Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 6
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. ÞJÓÐKIRKJAN „Það eru mikil von- brigði að hún hafi ákveðið þetta,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna ´78, um ákvörðun Agnesar M. Sigurðar- dóttur, biskups Íslands, um að halda erindi á Hátíð vonar sem verður haldin í Laugardalshöll í lok september. Aðalræðu maður hátíðarinnar er predikarinn Franklin Graham en sá er afar umdeildur, bæði vegna ummæla sinna um múslima sem og afstöðu hans til samkynhneigðra. Biskupsstofa baðst afsökunar á því að hafa auglýst hátíðina á vef sínum, kirkjan.is, skömmu fyrir Hinsegin daga sem fram fóru í Reykjavík fyrr í mán- uðinum. Meðal annars sagði í til- kynningu frá embættinu: „Það var ekki ætlunin með birtingu hennar að varpa neinum skugga á Hinsegin daga eða taka undir orð Franklins Graham um sam- kynhneigða og hjónaband þeirra. Við biðjumst afsökunar á þessu.“ Anna Pála segir ákvörðun biskups vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að hún staldraði við og íhugaði málið, „og það réttilega,“ bætir Anna Pála við og segir að það sé eitt að taka þátt í sam- komu án þess að vita um sam- hengi hennar eða hver stjarna hátíðarinnar er, og annað að taka ákvörðun um að ávarpa fund vit- andi að þar sé maður sem miðli neikvæðum boðskap um sam- kynhneigða. „Mér finnst rök- stuðningurinn sem hún færir fyrir þessari ákvörðun, að hún taki samstarf með kristnum söfnuðum fram yfir það að taka skýra afstöðu gegn hatursorð- ræðu ofsótts minnihlutahóps, lýsa allt öðru en kristilegum kærleika,“ segir Anna Pála. Hú n seg i r samtökin hafa fengið gríðar- lega sterk við- brögð vegna við- burðarins og að það komi vel til greina að mót- mæla hátíðinni með einhverju móti þegar nær dregur. Franklin er ekki aðeins umdeildur vegna sjónarmiða sinna gagnvart sam- kynhneigðum, heldur hefur hann talað harkalega gegn múslimum. Meðal annars hefur hann sagt íslam „ill og andstyggileg trúar- brögð“. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi, segir Franklin hluta af iðnvæddri íslam fóbíu, en hann virði þó sjónar mið allra, þótt hann sé ekki sammála þeim. „Ég er mikill stuðningsmaður málfrelsis og vil helst ekki skipta mér af því sem biskup Íslands gerir, en persónulega myndi ég ekki vilja vera í sama húsi og þessi maður,“ segir Sverrir um málflutning Franklins Graham. valurg@365.is Vill helst ekki vera í sama húsi og Graham Samtökin 7́8 undrast ákvörðun biskups Íslands að halda erindi á Hátíð vonar. Formaður Félags múslíma á Íslandi segist virða skoðanir þeirra sem vilja sækja há- tíðina, en persónulega vilji hann helst ekki vera í sama húsi og Franklin Graham. SVERRIR AGNARS SON For- maður félags mús- líma á Íslandi seg- ist virða málfrelsi en ekki kæra sig mikið um félags- skap Franklins Graham. FRANKLIN GRA- HAM Predikar- inn mun koma hingað til lands í lok september. ■ Skömmu eftir árásirnar á tvíburaturnana árið 2001 sagði Franklin að íslam væri „mjög ill og andstyggileg trúarbrögð“. ■ Árið 2009 sagði hann í samtali við CNN um múslíma: „Þú mátt ekki berja konuna þína. Þú mátt ekki myrða börnin þín ef þig grunar að þau hafi framið hjúskapar- brot, en það er það sem þeir gera í þessum löndum.“ ■ Skömmu eftir að Barack Obama sagðist ekki mót- fallinn hjónaböndum samkynhneigðra í maí á síðasta ári sagði Franklin í fréttatilkynningu: „Það er ekki forsetans, skoðanakannana eða stjórnvalda að skil- greina hjónabandið. Það var skilgreint fyrir löngu og breytingar á lögum eða reglum hvað það varðar breyta aldrei skilgreiningu guðs á hjónabandinu. Þetta er sorgardagur fyrir Bandaríkin. Megi guð hjálpa okkur öllum.“ „Það var nú aðallega það að ég var búin að lofa þessu og vildi standa við loforðið, eins og ég er alin upp við,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup, spurð um hvað réði úrslitum þegar hún ákvað að taka þátt í Hátíð vonar eftir að hafa tekið sér góðan umhugsunarfrest. Hún segist hafa reynt að koma því skýrt til skila að kirkjan standi heilshugar með réttindabaráttu hinsegin fólks og muni hvergi hvika frá því. „Vissulega getur það verið viss yfirlýsing að mæta ekki, en að mæta er líka yfirlýsing því þá fær maður tækifæri til að tala um hlut- ina og segja hug sinn.“ Tækifæri til að segja hug sinn AGNES M. SIG- URÐARDÓTTIR Umdeild ummæli Franklins 1. Hversu margir eru nú skráðir í Há- skóla Íslands? 2. Hvar og hvenær voru Dýrin í Hálsa- skógi frumsýnd? 3. Hvað heitir forstjóri Microsoft? SVÖR 1. Tæplega þrettán þúsund. 2. Í Þjóðleikhúsinu árið 1962. 3. Steve Ballmer. STJÓRNMÁL „Meirihlutinn er gjarn- an með fagurgala um endurvinnslu í ræðu og riti en þegar til kastanna kemur er aukinni endurvinnslu hafnað,“ segja sjálfstæðismenn í bókun í umhverfis- og skipulags- ráði Reykjavíkur. Bókunina gerðu sjálfstæðismenn er þeir greiddu atkvæði gegn því að Gámaþjónustunni yrði synjað um leyfi til að safna lífrænum úrgangi frá heimilum fólks í borginni. Full- trúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar, auk full- trúa Vinstri grænna, sem synjuðu Gámaþjónustunni um leyfið, segja einkafyrirtæki hingað til hafa haft starfsleyfi til að sækja þurr endur- vinnsluefni til heimila. Fyrirkomu- lag varðandi lífrænan úrgang og blandaðan heimilisúrgang sé ann- ars eðlis. „Þar er um grunnþjónustu að ræða. Við teljum að henni sé best fyrir komið hjá sveitarfélögunum, enda hafa þau lögbundnar skyldur á þessu sviði,“ bókuðu fulltrúarnir. Sjálfstæðismenn segja að í stað þess að fagna því að einkafyrirtæki bjóði fleiri flokka til endurvinnslu en borgin sé þeim mætt með mikilli tortryggni í umhverfis- og skipu- lagsráði. - gar Sjálfstæðismenn segja meirihlutann í borginni tortryggja einkafyrirtæki: Meinuð söfnun lífræns úrgangs PÁLL HJALTASON JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Allir miðar sem pantaðir voru á Hátíð vonar hafa verið ógiltir. Í tölvupósti til eigenda miða kemur fram að þetta hafi verið gert vegna „misnotkunar ýmissa aðila á miðasölu hátíðarinnar“. Miðaeigendur eru beðnir afsökunar og þeir sem pantað hafi í „góðum hug“ beðnir að hafa samband við skrifstofu Hátíðar vonar. „Það var að ósk okkar, aðstandenda hátíðarinnar að þetta var gert,“ segir Ragnar Gunnarsson framkvæmdarstjóri Hátíðar vonar á Íslandi. „Það voru rúmlega 4.000 miðar sem fóru á þessum tveimur dögum sem opið var fyrir „miðasöluna“. Meðal annars voru tveir einstaklingar sem virðast hafa komist fram hjá kerfinu og náðu að panta um 1.400 miða.“ Allir miðar á hátíðina hafa verið ógiltir HJÁLPARSTARF Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið söfnun fyrir neyðaraðstoð í Sýrlandi og fyrir sýrlenska flóttamenn. Unnið er að því að setja upp fullkomið tjaldsjúkrahús í flótta- mannabúðum við landamæri Sýr- lands í norðurhluta Jórdaníu. Hægt er að styrkja hjálpar- starfið um 1.500 krónur með því að hringja í söfnunarsímann 904- 1500. Þá er hægt að leggja söfn- uninni lið á vef Rauða krossins, raudikrossinn.is. - hrs Brugðist við sýrlenskri neyð: Safna til hjálp- ar flóttafólki VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.