Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 22 TEKJUHÆSTSöngkonan Madonna er launahæsta stórstjarna ársins 2013 eftir því sem tímaritið Forbes greinir frá. Talið er að laun hennar fyrir árið nemi 80 milljónum punda. Madonna ýtir með þessu Steven Spielberg úr efsta sætinu. V inkonurnar Rannveig Guðmunds-dóttir, fyrrverandi alþingismaður, og Hrefna Hagalín áttu notalega stund á Heilsuhóteli Íslands á síðasta ári. Þær höfðu lengi stefnt á að gera eitthvað skemmtilegt saman og eftir að hafa rætt málin komust þær að því að báðar höfðu þær lengi viljað heimsækja Heilsuhótelið. Rannveig segist lengi hafa haft mikinn áhuga á hollu mataræði og raunar öllu því sem hefur áhrif á og viðheldur góðri heilsu. „Við ákváðum því að skella okkur saman vinkonurnar í tvær vikur og ég get svo sannarlega mælt með dvölinni þar. Það er líka alveg frábært að fara með vinkonu sinni á svona stað. Við vorum saman í herbergi og urðum gömlu æsku-vinkonurnar enn á ný. Við spjölluðum, æfðum, skipulögðum okkur og áttum svo skemmtilegar stundir saman.“Að sögn Rannveigar var aðstaðan öll til fyrirmyndar og starfsfólkið frábært. „Einnig má nefna að maturinn var virki-lega góður en hann byggðist eingöngu á grænmeti og ávöxtum. Síðan er mikil hreyfing og líkamsrækt í boði en gestir stýra því sjálfir hvað þeir velja úr dag-skránni. Hún samanstendur af útiveru bæði innan svæðis og daglegum göngu-ferðum í nágrannabæjunum, einnig af líkams rækt, góðum matf ð FRÁBÆR DVÖL FYRIR VINKONURNARHEILSUHÓTEL ÍSLANDS KYNNIR Frábær aðstaða og gott starfsfólk býður gesti velkomna í fallegt umhverfi á Reykjanesi. HUGSAR UM HEILSUNA „Við vorum með væntingar fyrir fram en dvölin var framar öllum væntingum okkar,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Laugavegi 63 • S: 551 4422 laxdal.is DÚNÚLPUR stuttar og siðar Vertu vinur á Facebook Skoðið Yfirhafnir TÆKIFÆRISGJAFIRTILBOÐ Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 pHnífa aratöskur – 12 manna 14 tegundirVerð frá kr. 24.990 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 29. ágúst 2013 202. tölublað 13. árgangur Allir miðar ógiltir Samtökin ´78 undrast ákvörðun biskups Íslands að halda erindi á Hátíð vonar. Allir miðar sem pantaðir voru á hátíðina hafa verið ógiltir og þarf að panta upp á nýtt. 6 Bleikjueldi á Sogni Fangar stunda bleikjueldi á Sogni í Ölfusi. Byrjaði í fyrrasumar segir forstöðumaður Litla- Hrauns. 2 Söngvasögum safnað Forstöðu- maður Tónlistarsafns Íslands gerir víðreist til að taka upp frásagnir um tónlistarmenningu. 4 Vangaveltur um svefn Norskur læknir segir börn ekki alltaf þurfa að sofa jafnmikið og foreldrar halda. 18 MENNING Hallfríður Þóra og banda- ríski tónlistarmaðurinn Pál Vetika sömdu lag í gegnum Facebook. 54 SPORT Chuck Chijindu hjá Þór var án dvalarleyfis í tólf vikur í sumar og spilaði þann tíma launalaust. 46 FJARSKIPTI Nýjar tölur um net notkun Íslendinga leiða í ljós gjörbreytt landslag fjarskipta hér á landi, sem sér ekki fyrir endann á. Net- vafur landans færist hratt úr hefð- bundnum tölvum í snjallsíma og spjaldtölvur. Gagnamagnsnotkun í farsíma- kerfum hjá Símanum og Vodafone hefur tugfaldast síðustu ár. Sam- kvæmt upplýsingum frá Símanum hefur gagnamagn sem hlaðið er niður í snjallsíma rúmlega 50-faldast frá júní 2010 fram til júní í ár, og samkvæmt tölum frá Voda- fone hefur aukningin verið 57-föld frá upphafi árs 2009 fram til júlí í ár. „Hér hjá Símanum sáum við fyrstu iPhone-símana á kerfunum um mitt ár 2007,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, í sam- tali við Fréttablaðið. „Þeir ruddu braut snjallsímanna á markaði. Nú er svo komið að snjallsímar eru um helmingur allra á farsímaneti Símans og í júlí voru átta af hverj- um tíu seldum símum í verslunum Símans snjallsímar.“ Í tilkynningu frá Vodafone segir að aukning gagnaflutninga í far- símakerfi milli júní og júlí síðast- liðins hafi numið 21,5%. Hrannar Pétursson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Voda- fone, segir að viðbúið sé að fram- hald verði á þessari þróun. „Enda eru notkunarmöguleik- ar snjalltækjanna alltaf að aukast. Neytendur eru fljótir að tileinka sér það, en einnig felast ótal tækifæri í þessum breytta veruleika fyrir fyrirtæki til að bæta sína þjónustu á hagkvæman hátt.“ Notkun spjaldtölva hefur einnig aukist stórum frá því að þær komu fram fyrir nokkrum misserum og gagnamagnið sem spjaldtölvu- notendur í kerfi Símans hlaða niður hefur næstum því 400-faldast frá júní 2010 til júní í ár. „Við erum stödd í miðri fjar- skiptabyltingu,“ segir Sævar og bætir því við að fáir hafi senni- lega talið þessa þróun vera mögu- lega. „Netið verður sífellt meiri afþreyingarmiðill. Þangað sækjum við orðið svo margt; sjónvarpið er komið á netið, tónlistin er á netinu, fjölskyldualbúmið er á netinu og samskipti stórfjölskyldna eru komin á samfélagsmiðla. Og við getum notið þessa alls með símtækjunum.“ Þessa þróun segir Sævar kalla á aukna fjárfestingu og vegna þessa verji Síminn hundruðum milljóna króna í fjárfestingar á hverju ári. - þj Netvafrið færist í far- síma og spjaldtölvur Samkvæmt tölum frá Símanum og Vodafone hafa gagnaflutningar í snjallsíma og spjaldtölvur meira en fimmtíufaldast á fáeinum misserum. Aukningin endurspegl- ar nýjungar í tækjabúnaði og nýja möguleika í notkun netsins við leik og störf. Við erum stödd í miðri fjarskipta- byltingu. Sævar Freyr Þráins- son, forstjóri Símans FULLNÆGJAND I BÓK SKÓLATILBOÐ ! 80 GERÐIR AF FARTÖLVUM FÓLK „Ég er ein af níu keppend- um í úrslitum og eina stúlkan í hópnum. Það var eins í fyrra, þá var ég eina stelpan í fimm manna hópi,“ segir Helga Guðmunds- dóttir, meistara- nemi í tölvunarfræði við Háskól- ann í Reykjavík og keppandi í Hakkarakeppni HR sem fram fer á morgun. Keppnin er haldin í tengslum við ráðstefnuna Nordic Security Conference. - sm / sjá síðu 54 Háskólinn í Reykjavík: Eina stelpan í hakkarakeppni HELGA GUÐ- MUNDSDÓTTIR SKOÐUN Flugvallarsvæðið snertir alla landsmenn, skrifar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. 23 Bolungarvík 8° SSV 2 Akureyri 11° SV 7 Egilsstaðir 15° SSV 3 Kirkjubæjarkl. 8° NA 4 Reykjavík 12° S 7 Best NA-til Í dag ríkja áfram suðlægar áttir, yfirleitt 3-8 m/s en hvassara við SA-ströndina. Rigning vestantil og síðar sunnanlands en bjart NA-til. 4 LOGNIÐ Á UNDAN STORMINUM Oddgeir Sæmundsson, Karl Emil Jónsson og Magnús H. Gunnarsson fengu sér sundsprett í Jökulsá á Brú í góða veðrinu í gær. „Þetta var kalt en frískandi,“ segir Oddgeir um sundsprettinn. Allir eru þeir félagar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi og hafa í hálendisgæslu síðustu daga farið um og gert við rafstöðvar og fest niður fjarskiptabúnað vegna illviðrisins sem spáð hefur verið um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.