Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 54
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 46 Ég myndi ekki spila fótbolta erlendis án þess að fá greitt fyrir það. Chuck Chijindu, leikmaður Þórs PEPSI KVENNA 2013 BREIÐABLIK - AFTURELDING 1-2 0-1 Kristín Tryggvadóttir (12.), 1-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (13.), 1-2 Telma Þrastardóttir (33.). ÍBV - SELFOSS 3-0 1-0 Bryndís Jóhannesdóttir (4.), 2-0 Þórhildur Ólafsdóttir (11.), 3-0 Shaneka Gordon (33.). ÞÓR/KA - ÞRÓTTUR R. 5-0 1-0 Thanai Annis (2.), 2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (41.), 3-0 Thanai Annis (54.), 4-0 Katla Ósk Rakelardóttir (73.), 5-0 Katla Ósk (86.) FH - HK/VÍKINGUR 1-2 0-1 Berglind Bjarnadóttir (57.), 1-1 Sigrún Ella Einarsd. (71.), 1-2 Hugrún María Friðriksd. (89.) STJARNAN - VALUR 4-0 1-0 Rúna Sif Stefánsdóttir (32.), 2-0 Danka Podovac, víti (45.), 3-0 Harpa Þorsteinsdóttir (68.), 4-0 Írunn Þorbjörg Aradóttir (83.). STAÐAN Stjarnan 14 14 0 0 50-4 42 Breiðablik 14 9 1 4 34-16 28 ÍBV 14 9 1 4 35-21 28 Valur 14 8 3 3 35-18 27 Þór/KA 14 5 5 4 27-20 20 Selfoss 14 6 2 6 18-23 20 FH 14 3 4 7 27-36 13 Afturelding 14 4 1 9 14-32 13 HK/Víkingur 14 2 1 11 14-44 7 Þróttur R. 14 1 0 13 8-48 3 MARKAHÆSTAR Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 21 Elín Metta Jensen, Valur 12 Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss 11 Danka Podovac, Stjarnan 10 Shaneka Jodian Gordon, ÍBV 10 Bryndís Jóhannesdóttir, ÍBV 9 NÆSTU LEIKIR Sunnudagur 1. sept: 16.00 Selfoss - Þór/KA. Mánudagur 2. sept: 18.00 Þróttur-Stjarnan, Breiðablik-FH, Afturelding-ÍBV, Valur-HK/Vík. Stjörnukonur Íslandsmeistarar í gær ÍSLANDSMEISTARAR Stjörnustelpurnar fögnuðu að sjálfsögðu vel undir flóð- ljósunum í gærkvöldi eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Kvennalið Stjörnunnar tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi með því að vinna 4-0 sigur á Val. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Garðabæjarliðsins á þremur árum. Stjörnukonur hafa unnið alla fjórtán deildarleiki sína í sumar og eru búnar að landa Íslandsmeistara titlinum þótt enn séu fjórar umferðir eftir af mótinu. Rúna Sif Stefánsdóttir, Danka Podovac, Harpa Þorsteins dóttir og Írunn Þorbjörg Aradóttir skoruðu mörkin í gær en Harpa er þar með komin með 21 mark í Pepsi-deildinni í sumar. - óój SPORT FÓTBOLTI „Það liggur í augum uppi að þú getur ekki haft tekjur á Íslandi nema að hafa atvinnuleyfi. Það er bara þannig. Við förum eftir öllum reglum og lögum,“ segir Aðalsteinn Pálsson, for- maður knattspyrnudeildar Þórs. Chukwudi Chijindu, bandarísk- ur framherji liðsins, missti af við- ureign Þórs og KR í 14. umferð Pepsi-deildar karla þann 7. ágúst. Ástæðan var sú að Chuck var hvorki kominn með dvalarleyfi né atvinnuleyfi og þurfti sam- kvæmt lögum að yfirgefa Ísland á meðan Útlendingastofnun skoðaði umsókn hans. Chuck hélt á heima- slóðir í Kaliforníu í Bandaríkj- unum en var mættur aftur fimm dögum síðar og spilaði gegn Vík- ingi Ólafsvík. Aðalsteinn segir Þórsara ekki hafa greitt Chuck laun á einn eða annan máta þar til leyfi fékkst. Allt hafi verið uppi á borðinu. „Stundum þurfa menn að líka sýna sig og sanna áður en þeir heimta laun,“ segir Aðalsteinn. Hann bendir á að bandarískir leikmenn sjái Pepsi-deildina sem stökkpall yfir í stærri deildir í Evrópu. „Ég get lofað því að Chuck er ekki hjá Þór af því hann þénar svo mikið. Það er ekki ástæðan fyrir því að hann kemur til Íslands. Hann er að spila fótbolta í efstu deild í Evrópu, vill komast til Skandinavíu og enn lengra ef vel gengur.“ Ekki greidd há laun hjá Þór Joshua Wicks, markvörður Þórs og landi Chucks, hefur spilað með lið- inu í allt sumar. Aðalsteinn segir að Wicks hafi ekki þurft að yfir- gefa landið enda hafi verið búið að ganga frá allri pappírsvinnu þegar hann kom til Íslands í vetur. Sama gildi um aðra erlenda leikmenn Þórs. „Ég held að menn hafi ekki áttað sig á því fyrir fram að menn þyrftu að fljúga fram og til baka á meðan pappírar færu í gegnum kerfið. Það er staðreyndin í málinu,“ segir Aðalsteinn. Þórsarar séu búnir að læra af reynslunni en Aðalsteinn minnir á stöðugar breytingar í íþróttahreyfingunni þar sem menn þurfa að læra á kerfið. „Við sem stöndum í þessu núna erum að minnsta kosti búnir að læra hvernig þetta virkar,“ segir Aðalsteinn. Sex erlendir leikmenn hafa spilað með Akureyrarliðinu í sumar. Aðalsteinn segir launin ekki vera há. „Þór hefur ekki efni á því að vera með rándýra leikmenn eins og kannski sögurnar segja stund- um – ekki frekar en flest önnur íslensk félög. Það er bara þannig.“ Chuck spilaði fyrst með Þór þann 12. maí og er lykilmaður hjá nýliðunum. Í tæpa þrjá mánuði var því knattspyrnumaðurinn Chuck á Akureyri, æfði og spilaði fótbolta án þess að þiggja laun. Hvernig má það vera? Myndi ekki spila launalaust „Það má eiginlega segja að ég hafi fengið launin greidd eftir á,“ segir Chuck í samtali við Fréttablaðið. „Ég er náttúrulega atvinnu maður. Ég myndi ekki spila fótbolta erlendis án þess að þiggja fyrir það laun.“ Hann viðurkennir að þótt hann hafi ekki þegið laun á þessu tólf vikna tímabili hafi sér verið séð fyrir húsaskjóli og svo gildi enn. Ekki hafi verið ástæða til að hafa áhyggjur af honum þennan tíma. „Þeir vildu að sjálfsögðu gera allt samkvæmt lögum,“ segir Chuck, sem hefur skorað sjö mörk í fjórtán leikjum í deildinni í sumar. Chuck segist hafa haft það gott á Akureyri í sumar þrátt fyrir að vera nýkominn á launaskrá hjá Þór. „Þetta er ekki fyrsti samningur- inn sem ég skrifa undir. Sem betur fer á ég einhverja peninga í bank- anum,“ segir Chuck, sem missti af viðureign Vals og Þórs á sunnu- daginn. Chuck er meiddur á fæti en vonast til að verða klár í slaginn sem allra fyrst. kolbeinntumi@365.is Spilaði launalaust í tólf vikur Chuck Chijindu, bandarískur framherji Þórs, yfi rgaf landið fyrr í ágúst þar sem hann var án dvalarleyfi s. Nú hefur verið gengið frá pappírunum en Þórsarar neita að hafa greitt Chuck laun fram að þeim tíma. NAUTSTERKUR Chuck fór illa með Fylkismenn fyrr í sumar þegar Þórsarar unnu 4-1 sigur. MYND/EVA BJÖRK ÆGISDÓTTIR FÓTBOLTI Guðbjörg Gunnarsdóttir fór mikinn í marki íslenska lands- liðsins á Evrópumótinu í Svíþjóð. Guðbjörg spilar með Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni en lið- inu hefur vegnað vel undanfarn- ar vikur. Liðið hefur unnið fimm leiki af síðustu sex og aðeins feng- ið á sig tvö mörk. Liðið er komið í 5. sæti eftir erfiða byrjun. „Við höfum verið öflugar fram á við allt tímabilið og alltaf lík- legar til að skora. Skipulag í vörn- inni hefur ekki gengið jafnvel, sem er kannski skiljanlegt með svona marga útlendinga og ólíkan fót- boltakúltúr,“ segir Guðbjörg. Auk Guðbjargar leika Hólmfríð- ur Magnúsdóttir, Mist Edvards- dóttir og Þórunn Helga Jóns dóttir með liðinu, sem er nýliði í efstu deild. Greinilegt er að liðið ætlar sér stóra hluti enda fjöldi erlendra leikmanna mikill. „Ég held að það séu sautján útlendingar í liðinu,“ segir Guð- björg en einnig eru norskar lands- liðsstelpur í liðinu. „Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman en við verðum betri með hverjum leiknum.“ Eins og gefur að skilja er mikil samkeppni um stöðu í byrjunar- liðinu. „Við erum nýbúin að fá kanad- ískan markvörð þannig að ég er með jafnmikla samkeppni og aðrir. Það eru allir á tánum og ekki gefið að neinn spili,“ segir Guðbjörg. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að ástralskur landsliðsmaður hafi ekki komist í leikmannahóp- inn á dögunum. Sú hafi þurft að gera sér sæti í stúkunni að góðu. „Það er mjög gaman að taka þátt í þessu og þetta er spennandi. Ég hef aldrei orðið vitni að jafn- miklu veldi í kvennafótbolta. Leik- menn eru keyptir hægri vinstri,“ segir Guðbjörg. Liðið fékk sex nýja leikmenn til liðsins í félagaskipta- glugganum. Þrjár landsliðskonur frá Brasilíu, tvo Þjóðverja og fyrr- nefndan kanadískan markvörð. Sá hefur ekki enn spilað enda sjálfs- traust Guðbjargar mikið í mark- inu eftir EM í Svíþjóð. Hún þekkir þó vel það hlutskipti að þurfa að dúsa á bekknum, sem er aldrei skemmtilegt. „Ég tek að sjálfsögðu mjög vel á móti henni. Ég er náttúrulega fyrir liði og reyni að koma fram við alla eins. Hún hefur tekið þessu ágætlega og væntanlega vitað út í hvað hún var að fara.“ - ktd Aldrei upplifað annað eins veldi í boltanum Guðbjörg Gunnarsdóttir er einn af sautján erlendum leikmönnum Avaldsnes, sem er stórhuga félag í Noregi. Í STUÐI Guðbjörg hefur ekki þurft að hirða boltann oft úr netinu undanfarnar vikur. MYND/GUÐMUNDUR SVANSSON Tveir frestaðir leikir úr 10. umferð fara fram í Pepsi- deild karla í kvöld og hafa úrslit þeirra mikil áhrif á baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Topplið KR tekur þá á móti Val á KR-vellinum og á sama tíma mætast liðin í 3. (Stjarnan) og 4. sæti (Breiðablik) á Kópavogsvellinum. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og Stöð 2 Sport sýnir beint frá KR-vellinum. KR getur náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri á Val en þá þurfa Vesturbæingar að gera það sem þeim hefur ekki tekist undanfarin sjö sumur. KR vann síðast heimasigur á Val 11. september 2005 en síðan hafa Vals- menn tekið heim með sér 17 stig af KR-vellinum. Þegar KR vann Val síðast fyrir 2.909 dögum skoraði Grétar Ólafur Hjartarson bæði mörkin. 2.909 dagar síðan KR vann Val á KR-velli FÓTBOLTI Telma Þrastardóttir tryggði Aftureldingu einn óvæntasta sigur sumarsins á Kópavogsvellinum í gærkvöldi þegar hún skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Mosfellsbæjarliðsins á nýkrýndum bikarmeisturum Breiðabliks. Sigurinn hafði ekki aðeins áhrif á fallbaráttuna, þar sem Afturelding fór langt með að gulltryggja sæti sitt, því hann opnaði jafnframt möguleika fyrir Stjörnuna að tryggja sér Íslands- meistaratitilinn. Kristín Tryggvadóttir hafði komið Aftureldingu yfir en Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir jafnaði fyrir Blika mínútu síðar. Telma skoraði síðan sigurmarkið á 33. mínútu, en hún hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins, sem báðir hafa unnist. - óój Mark Telmu breytti miklu TELMA HJALTALÍN ÞRASTARDÓTTIR Mikilvægt sigurmark. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.