Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 20
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | VIÐSKIPTI 20 Viðsnúningur er í hagnaðartölum Skipta (móðurfélags Símans og fleiri fyrirtækja) eftir fyrri árs- helming samkvæmt nýbirtu upp- gjöri. Hagnaður félagsins nemur 466 milljónum króna en á sama tíma í fyrra tapaði félagið 2,6 milljörðum króna. Fram kemur í tilkynningu félagsins að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, án ein- skiptisliða, hafi numið 4,2 millj- örðum króna, samanborið við 3,8 milljarða á fyrri hluta árs 2012. Þ á l æk k a vaxtaberandi skuldir félags- ins úr 62 ,1 milljarði í 27,2 milljarða. Eigin- fjárhlutfall er 56,6 prósent en var 10,2 prósent fyrir ári. Fram kemur að einskiptis- liðir á fyrri hluta ársins hafi verið 160 milljóna króna kostnaður vegna endurfjármögnunar, en í fyrra hafi verið um að ræða 440 milljón króna samkeppnissekt. Haft er eftir Steini Loga Björns- syni, forstjóri Skipta, í tilkynn- ingu félagsins að áfram sé unnið á grundvelli áætlunar sem miðar að því að hámarka arðsemi rekstr- arfélaga Skipta. Hann bendir á að fjárhagslegri endurskipulagningu hafi lokið undir lok tímabilsins. Lægri fjármagnskostnaður vegna þessa skili sér af fullum þunga á síðari hluta ársins. - óká Áframhaldandi rekstrarbati og gjörbreyttur efnahagsreikningur samkvæmt hálfsársuppgjöri Skipta sem birt var í gær: Hagnaður Skipta eftir skatta var 466 milljónir króna Fjármagnsliður 1H 2013 1H 2012 Rekstrarhagnaður 2.245 209 Hrein fjármagnsgjöld (1.603) (2.946) Hagnaður/tap fyrir tekjuskatt 642 (2.733) Hagnaður/tap 466 (2.562) Skuldir 33.561 69.402 Eigið fé 43.638 9.042 EBITDA 4.100 (27,2%) 3.400 (23,6%) *Allar tölur eru í milljónum króna. Heimild: Árshlutauppgjör og tilkynning Skipta. Innan samstæðu Skipta eru Síminn, Míla, Skjárinn, Sensa, Staki, On-Waves Radio- miðun og Talenta. Í Danmörku rekur Skipti fjarskiptafélagið Síminn DK og Sensa DK. Tölur úr árshlutauppgjöri Skipta* STEINN LOGI BJÖRNSSON Nýsköpunarstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er að styðja við frumkvöðla með því að veita þeim tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskipta- hugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu. Nýsköpunarstyrkjum er jafnframt ætlað að styðja við frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða sérfræði- þjónustu vegna nýsköpunar eða sækja námskeið sem sannanlega byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar. Styrkupphæðir » 500.000–2.000.000 kr. – styrkir fyrir verkefni sem eru lengra komin. » 200.000–500.000 kr. – styrkir fyrir fyrstu skrefin. Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur vegna nýsköpunarstyrkja er til og með 2. september 2013. Dómnefnd er skipuð þremur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans. Sótt er um styrkina rafrænt á vef bankans, landsbankinn.is. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru ferns konar styrkir veittir: Námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir en afreksstyrkir eru veittir annað hvert ár. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is Umsóknarfrestur er til 2. sept. Landsbankinn styður góðar hugmyndir og veitir í ár allt að 15 milljónir króna í nýsköpunarstyrki. www.saft.is KENNDU BARNINU ÞÍNU AÐ SKOÐA EFNI Á NETINU MEÐ GAGNRÝNUM HÆTTI Afkoma Íslandsbanka var jákvæð um 11,2 milljarða á fyrri hluta árs, en bankinn kynnti upp- gjör sitt í gær, bæði fyrir annan ársfjórðung og fyrir fyrri árs- helming. Eigið fé bankans nam 155,5 milljörðum króna og hækkaði um 15 prósent milli ára. Eigin- fjárhlutfallið styrktist úr 26,2 prósentum í 27,4 prósent. Eigið fé bankans hefur einnig meira en tvöfaldast frá stofnun bankans og er það meðal annars rakið til uppsafnaðs hagnaðar bankans frá stofnun. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segist afar ánægð með stöðu bankans og að margir sigrar hafi verið unnir frá stofn- un árið 2008. „Afkoma bankans á öðrum ársfjórðungi er í takt við áætlanir og jákvæð samlegðar- áhrif vegna sameininga eru að koma fram á báðum hliðum rekstrarreiknings,“ segir Birna, en þrjár sameiningar hjá bankan- um voru afgreiddar í fyrra. Í fyrra sameinaðist Íslands- banki Byr og Kreditkortum auk þess sem bankinn keypti Fram- tíðarauð, sem var séreigna- sparnaður Auðar Capital. Birna segir að með sameiningu við Byr hafi bankinn náð því að reka hag- kvæmasta útibúanetið á landinu og vera með markaðshlutdeild yfir 30 prósent. Heildarrekstrarkostnaður bankans lækkaði niður í 6,5 millj- arða króna á öðrum ársfjórðungi, sem er um 7,7 prósenta raun- lækkun á milli ára. Hagræðingunni var meðal ann- ars náð með því að fækka starfs- fólki. „Við höfum þurft að fækka starfsfólki eitthvað og bankinn hefur að stórum hluta náð að hag- ræða með almennri starfsmanna- veltu.“ Einnig hafa gæði eignasafns bankans batnað, en hlutfall lána í vanskilum eru nú einungis helmingur af því sem þau voru á sama tíma í fyrra, eða fóru úr 19,6 prósentum í 11,1 prósent af lánasafni. Samhliða betra eignasafni fara heildarafskriftir, eftir gjafir eða leiðréttingar bankans, á hverj- um ársfjórðungi, minnkandi, en bankinn hefur afskrifað tæp- lega 500 milljarða frá stofn- un hans, meðal annars í formi endurútreikninga á ólögmætum gengistryggðum lánum, leið- réttingu á lánum vegna 110 pró- senta leiðarinnar og vaxtaendur- greiðslna. Frá stofnun bankans hafa um það bil 35 þúsund ein- staklingar og fjögur þúsund fyrir tæki fengið afskriftir. Birna segir endurútreikning lána ganga vel. „Búið verður að ljúka við endurútreikning á 90 prósentum virkra lána í lok mánaðarins, en alls mun bankinn endurreikna um 15.000 ólögmæt gengistryggð lán og er áætlað að öllum endurútreikningi verði lokið fyrir árslok.“ lovisa@frettabladid.is Eigið fé bankans er 156 milljarðar Hagnaður Íslandsbanka nam 11,2 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Eigið fé bankans hefur tvöfald- ast frá stofnun. 500 milljarðar afskrifaðir á sama tíma. ÍSLANDSBANKI var útnefndur besti íslenski bankinn af tímaritinu Euromoney og var VÍB, eignastýring bankans, valin fremsta eignastýringarþjónustan á Íslandi af breska tímaritinu World Finance. Afkoma bankans á öðrum árs- fjórðungi er í takt við áætlanir og jákvæð sam- legðaráhrif vegna samein- inga eru að koma fram. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.