Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 8
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 7 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT 1 The Racketeer John Grisham The Lost Boy - Camilla Läckberg The Fault in Our Stars - John Green The Casual Vacancy - J.K. Rowling The Bat - Jo Nesbø City of Bones - Cassandra Clare The Jewels of Paradise - Donna Leon Winter of the World - Ken Follett The Perks of Being a Wallflower - Stephen Chbosky Looking for Alaska - John Green ERLENDAR KILJUR VIKA 35 2013 METSÖLULISTI EYMUNDSSON 2 3 4 5 6 7 8 9 10 BETRA START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir mótorhjóla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 12 10 Exide rafgeymarnir fást hjá: Save the Children á Íslandi SVEITARSTJÓRNARMÁL Hafnarstjórn Hafnarfjarðar segir mistök gerð í aðalskipulagi þegar upplandi hafn- arinnar var breytt í svæði til íbúa- byggðar, verslunar og þjónustu. Að sögn hafnarstjórnarinnar er svæðið skilgreint sem hafnarsvæði í reglugerð. Engin ákvörðun um að breyta notkun þess hafi verið bókuð í skipulags- og byggingaráði, bæjarráði eða bæjarstjórn. „Það er skoðun hafnarstjórnar að lífs- spursmál sé fyrir Hafnarfjarðar- höfn að hafa þetta þróunarsvæði í stað þess að loka höfnina af með íbúðabyggð,“ segir hafnar stjórnin í rökum sínum. „Svæðið mætti þróa til hafnsækinnar ferðaþjón- ustu, svo sem með byggingu gisti- rýmis, veitingareksturs eða versl- unar með vörur tengdar bátum og veiðum. Einnig mætti hugsa sér aðstöðu til móttöku farþega skemmtiferðaskipa sem og ann- arra gesta, sérstaklega tengt hafn- sækinni ferðaþjónustu, hvalaskoð- un, sjóstangaveiði, fuglaskoðun og fleira,“ segir hafnarstjórnin. - gar Mistök í gerð aðalskipulags sögð geta heft þróun Hafnarfjarðarhafnar: Vilja endurheimta hafnarsvæði HAFNARFJARÐARHÖFN Lífsspurs- mál er sagt vera fyrir höfnina að halda meira landi en skipulag geri ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VÍSITALA Verð á fatnaði og skóm hækkaði um 6,1% og flugfar- gjöld til útlanda um 11,9% í mán- uðinum. Í nýjustu mæling Hag- stofunnar kemur fram að 12 mánaða verðbólga er 4,3% Undanfarna þrjá mánuði hefur verðbólga aukist um 0,6% sem jafngildir 2,5% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag er 413,8 stig nú í ágúst og hækkunin er 0,34% frá fyrra mánuði. Vísitalan án húsnæðis hækkaði um 0,36%. - hrs Verðbólga hefur aukist: Verð á fatnaði hækkar um 6% REYKJANES Nafnið Bakkalág var valið úr tæplega eitt hundrað til- lögum sem bárust um heiti á hátíð- arsvæði við Ægisgötu í Reykja- nesbæ. Svæðið er landfylling. Menningarráð bæjarins segir að í nafngiftinni felist skemmti- legur orðaleikur. Á 19. og 20. öld hafi fiskur verið breiddur út, þurrkaður og saltaður hvar sem því var við komið og sendur á markaði við Miðjarðarhaf þar sem saltfiskurinn gengur undir nafninu „bacalao“. - gar Nafn á skemmtisvæði: Bakkalág valið úr 100 tillögum SÝRLAND Fulltrúar fastaríkj- anna fimm í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna náðu á fundi sínum í gær ekki samkomulagi um ályktunartillögu frá Bretum um aðgerðir gegn Sýrlandi vegna efnavopnaárásarinnar, sem gerð var í síðustu viku í úthverfum Damaskusborgar. William Hague, utanríkis- ráðherra Bretlands, segir að ástandið í Sýrlandi verði áfram til umræðu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna næstu daga. Ekki sé því að búast við neinum ákvörðunum um loftárásir á Sýrland í bráðina. Hann segir hins vegar að öryggisráðið eigi að axla ábyrgð sína gagnvart Sýrlandi. Takist það ekki muni Bretar og fleiri ríki grípa til aðgerða upp á eigin spýtur. Bandaríkin segja að Rússar hafi staðið gegn því, að ályktunin yrði samþykkt: „Við höfum ekki heyrt neitt annað frá Rússum á fund- inum í dag en það sem við höfum heyrt frá þeim mánuðum og jafn- vel árum saman,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Marie Harf, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Bandaríkin reikna ekki með að nein niðurstaða náist í öryggis- ráðinu og búa sig því undir að grípa til aðgerða gegn Sýrlands- stjórn upp á eigin spýtur. Rannsóknarteymi frá Samein- uðu þjóðunum hefur verið á vett- vangi árásanna í von um að geta komist að óyggjandi niðurstöðu um það, hvort efnavopn hafi í raun verið notuð og vonandi um það hverjir beittu þeim. Lakhdar Brahimi, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, sagði á blaðamanna- fundi í gær að sönnunargögn á vettvangi gefi til kynna að efna- vopn hafi í raun verið notuð, en tjáði sig ekki um það hvort hann byggði þetta mat sitt á gögnum frá rannsóknarteyminu. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, legg- ur áherslu á að rannsóknarteymið fái að ljúka vinnu sinni, sem gæti tekið nokkra daga í viðbót. - gb Ákvörðun um árásir bíður enn um sinn Bandaríkin segja Rússa standa gegn ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra Breta segir ekki von á ákvörðun næstu daga. Ban Ki-moon leggur áherslu á að rannsóknarteymi Sameinuðu þjóðanna fái að ljúka störfum. VOPNAEFTIRLITSMENN Á vettvangi árásanna í Damaskus. NORDICPHOTOS/AFP Maher al Assad er yngri bróðir Bashars Sýrlandsforseta. Hann er nú sakaður um að hafa gefið skipun um að beita efnavopnum í úthverfum Damaskusborgar í síðustu viku. Þetta hefur fréttavefurinn Bloomberg eftir ónafngreindum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna. Sá er sagður starfa við eftirlit með stríðsátökum í þessum heimshluta. Maher stjórnar sérsveitum hersins, bæði Lýðveldisvörðunum svonefndu og fjórðu vopnadeildinni, en hún er sögð hafa gert árásina í Damaskus þann 21. ágúst. Heimildarmaður Bloombergs segir mögulegt að forsetinn sjálfur hafi ekki átt neinn hlut að ákvörðun yngri bróður síns um notkun efnavopna. Marie Harf, talsamaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir hins vegar ótvírætt að ábyrgðin sé forsetans, óháð því hver innan hersins hafi tekið ákvörðunina. Allt eru þetta getgátur, en gætu skipt máli í framhaldinu fari svo að Bandaríkin og fleiri ríki á Vesturlöndum ákveði að gera loftárásir á Sýrland. Skipunin sögð komin frá bróður Assads
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.