Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 38
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 30TÍMAMÓT „Ha? Hvaða afmæli?,“ spyr Manúela Ósk Harðardóttir þegar blaða maður spyr hana hvort hún geti séð af nokkrum mínútum til að spjalla um þrítugsafmæli hennar í dag. „Nei, ég er að djóka. Ég er bara í smá afneit- un,“ bætir hún við og hlær. Manúela Ósk, sem kjörin var ung- frú Ísland 2002, stundaði nám við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur síð- asta vetur en fékk inngöngu í fata- hönnunardeild Listaháskóla Íslands (LHÍ) nú í vor. Hún hóf svo námið í LHÍ á mánudaginn var og segist aðspurð strax kunna mjög vel við sig í skólanum. „Mér líst rosalega vel á skólann og þetta nám. Það er mjög mikið að gera en ég er afskaplega glöð með þetta,“ segir Manúela og bætir við að hún hafi lengi haft áhuga á fatahönnun og stefnt ljóst og leynt að námi í faginu í nokkurn tíma. Hefur hún þá fundið framtíðar- starfið? „Ég hef mikinn áhuga á því að starfa sem fatahönnuður í fram- tíðinni, já,“ útskýrir Manúela. „Það er fullsnemmt að segja til um hvers konar föt ég mun koma til með að hanna síðar meir því þetta eru ein- ungis fyrstu dagarnir í náminu. Ég er að öðlast þekkingu og færni í undirstöðu atriðum fatahönnunar og hef besta hugsanlega fólkið í brans- anum til að leiðbeina mér, en það getur vel farið svo að allar mínar hugmyndir taki breytingum á þess- um þremur árum sem námið tekur,“ segir Manúela, en hún rak um tíma lífstílsvefinn M X K ásamt Karen Lind Tómasdóttur vinkonu sinni. Sú vefsíða hefur nú lagst af í bili enda segist fatahönnunarneminn engan tíma hafa fyrir slíkan rekstur þessa dagana. „Það getur samt vel verið að við opnum vefinn aftur seinna.“ En hvað skyldi svo standa til á þrí- tugsafmælisdaginn hjá Manúelu? „Ég ætla bara að gráta,“ grínast hún, en viðurkennir jafnframt að hún hafi aldrei átt erfitt með afmælis- daga fram að þessu stórafmæli í dag. „Þetta leggst einhvern veginn ekki alveg nógu vel í mig en ætli ég reyni ekki að eiga góðan dag með börnun- um mínum og fjölskyldu, fara kannski eitthvert gott út að borða og bjóða svo í gott partí um helgina. Mér finnst það vera hálfgerð skylda,“ segir Manúela að lokum. kjartan@frettabladid.is Er í smá afneitun á þrítugsafmælisdeginum Manúela Ósk Harðardóttir, Ungfrú Ísland árið 2002 sem hóf nám í fatahönnun í Lista- háskólanum á mánudaginn var, fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. ÞRÍTUG Manúela Ósk Harðar dóttir ætlar að eiga góðan afmælis- dag ásamt fjöl skyldu og börnum og bjóða svo í veislu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Gríðarlegt eignatjón varð þegar fellibylur- inn Katrín gekk á land á suðurströnd Bandaríkjanna þennan dag árið 2005. Manntjón varð minna en óttast var, enda var viðbúnaður mikill þegar ljóst var hvert fellibylurinn stefndi. Um milljón manns þusti út í bíla og hélt út á þjóðvegina á flótta undan flóðinu. Skemmdirnar urðu mestar í Louisiana og Mississippi og varð elsti hluti borgarinnar New Orleans einna verst úti, enda er hann undir sjávarmáli. Við Pontchartain-vatn fóru heilu hverfin á bólakaf og í Biloxi fuku hús eins og spilaborgir, enda var vindstyrkur um það bil 55 metrar á sekúndu. Olíuverð náði áður óþekktum hæðum vegna bylsins. ÞETTA GERÐIST: 29. ÁGÚST 2005 Fellibylurinn Katrín gengur á land MERKISATBURÐIR 1862 Akureyri fær kaupstaðarréttindi í annað sinn. 1910 Fyrsti keisaraskurður á Íslandi, þar sem bæði móðir og barn lifa, er gerður í Reykjavík. 1944 Á Ísafjarðardjúpi veiðist 300 kílógramma túnfiskur. 1945 Hafin er bygging húss fyrir Þjóðminjasafn Íslands við Hringbraut í Reykjavík. 1948 Baldur Möller verður skákmeistari Norðurlanda, fyrstur Íslendinga. 1971 Kirkjan á Breiðabólstað á Skógarströnd brennur til kaldra kola og það kviknar í bíl sóknarprestsins. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR H. KVARAN Kleifarvegi 1. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild V-3 á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða aðhlynningu og elskulegt viðmót. Karítas Kvaran Baldur Guðlaugsson Gunnar E. Kvaran Snæfríður Þ. Egilson Einar G. Kvaran Tinna Grétarsdóttir Ólafur Hrafnkell Baldursson Charlotte Gerd Hannibal Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir Þórhildur Baldursdóttir og barnabarnabörn. Hjartkær frænka okkar, LÁRA JÓHANNESDÓTTIR frá Herjólfsstöðum, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda Þorsteinn, Jóhannes og Lárus Viggóssynir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BORGHILDUR SVANLAUG ÞORLÁKSDÓTTIR frá Veiðileysu, sem lést á deild 3B á Hrafnistu í Hafnarfirði, föstudaginn 23. ágúst sl. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 30. ágúst kl. 13.00. María Sveinbjörnsdóttir Steen Jörgensen Trausti Sveinbjörnsson Margrét Ólöf Sveinbjörnsdóttir Þórir Steingrímsson Ásta Sveinbjörnsdóttir Ólöf Þóra Sveinbjörnsdóttir Erla Sveinbjörnsdóttir Grétar Páll Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, móðursystir, amma og langamma, SVEINBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést miðvikudaginn 21. ágúst. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Jónatan Ólafsson Sigrún Sigurðardóttir Loftur Ólafsson Kristín Helga Björnsdóttir Helga Torfadóttir Anton Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.