Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 24
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Nú mun líkt á komið með Víkur kirkjugarðinum gamla við Aðalstræti og Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri. Þess hefur verið krafist að báðir víki, af því að sterkir fjármagns- eigendur þurfi að ávaxta þar eignir sínar. Ekki er spurt um forna helgi og sögu eða almannaheill. Sumir segja, að þetta virðist að stærstum hluta spurning um það hvernig ríkir menn geti orðið ríkari og hvernig stjórn- málamenn geti tryggt sér kjör- þokka þeirra á meðal í kosninga- baráttu. Árið 2009 talaði ég á fundi, sem haldinn var á Ingólfstorgi til að mótmæla hótelbyggingu þar, sem mun m.a. eyðileggja þó nokkuð af því sem eftir er af Víkurgarði. Ég minnti þá á hið fornkveðna, að engin borgarhlið væru svo sterk, að asni klyfjaður gulli kæmist ekki í gegn. Þetta yrði borgarstjórn að afsanna, annars væri hún einskis virði. Nú, fjórum árum síðar, hefur það enn ekki tekist. Heimildir um Víkurgarðinn má finna í tveimur verkum, sem undir- ritaður hefur skrifað og eru Dóm- kirkjan í Reykjavík og Saga kirkju- garða Reykjavíkur. Þau eru bæði nálganleg á Netinu, Það fyrra á www.domkirkjan.is en hitt á www. kirkjugardar.is. Í Dómkirkju sögunni er sett fram ný kenning um önd- vegissúlur Ingólfs. Þar er gert ráð fyrir, að Ingólfur Arnarson hafi, eftir mikla landkönnun, sjálfur valið bæjarstæði sitt. Hann hafi svo látið öndvegissúlurnar, sem báru myndir heimilisguða hans, reka að landi frá skipi sínu. Þetta hafi verið táknræn landtaka guðanna til samfélags við vættir landsins, sem samtíð hans trúði einnig á. Miðað við nútímaþekkingu á trúarbragðasögu er það nánast sjálf- sagt, að maður úr andlegu umhverfi Ingólfs hafi framkvæmt einhverja blót- eða fórnarathöfn til þess að helga nýtt landnám, sáningu þar og uppskeru og tryggja þannig stuðn- ing goðmagnanna við mannlíf allt, enda voru þau álitin hinir upphaf- legu landsdrottnar. Afar líklegt er, að sú athöfn hafi verið framkvæmd sem næst bæjarstæðinu á slétt- um vellinum austan þess. Þar hafi verið hlaðinn hörgur, sem hafi verið helgistaður Reykjavíkurgoðans, uns kirkja og grafreitur tóku þar við. Barbarismi Forn kuml heiðin hafa ekki fundist í Reykjavík. Þau kunna að sjálfsögðu að hafa blásið upp, áður en menn fóru að veita slíku verulega athygli. En þessi staðreynd hefur kallað á þá hugmynd, að frumbyggjar Reykjavíkur hafi verið færðir úr kumlum sínum í kirkjugarðinn í Vík, líkt og gert var við Egil Skallagrímsson, ef marka má sögu hans. Ég held, að alla muni hrylla við þeirri hugsun, að Reykvíkingar framtíðarinnar mundu einhvern tíma selja legstað Jóns Sigurðs- sonar og þeirra merkismanna, er hvíla næst honum, til þess að byggja þar hótel eða kannski bara veitinga- stað, þar sem menn gætu notið hins frábæra útsýnis yfir Tjörnina. En þetta er nánast hliðstætt því sem auðmagnið vill gera í Víkurgarði í dag. Þar er vísvitandi verið að fara illa með hinstu hvílustaði þeirra manna, karla og kvenna, sem hér börðust harðri baráttu til þess að lifa af, einnig ýmissa sem mörkuðu djúp spor í þjóðarsöguna. Loks er tekin sú áhætta að lítilsvirða þannig grafreit fyrsta landnámsmannsins. Kannski verður sá „barbarismi“ Reykvíkinga kynntur á flóðlýstum veggjum jarð- hæðar hótelsins, með því að auglýsa víðþekkta gestrisni okkar, sem nái svo langt, að jafnvel Ingólfur Arnar- son hafi verið látinn ganga úr rúmi fyrir gestum 21. aldarinnar. Að lokum skal spurt: Er þörf á hóteli einmitt þarna? Svar allra sæmilega skynsamra manna hlýtur að vera nei. Mun það bæta miðborgar lífið, gera það mann- eskjulegra? Svarið er örugglega nei. Getur verið, að þetta sé fyrst og fremst hugsað til að gera fáeina fjármagnseigendur allmiklu ríkari? Mér býður í grun, að þar gæti svar- ið verið. Og ef svo er, er þá hægt að réttlæta ofbeldi við þetta svæði með því? Mitt svar er nei, og aftur nei. Ég get ekki varist því að nýta mér snilli Steins Steinarrs og hygg ég megi, með góðfúslegu leyfi hans, málefnisins vegna, gera þar smá- vægilega breytingu: Húsameistari fjármagnsins tók handfylli sína af leir, og hann Ingólfur sálugi Arnarson kom til hans og sagði: Húsameistari fjármagnsins! Ekki meir, ekki meir. Helgasti reitur höfuðborgarinnar Hvað er eiginlega að þess- um Litháum? Þeir segjast ætla að taka upp evru sem gjaldmiðil 1. janúar 2015 en núverandi gjaldmiðill þeirra, litas, hefur verið beintengdur evrunni frá 2002. Hafa Litháar ekki lesið leiðaraskrif Mogg- ans undanfarið? Vita þeir ekki að Evrópusambandið er vita vonlaust fyrirbæri, ef ekki dauðadæmt, að ekki sé minnst á evruna? Nei! Litháar eru í efnahagslegri sókn og í nýlegu tölublaði sænska dagblaðsins Dagens Industri er sagt frá því að þeir telji að evran muni efla samkeppnisstöðu lands- ins og auka erlenda fjárfestingu. Litháar eru fámenn og fátæk þjóð. Þeir hafa lagt á sig þunga byrði til að koma landinu aftur á réttan kjöl eftir kreppuna 2009. Þeir hafa hunsað tillögur hins sjálfskipaða hagfræðigúrús og Nóbelsverðlaunahafa, Paul Krug- mans. Að svelta sig út úr krepp- unni hefur reynst vera rétta leiðin í þessu landi og nú eykst útflutning- ur og hagvöxtur í Litháen, verður líklega um þrjú prósent í ár. Svelti- kúr af þessum toga hefur ekki gengið eins vel í hvítlauks beltinu (lesist Suður-Evrópu) og er það ef til vill vegna þess að þar hafa kjósendur ekki verið eins viljug- ir að færa fórnir til að ná árangri. Má vera að ferskar minningar um þrautir og frelsis skerðingu sovét- tímans hafi veitt Litháum kjark og vilja til að takast á við endur- reisnina, eða hvað? Litháar eiga enn langt í land með að ná sambærilegum lífskjörum sem við búum við í Vestur-Evrópu. En þeir eru svo sannarlega lagðir af stað inn á braut betri tíma, svo mikið er víst. Litháen og evran Margt er hægt að læra um mikilvægi góðs sið- ferðis í kjölfar efna- hagshrunsins og t.d. falls bandarísku fyrir- tækjanna Arthur Ander- son, Enron og World- com. Slæmt siðferði var mikið rætt í kjöl- far þessara atburða en gróðasjónarmið urðu til þess að alþjóðlega viðurkennt viðskipta- siðferði fauk út um gluggann. Enginn vildi rugga bátnum enda mikið í húfi á miklum „uppgangs- tímum“ innan fyrirtækjanna. „Maximizing the shareholder‘s value“ var boðorð dagsins. Engar hindranir voru í veginum þegar það slagorð var annars vegar. Þann lærdóm sem hægt er að draga af þessu og öðru er að sið- ferði skiptir mjög miklu máli innan fyrirtækja og stofnana og að æðstu stjórnendur fyrirtækja mega ekki sofna á verðinum þegar kemur að því að sýna gott fordæmi hvað þennan þátt varð- ar. Öll fyrirtæki stór sem smá ættu að vera með siðareglur og reglur um hvað fyrirtækið telur vera æskilega hegðun. Auð vitað hugsa margir þegar þeir lesa þetta, það er nú bara „common sense“ en því miður á það ekki við um alla og reglur því mikil- vægar. Reglurnar verða að vera sýnilegar og það verður að sýna svart á hvítu hvað er talin æski- leg og ásættanleg hegðun innan fyrirtækja. Síðan þarf að umb- una mönnum fyrir þá hegðun, en refsa þeim sem fylgja ekki regl- unum. En hver er hvatinn að baki heilbrigðri siðferðiskennd? Eru það gildin sem menn trúa á sem koma í veg fyrir að þeir hrindi siðlausum hug- myndum í framkvæmd, eða er hvatinn eingöngu sá að forðast t.d. kæru? Svör við þessu liggja hjá okkur hverju og einu en þetta er umhugsunarvert engu að síður. Það er aldrei hægt að ganga að því vísu að allir hugsi eins og þú sjálfur eða hegði sér eins og þú myndir haga þér teljir þú sjálfan þig heiðvirða og löghlýðna manneskju. Mann- fólkið er alltof ólíkt til þess. Við erum alin upp við mismun- andi aðstæður og því ríkja mis- munandi viðhorf og gildi innan fjölskyldna, auk þess sem aðrir áhrifaþættir hafa áhrif á hegðun fólks. Siðferðisþjálfun Mörg fyrirtæki eru með reglu- leg námskeið í siðferðisþjálfun fyrir starfsfólk sitt. Má þar nefna fyrir tæki sem eru með sterka sið- ferðisvitund og menningu eins og The Walt Disney Company, Alcoa (með grunngildi innleidd frá 1888), American Express og ebay. Í sið- ferðisþjálfun er starfsfólki kennt að taka á alls konar vafasömum atvikum sem koma upp í sam- skiptum við samstarfsfólk eða aðila sem fyrirtækið á í viðskipt- um við. Starfsmönnum er kennt að setja mörk án þess að móðga þann sem á í hlut, vera samkvæm- ir sjálfum sér, gildum sínum og gildum fyrirtækisins en einnig að ræða óásættan lega hegðun opin- skátt komi hún upp t.d. í stjórn- endahópi. Reynslan hefur sýnt að þau fyrirtæki sem vinna mark- visst að innleiðingu góðs siðferðis á sínum vinnustöðum eru einnig með starfsfólk sem leggur sig sérstak- lega fram í vinnunni. Þessi þátt- ur í fyrirtækjarekstri verður enn mikilvægari eftir því sem sam- félög og þá fyrirtæki og stofnanir verða fjölmenningarlegri, þar sem menning getur haft áhrif á við- horf og mótað hegðun út frá því. En þegar upp er staðið hangir þetta auðvitað allt saman við grunngildi hvers fyrirtækis fyrir sig. Gott siðferði í öllum samskipt- um þarf að vera rauði þráðurinn í gegnum alla þjálfun starfsfólks á vinnustöðum og ætti að endur- speglast í nánast öllum ákvörð- unum sem þar eru teknar. Auk einkarekinna fyrirtækja ættu stofnanir að setja sér sömu mark- mið varðandi siðferðiskennslu og hafa hana inni í fræðslustefnu sem reglulegt námskeið. Slíkt styrkir ímynd og eykur traust og ánægju þeirra sem sækja þang- að þjónustu og gerir starfsfólk ánægðara í starfi. Þetta er líka mikilvægur liður í því að við- skiptalífið nái að endurheimta það traust sem ríkti, áður en hrunið og kreppan skullu á. Siðferði innan fyrirtækja SIÐFERÐI Hildur Jakobína Gísladóttir ráðgjafi ➜ Öll fyrirtæki stór sem smá ættu að vera með siða- reglur og reglur um hvað fyrirtækið telur vera æski- lega hegðun. Auðvitað hugsa margir þegar þeir lesa þetta, það er nú bara „common sense“ en því miður á það ekki við um alla og reglur því mikilvægar. ➜ Að lokum skal spurt: Er þörf á hóteli einmitt þarna? Svar allra sæmilega skyn- samra manna hlýtur að vera nei. ➜ Hafa Litháar ekki lesið leiðaraskrif Moggans undanfarið? Vita þeir ekki að Evrópu sambandið er vita vonlaust fyrir- bæri, ef ekki dauða- dæmt, að ekki sé minnst á evruna? SKIPULAG Þórir Stephensen fv. dómkirkjuprestur EVRÓPUMÁL Ingimundur Gíslason augnlæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.