Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 29. ágúst 2013 | SKOÐUN | 23 Það er ekki góð hugmynd að Reykjavíkurflugvöllur fari til Keflavíkur. Það er heldur ekki góð hugmynd að útiloka Vatnsmýrina sem framtíðar- byggingarland borgarinnar. Verst er þó sú staða að ekki megi ræða lausnir fyrir stað- setningu flugvallarins án þess að gefa sér að Vatnsmýrin og Keflavík séu einu staðirnir sem komi til greina. Það er hluti af skyldum höfuð- borgar að gera öllum lands- mönnum auðvelt að sækja þá þjónustu sem eingöngu er boðið upp á í höfuðborginni. Borgin er ekki eyland heldur hluti af íslensku samfélagi, netinu sem tengir okkur öll. Það má vera að samgöngubætur framtíðar eða önnur ófyrirséð þróun bjóði upp á að innanlandsflug geti blómstrað annars staðar en í Vatnsmýri. En sá kostur er ekki til staðar í dag og enn síður á meðan ríkissjóður stendur eins illa og raun ber vitni. Það eru því mjög litlar líkur á því að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari til Keflavíkur í bráð. Hvar byggja barnabörnin? Eitt mikilvægasta hlutverk borgarfulltrúa í Reykjavík er að hugsa um framtíðina. Hlutverk okkar sem kjörinna fulltrúa er að rýna vel hvað er best fyrir núverandi íbúa en ekki síður að taka ákvarðanir sem varða framtíðina, fyrir börn sem enn eru ófædd. Aðal skipulag Reykjavíkur er eitt stærsta verkfæri okkar. Skipulagið varpar fram sýn um umhverfis- mál, samgöngumál og hag- kvæmari borg, bæði fyrir fjöl- skyldur og skattgreiðendur í heild. Drögin byggja á nokkrum meginþáttum sem munu bæta borgarumhverfið og auka lífs- gæði borgarbúa. Þéttari byggð er þar lykil- þáttur. Rekstur borgarinnar verður mun hagkvæmari með þéttari byggð. Hægt verður að nýta betur land og fjárfest- ingar í gatna- og veitukerfum auk þjónustu eins og skóla og félagsþjónustu. Samgöngu- kostnaður borgarbúa lækkar verulega þar sem vegalengdir milli vinnu, þjónustu og heimila styttast. Fyrir íbúa borgarinnar eru þetta allt mjög mikilvægir þættir til framtíðar, alveg eins og fyrir íbúa annarra sveitar- félaga. Án aukinnar þéttingar yrðu daglegar ferðir umtalsvert lengri, mengun meiri og tími með fjölskyldu og í tómstund- um minni. Aukin byggð fyrir austan borgina myndi rýra lífs- gæði íbúa úthverfa Reykjavíkur vegna aukinnar umferðar við og í gegnum þau hverfi. Eitt af þremur lykilupp- byggingarsvæðunum er Vatns- mýrin ásamt Elliðaárvogi og miðborginni. Vatnsmýrin er í tillögunni að nýju aðalskipulagi blönduð byggð íbúða, háskóla- og atvinnustarfsemi. Úttektir hlutlausra aðila hafa sýnt fram á að hagræn áhrif af því að nýta Vatnsmýrina undir blandaða byggð og finna flugvellinum nýjan stað eru einfaldlega of mikil til að forsvaranlegt sé að skoða flutning flugvallar ekki til þrautar. Svæðið er jafnframt gríðarstórt. Það jafngildir því að Reykvíkingar fengju svæði til afnota sem samsvarar öllum vesturbænum, eða gætu byggt nýjan miðbæ, í miðbænum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá kosti þess að geta byggt upp svæði á stærð við Þingholtin og miðbæinn í hjarta borgarinnar. Brautin fer ekki 2016 Það er mikilvægt að ríki og borg skoði saman hvar innan- landsflugvöllurinn gæti verið til frambúðar. Fjölmargir kostir eru óræddir og ekki skoðaðir í kjölinn. Borgin á að ganga samningsfús og lausnamiðuð til viðræðna og þar hlýtur að koma til álita að breyta dagsetningum á fyrirhuguðum brottflutningi flugvallarins. Flestir sjá að það er útilokað með öllu að önnur aðalbrautin hverfi árið 2016. Á dagskrá er að fullkanna Hólms- heiðina en gera þarf ítarlegri athuganir á flugskilyrðum og veðurfari. Skoða þarf betur aðra kosti og nú í vetur gefst einmitt einstakt tækifæri til þess þegar svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins verður endurskoðað. Áhyggjur af sjúkraflutningum eru réttmætar en leysanleg- ar. Auðvitað vill enginn, ekki heldur fylgjendur þess að byggt sé í Vatnsmýrinni, tefla í tvísýnu neinu sem viðkemur öryggi og sjúkraþjónustu. Hjarta Reykjavíkur Þann 20. september lýkur umsagnarferli um drög að aðal- skipulagi Reykjavíkur. Borgar- búar, hagsmunaaðilar og allir þeir sem bera hag borgarinnar fyrir brjósti eru hvattir til að senda sitt álit. Undirskrifta- söfnun á lending.is sýnir, eins og borgarfulltrúar eru vel með- vitaðir um, að flugvallarsvæð- ið snertir landsmenn alla og það er mikilvægt að taka til greina þessi öflugu mótmæli. Í umsagnarferlinu og áframhald- andi umfjöllun borgarstjórnar munu eflaust margar athuga- semdir koma fram sem gætu leitt til breytinga þegar loka- tillaga verður lögð fram. Það vill svo til að hjarta flug- vallarins er jafnframt hjarta Reykjavíkurborgar, höfuðborg- ar allra landsmanna. Íbúar eiga rétt á því að við leitum lausna, með virðingu fyrir sjónar- miðum allra. Það vill svo til að hjarta flugvallarins er jafnframt hjarta Reykja- víkurborgar, höfuðborgar allra landsmanna. Íbúar eiga rétt á því að við leitum lausna, með virðingu fyrir sjónarmiðum allra. Í DAG Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Lending í sátt Gerum allt fyrir aumingja! Við lækkuðum veiði- gjöldin á útgerð- ina. Þessa vesa- linga sem m.a. þurfa að standa u nd i r h a l l a - rekstri Morgun- blaðsins og gera upp í gjaldmiðli sem við hinir Íslendingarnir fáum ekki að nota! Við lækkuðum gjöldin á ferðaþjónustuna, sem lifir á slíkri horrim að ekki er unnt að starfrækja hana nema með viða- mikilli svartri atvinnustarfsemi! Við framlengdum ekki auðlegðar- skattinn, af því að ég undirritaður, Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð höfum ekki efni á að borga. Við ætlum að lækka skatta á vaxta- og húsaleigutekjum af því að við töpum svo mikið af ávöxtunum að okkur eru engir vegir færir. Við ætlum að skerða eftirlitið með fjármálastofnunum útrásarvíkinga af því að þeir töpuðu svo mikið á hruninu. Við ætlum að auka skatt- fríðindi þeirra sem fjárfesta í hlutabréfum því þeir hafa misst svo mikið. Öllum ætlum við að hjálpa. Öllum aumingjum! Þannig verðum við aftur borgar- stjórar. Forsætisráðherrar! Ást- megir þjóðarinnar! Gerum allt fyrir aumingja Hanna Birna Kristjáns- dóttir, fyrrverandi odd- viti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og nú innan- ríkisráðherra og þar með sveitarstjórnarráðherra, hefur gefið sína forskrift að því hvernig bregðast eigi við efnahagsþreng- ingum ríkis og sveitar- félaga. Það gerir hún í við- tali við nýjan frétta- miðil, Kjarnann, en þar segir hún: „Sveitar- félögin þurfa, líkt og ríkið, að vera óhræddari við að horfa á kosti þess að fela öðrum en opin- berum aðilum að reka þjónustu á borð við skóla, leikskóla, þjónustu við aldraða, tómstundaiðkun og fleira. Með því að úthýsa rekstr- inum má ná fram meiri hagræð- ingu, spara útsvarsgreiðendum fjármagn en gera um leið aukn- ar kröfur um gæði, skilvirkni og þjónustu.“ Þetta hljómar allt eins eðlilegt og sjálfsagt og öllum til hagsbóta og það gerði í munni Margrétar Thatcher, leiðtoga breskra íhalds- manna á sínum tíma. Og líka í munni Tonys Blair, formanns Verkamannaflokksins breska, sem einnig var talsmaður þess að útvista opinberri þjónustu. Þá hét það einkaframkvæmd. Þess- ir erlendu stjórnmálamenn voru um langt skeið andlegir leiðsögu- menn stjórnmálamanna víðs vegar um heiminn. Einnig hér á landi. Nema hvað þegar upp var stað- ið varð einkaframkvæmdin ekki til þess að „ná fram meiri hag- ræðingu“, sparaði ekki heldur „útsvarsgreiðendum fjármagn“ og ekki reis einkarekin velferðar- þjónusta undir kröfum um „gæði, skilvirkni og þjónustu“. Einkavæðingarsinnar hafa löngum klifað á því að frjáls félagasamtök og stofnanir á borð við Hrafnistu, SÍBS og fleiri hafi rekið öldrunarþjónustu og sé góð reynsla af því. Þetta eru hins vegar afvegaleiðandi rök því þessi starfsemi sem er sprottin upp úr félagslegum samtökum er rekin á nákvæmlega sömu for- sendum og opinber þjónusta og var ekki sett á laggirnar til að spara peninga heldur eingöngu til að veita þjónustu á markviss- an hátt, skjólstæðingum til góða. … ekki Einkareksturinn sem gumað er af í seinni tíð er hins vegar starf- semi sem ætlað er að færa eig- endum sínum hagnað og er því af allt öðrum toga. Þar er reynslan döpur hvað varðar þjónustu og hagræðingu í þágu notandans og samfélagsins. Reyndar hafa afleiðingarnar verið verri þjón- usta, auk þess sem með þess- um hætti er búið í haginn fyrir félagslega mismunun. En einkareksturinn er til ann- ars fallinn: Hann firrir stjórn- málamenn ábyrgð! Með því að segja við sveitar- félögin að þau eigi að hætta að bera sig illa eða óska eftir traust- ari tekjustofnum fyrir atbeina ríkisvaldsins, þar með styrkingu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna, sem að hluta til byggir á fjár- magni úr ríkissjóði, skuli þau horfa í eigin barm og spyrja hvort þau hafi verið nógu dugleg að einkavæða velferðar þjónustuna! Með öðrum orðum, ef þau gera þetta ekki geti þau sjálfum sér um kennt. Svona gerum við þegar við þvoum okkar hendur í hægri- sinnaðri ríkisstjórn, segir nú sveitarstjórnarráðherrann. Svona gerum við ekki, hljótum við hins vegar að segja einum rómi sem erum kjörin til að passa upp á jöfnuð og jafnrétti í þjóð- félaginu. Við munum ekki sitja þegjandi, minnug þess hvílíkar hörmungar það hefur leitt yfir samfélög sem hafa gert viðkvæma velferðar- þjónustu að gróðavegi fyrir peninga menn. Svona gerum „við“ … FJÁRMÁL Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi VG ➜ Við munum ekki sitja þegjandi, minnug þess hvílíkar hörmungar það hefur leitt yfi r samfélög sem hafa gert viðkvæma velferðarþjónustu að gróðavegi fyrir peningamenn. FJÁRMÁL Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.