Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 62
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54 Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og mið- borgar stjóri, dvaldi nýlega í Los Angeles við upptökur á nýrri plötu. Platan var unnin undir stjórn upptöku- stjórans og gítarleikarans Pauls Brown, margverð- launaðs tónlistarmanns, sem hefur meðal annars unnið með tónlistarmönnum á borð við George Ben- son, Patty Austin, Al Jarreau og Luther Vandross. Tónlistin mun vera í anda ýmissa fyrri platna Jak- obs sem komið hafa út í Bandaríkjunum, Asíu og Evr- ópu, frumsaminn, fönkskotinn, instrúmental djass. Í ferðinni notaði hann einnig tækifærið og tók upp lag með hljómsveitinni Steed Lord fyrir Hljómskál- ann sem sýnt verður í þættinum í september. Jakob Frímann er ekki ókunnugur borg englanna, en þar bjó hann og starfaði um árabil, meðal annars fyrir bandaríska útgáfufyrirtækið Warner Brothers. „Það var að áeggjan þeirra Hljómskálamanna að við Steed Lord tókum upp lag saman. Þeir vildu steypa þessum Los Angeles-staðsettu tónlistar- mönnum saman. Afrakstur ferðarinnar verður lagð- ur undir dóm hlustenda þegar þar að kemur,“ sagði Jakob, sem vildi ekki tjá sig um verkefnin að öðru leyti. - hó Vann að tónlist í L.A. í sumar Jakob notaði sumarfríið til að taka upp plötu og semja lag með Steed Lord. SAMSTARF Svala Björgvinsdóttir söngkona og Jakob Frímann Magnússon sömdu saman lag í Los Angeles í sumar fyrir sjónvarpsþáttinn Hljómskálann. „Christofer hafði heyrt lag með mér á Facebook-síðu minni og spurði hvort ég vildi syngja með sér. Það varð úr að við sömdum saman lag í gegnum Facebook sem við munum flytja á tón- leikum á Harlem,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, söngkona og háskóla- nemi, um samstarf sitt við bandaríska tónlistarmanninn Christofer Czecho- wicz, sem kemur fram undir lista- mannsnafninu Pál Vetika. Að sögn Hallfríðar hefur Christofer brennandi áhuga á landi og þjóð en hann bjó hér um tveggja ára skeið og kynnt- ist þá ýmsu fólki í tónlistarsenunni. Er hann flutti aftur til Bandaríkjanna lang- aði hann að kynna íslenska tónlist þar ytra og úr varð samstarf á milli hans og Útón. „Það var skemmtilegt að semja lag með manni sem ég hafði aldrei hitt og það verður skemmtilegt að koma fram á tónleikum með þessum frábæru lista- mönnum,“ segir Hallfríður. Auk hennar og Christofers munu tón- listarmennirnir Captain Fufanu, Two Step Horror og AMFJ koma fram. Tónleikarnir eru eins og áður segir á skemmtistaðnum Harlem í kvöld og byrja klukkan 22. - hó Sömdu lag í gegnum Facebook Bandaríkjamaður heldur tónleika með íslenskum raft ónlistarmönnum á Harlem. LISTAMENN Tónlistarmennirnir, frá vinstri: AMFJ, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, Christofer Czechwicz, Two Step Horror og Captain Fufanu. Þau koma fram á tónleikunum á Harlem á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ég er maður rútínunnar og fæ mér alltaf hafragraut með sólblóma fræjum og smá sjávarsalti ásamt góðum tebolla. Svo ef ég er í gourmet-skapi skvetti ég smá kókosmjólk með og jafnvel jarðarberjum eða bláberjum.“ Hjalti Jón Sverrisson, tónlistarmaður og guð- fræðinemi MORGUNMATURINN „Ég er ein af níu keppendum í úrslitum og eina stúlkan í hópnum. Það var eins í fyrra, þá var ég eina stelpan í fimm manna hópi,“ segir Helga Guðmundsdóttir, meistara- nemi í tölvunarfræði við Háskól- ann í Reykjavík og keppandi í Hakkarakeppni HR sem fram fer á morgun. Að sögn Helgu er hakkarakeppni sem þessi hörkuspennandi áhorfs. „Keppendur sitja uppi á sviði og reyna að brjótast inn í tölvuna hjá hver öðrum og verjast árás- um hinna um leið. Það er stiga- tafla á staðnum sem áhorfendur fylgjast með og svo er keppninni lýst á mannamáli. Þetta er eins og hörkuspennandi fótboltaleikur,“ segir hún og hlær. Keppnin er haldin í tengslum við ráðstefnuna Nordic Security Conference sem fer fram hér á landi um þessar mundir. Á meðal ráðstefnugesta er Katie Mouss- ouris, yfirmaður öryggismála hjá Microsoft. „Þetta verður mjög strembin keppni. Það eru til dæmis tveir erlendir hakkarar sem fljúga að utan til að taka þátt. Maður á það til að verða stressaður í svona aðstæðum og hugsa ekki jafn skýrt og alla jafna, en þetta er samt ofsalega gaman.“ Helga lauk grunnnámi í tölvunar fræði við HR síðasta vor. Lokaverkefni sitt vann hún í starfsnámi við hina virtu Fraunhofer-stofnun í Maryland í Bandaríkjunum og var verkefnið ætlað bandarísku geimferða- stofnuninni, NASA. „Ég sinnti rannsóknum sem notaðar eru til að prófa notendaviðmót fyrir kerfi sem NASA notar til að stjórna gervihnöttum. Það er mjög mikil- vægt að það séu ekki villur í þeim kerfum,“ útskýrir hún. Það krefst mikillar vinnu að verða fær hakkari og segist Helga hafa lært tökin á námskeiði í tölvuöryggi sem kennt er við HR. „Hver sem er getur lært að hakka ef hann nennir að leggja tíma og vinnu í það. Ég lærði að hakka á námskeiði í tölvuöryggi, hugsun- in er sú að til þess að verjast þarf maður fyrst að læra að ráðast inn. En það er ætlast til þess að fólk nýti þessa kunnáttu ekki til ills.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin. sara@365.is Eins og hörkuspenn- andi fótboltaleikur Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, er eina stúlkan sem tekur þátt í Hakkarakeppni sem fram fer annað kvöld. HAKKARI Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunar fræði við HR, er eina stúlkan sem tekur þátt í Hakkarakeppni HR á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL DY NA M O RE YK JA VÍ K 1. SÆTI BÓKSÖLULISTIN N OG EYMUND SSON - KILJUR VIKUM SAMAN Í FYRSTA SÆTI! „EINFALDLEGA HREIN DÁSEMD“ ★★★★★ „Stórkostleg saga. Hún grætir og kætir.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir, DV „Ekki láta sumarið líða án þess að lesa Maður sem heitir Ove ... í senn hrífandi og fyndin.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðinu – Kolbrún Bergþórsdóttir, Mbl. „Feyki- skemmtileg“ FRIÐRIKA BENÓNÝS, FRÉTTABLAÐINU SKEIFUNNI | KRINGLUNNI | SPÖNGINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.