Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 18
● Á hverju ári fá mörg hundruð foreldrar ráðgjöf um svefn barna hjá hjúkrunarfræðingum og svefn- ráðgjöfum á göngudeild Barnaspítala Hringsins. Ráðgjöfin er endurgjaldslaus á spítalanum. ● Aðallega er um að ræða börn frá nokkurra mánaða aldri til tveggja ára en eldri börn fá einnig þjónustu. ● Hægt er að fá ráðgjöf í gegnum síma á vegum for- eldraskoli.is. Greiða þarf ákveðið mínútugjald fyrir ráðgjöfina. við önnur börn. „Til þess að börn fái nægan svefn er mikilvægt að for- eldrar séu sjálfum sér samkvæm- ir varðandi háttatímann. Jafnframt þurfi að gæta þess að spjaldtölvur og farsímar „sofi“ í öðru herbergi en barnið.“ Ingibjörg Leifsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og svefnráðgjafi hjá Barnaspítala Hringsins, segir sum börn eiga erfiðara með að slökkva á sér en önnur þótt þau séu orðin þreytt. „Ástæður fyrir því geta verið mjög margar. Þetta er afar einstaklingsbundið og það þarf að skoða hvert og eitt tilfelli fyrir sig þegar um svefnvandamál er að ræða. Það þarf að skoða alla sam- verkandi þætti sem geta haft áhrif.“ Hún tekur það fram að mismun- andi lundarfar og persónuleiki barna geti einnig verið stór þáttur. 29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | NEYTENDUR 18 Stjórnendur Heathrow-flugvallar í London ætla að koma í veg fyrir tugmillj- óna króna kostnað á hverju ári vegna seinkana. Taka á í notkun nýtt kerfi sem finnur farþega á vellinum og minnir þá á að dvelja ekki of lengi í versl- unum og á veitingastöðum. Sé tíminn fyrir brottför skemmri en 30 mínútur verður farþegum tilkynnt að þeir séu orðnir of seinir. Þeir verða þess vegna að innrita sig í nýtt flug. Fyrstu vikuna sem kerfið var prófað voru 35 þúsund farþegar leitaðir upp. 700 var tilkynnt að þeir ættu strax að fara að hliðinu en tíu var gert að innrita sig að nýju. British Airways, sem hefur bækistöðvar í flugstöð (e. terminal) 5, notar þegar svipað kerfi. Því hefur einnig verið komið á í flugstöðvum 1 og 3. Síðar í haust verður það tekið upp í flugstöð 4. Silakeppirnir leitaðir uppi á Heathrow-fl ugvelli Sýkingahrinan á Norðurlönd- unum vegna mengunar í frosnum berjum er í rénun á Norðurlönd- um. Menguð matvæli hafa verið fjarlægð af markaðnum og hefur Matvælastofnun því í samvinnu við sóttvarnalækni ákveðið að breyta þeim ráðleggingum sem áður voru gefnar út um suðu á frosnum berjum. Á vef Matvæla- stofnunar segir að ekki sé þörf á að sjóða öll frosin ber ef nota á þau í rétti sem ekki eru hitameðhöndlaðir. Enn er þó mælt með suðu á hindberjum þar sem nóróveirusýkingar hafa oft verið raktar til neyslu á frosnum hindberjum. Suða hefur hvorki áhrif á bragð né lit hindberja og því er vel hægt að sjóða þau áður en þau eru notuð í eftirrétti og drykki, að því er greint er frá á vef Matvælastofnunar. Minni hætta af frosnum berjum Neytendastofa hefur vakið athygli á innköllun á UVEX-reiðhjálmum af gerðinni Exxential (áður Uvision) sem seldir hafa verið hjá Líflandi frá árinu 2010. UVEX er auk þess að innkalla tvær aðrar tegundir, Uvision Elegance og Supersonic Elegance. Hjálmarnir uppfylla ekki staðla um viðnám gegn því að eitthvað stingist í gegnum þá. Höggþol er heldur ekki sem skyldi. Á vef Neytendastofu segir að einhverjir hjálmar séu ekki gallaðir. Framleiðandinn taki hins vegar enga áhættu og þess vegna hafi allir hjálmar af fyrrnefndum gerðum verið innkallaðir. Þeir sem eiga reið- hjálm af gerðinni Exxential eru beðnir um að hætta notkun hans strax og fá sambærilegan hjálm í verslun Líflands eða endurgreitt að fullu. Gallaðir hjálmar innkallaðir Í FLUGSTÖÐ Farþegar sem eru of seinir að hliðinu út í vél verða að innrita sig í nýtt flug. Að senda barnið of snemma í hátt- inn getur valdið viðvarandi svefn- vandamálum hjá því. Þetta segir Bjørn Bjorvatn, læknir og sérfræð- ingur í svefnvandamálum sem starf- ar við Haukeland-háskólasjúkrahús- ið í Noregi. Í viðtali á vef norska ríkisút- varpsins segir Bjorvatn mikilvægt að hafa í huga að börn hafa mis- mikla þörf fyrir svefn. „Þau þurfa ekki öll að sofa jafnmikið og foreldr- arnir halda,“ segir hann. Bjorvatn bendir á að sofni börn- in ekki innan klukkustundar eftir að þau eru komin upp í rúm verði þau oft pirruð og kvíðin. Ástandið geti orðið enn verra með tuði for- eldrarnir um að þau verði að sofna. Bylti börnin sér í margar klukku- stundir áður en þau sofna geti það haft í för með sér svefnvandamál til lengri tíma. Í slíkum tilfellum sé þess vegna mikilvægt að láta börnin fara seinna að sofa til þess að kanna hvort þau festi þá fyrr svefn. Svefnmynstur erfist oft, að því er norski læknirinn greinir frá. Hafi foreldrarnir haft litla svefn- þörf á barnsaldri séu líkur á að því sé þannig farið með börnin þeirra. Hann segir auðvelt að sjá hvort börn fái nægan svefn. Líði þeim vel á daginn sé það til marks um að þau hafi sofið nóg. Hjúkrunarfræðingurinn og svefnráðgjafinn Karin Naphaug segir ofþreytu og of mikla örvun ástæðu þess að sum börn eiga erf- itt með að sofna á kvöldin. Svefn- inn verði þá órólegur og börnin oft afar þreytt þegar þau vakna næsta dag. Hún segir að börn sem fá ekki nægan svefn verði pirruð og grát- gjörn. Þau eigi erfitt með að einbeita sér og lendi auðveldlega í árekstrum Fer barnið þitt of snemma í háttinn? Norskur læknir segir börn ekki alltaf þurfa að sofa jafnmikið og foreldrarnir halda. Skoða þarf alla samverkandi þætti segir íslenskur svefnráðgjafi. SVEFNVANA Ofþreyta og of mikil örvun getur valdið erfiðleikum við að sofna. NORDICPHOTOS/GETTY INGIBJÖRG LEIFSDÓTTIR hjúkrunarfræðing- ur og svefnráðgjafi. ➜ Ráðgjöf um svefn barna Þann 1. september næstkomandi öðlast þriggja ára börn og börn á aldrinum 12–14 ára rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum samkvæmt samningi Sjúkratrygg- inga Íslands og Tannlæknafélags Íslands. Í fyrsta áfanga samnings- ins, sem tók gildi 14. maí síðast- liðinn, var rétturinn einskorð- aður við 15, 16 og 17 ára börn. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni. Þegar hafa 12.500 börn verið skráð með heimilistannlækni. Skráning fer fram í gegnum Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands en tannlæknar geta einnig séð um skráninguna. Sjúkratryggingar greiða tannlækningarnar að fullu fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald. Gjaldfrjálsar tannlækningar fyrir börn 1. september Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlags- eftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöru- verðsverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn mánudag. Matarkarfan kostaði 13.376 kr. hjá Bónus en hún var dýrust hjá Samkaupum-Úrvali og Nóatúni, þar sem hún var 23% dýrari. Krónan var með næstódýrustu matarkörfuna á 14.700 kr., sem er 10% hærra verð en hjá Bónus, að því er kemur fram á vef ASÍ. Matarkarfan samanstendur af 34 almennum neysluvörum. Matarkarfan ódýrust í Bónus NEYTANDINN „Ég keypti hengilás í ræktina til þess að læsa skápnum mínum,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góðum samskiptum, þegar hann rifjar upp þann hlut sem hann keypti og sér hvað mest eftir. „Ég ákvað að kaupa vígalegasta og þar af leiðandi dýr- asta hengilásinn sem ég fann í Byko,“ segir Andrés en lásinn notar hann til þess að læsa skápnum sínum þegar hann fer í ræktina á Seltjarnarnesi. Hann segist hafa keypt lásinn fyrir um fjögur þúsund krónur og að hann hafi verið læstur með talnalás. „Svo kom ég einhvern tímann úr ræktinni og þá virkaði ekki lásinn. Ég stóð þarna í fúlum íþróttagalla og var alls- laus, enda síminn og lyklar og allt inni í skápnum,“ segir Andrés þegar hann rifjar upp hið pínlega augnablik. „Síðan fer ég eitthvað að fikta í lásnum og næ með ótrúlegri slembilukku að opna lásinn,“ segir Andrés en þá var talnaröðin búin að breytast um einhver númer. „Þannig að ekki bara var lásinn drasl, heldur tókst mér að dírka hann upp,“ segir Andrés hlæj- andi. Spurður út í góða fjárfestingu er Andrés ekki lengi að finna svarið: „Það eru svona heyrnartól fyrir símann. Ég keypti ódýr heyrnartól sem heita „Urban ears“. Þau eru svona flækjufrí og það er lítið smáatriði sem hefur hreinlega breytt lífi mínu, enda alltaf í símanum,“ segir Andrés. - vg NEYTANDINN Andrés Jónsson Vígalegi talnalásinn bilaði í ræktinni Blómadropar til heilsubótar Fimmtudagur 5. sept. HEILSUHÚSIÐ LÁGMÚLA 5, KL. 19:30 – 22:30 5.900 kr. Námsgögn fylgja og allir fá blómadropa með sér heim. Nánari upplýsingar og skráning í síma 868-2880 og á nyjaland@gmail.com Á NÁMSKEIÐINU VERÐUR FARIÐ YFIR: • Hvað eru blómadropar og hvernig getum við notað þá • Hvernig eru blómadropar búnir til • Hvaða árangurs er að vænta • Hverjir geta notað blómadropa • Jákvæðir eiginleikar og virkni STEFANÍA S. ÓLAFSDÓTTIR græðari kynnir hvernig nota má blómadropa til stuðnings í daglegu lífi og hvernig þeir hjálpa okkur að ná árangri með andlega og líkamlega líðan. námskeið á vegum Heilunarskóla Nýjalands ANDRÉS JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.