessum tíma í Nesi í fimm ár og var þetta óvenju slappur túr. Aðeins átta fiskar og þar af aðeins einn tveggja ára fiskur, þrátt fyrir að sum- arið í sumar hafi gefið mjög vel í Nesi,“ segir Ásmundur Helgason – þrautreyndur veiðimaðurinn og einn félags- manna. Ýmsar tilgátur voru um ástæður þess að laxinn tók ekki hjá hópnum að þessu sinni; sunnanáttin slekkur á ánni, hitasveiflur voru miklar, óvenju mikið vatn í ánni og sitthvað fleira var tínt til. „En ekki að hugsast gæti að veiðimenn væru ekki starfinu vaxnir. Reyndar var Hilmar Hansson, sem er okkar fremstur veiðimanna, ekki með að þessu sinni. En, þetta var frekar ónýtt.“ - jbg FÉLAGARNIR Á myndinni er hópurinn sem var við veiðar á Nes- svæðinu í Aðaldal um helgina. Þarna eru bræðurnir Nökkvi og Máni Svavarssynir, bræðurnir Jón Óskar, Þorvar og Hringur Hafsteinssynir, bræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir, Örn, Davíð, Börkur, Sigvaldi, Sigþór og Þórir Grétar. MYND/ÁSMUNDUR HELGASON Fínasti klúbburinn fékk fáa í Aðaldal Fjör var í veiðihúsinu og fáir snyrtilegri um helgina en veiðifélagarnir á Nessvæðinu Þetta er stöng sem afi minn átti. Hann var einmitt formaður Elliðaárnefndar. Ég tileinka þennan lax honum. Garðar Örn Úlfarsson, blaðamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.