Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 50
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Það er svo margt skrýtið við það að vera kona. Frá því að ég man eftir mér hef ég hlustað á, og seinna tekið þátt, í samræðum um „fimm auka- kíló“. Það er alveg sama hversu þung ég er, það munu alltaf vera þessi fimm. Til að leggja enn meiri áherslu á mál mitt þá klíp í spikið og hristi það duglega. Svo nenni ég ekki að mála mig. Ég dey úr leið- indum yfir umfjöllunum um nagla- lökk og hvernig rétti farðinn geti gert mig fallegri. Ég vildi stundum óska að mér þætti þetta skemmti- legt því þá kæmist ég inn í þann heim kvenna sem er mér gersam- lega óskiljanlegur en, að mér skilst, mjög mikilvægur. Sætar konur fá jú hærri laun. Líka þær sem eru grennri. Svo á maður að vera sexí en samt ekki of því það er druslulegt. Ég er reyndar nokkuð viss um að brjóstagjöf hrindi mér eins langt frá kynþokka og hægt er. Svo ekki sé minnst á óttann sem ég vek í brjósti karlmanna við það að hafa kynnt mér alls konar um kynlíf. En þessi pistill átti ekki að vera um mig. Hann á að vera um Miley Cyrus. Æ, höfum við ekki allar dottið í þessa gildru á einhverjum tímapunkti? Langað svo innilega að slá í gegn og vekja athygli, jafnvel hneyksla, en við endum á því að gera okkur bara að fíflum. Hún reyndi að ögra, vera sexí, þora að sýna að hún væri full- orðin kona án músaeyrna og að hana mætti girnast. Ekki ósvipað týndum táningsstelpum með fölsuð skilríki uppi á barborði að dilla sér í stuttu pilsi og engum nærfötum. Miley gleymdi að syngja og gera það vel. Hún bara dillaði sér og strauk. Kannski af góðri ástæðu, það verður að hneyksla. Það nennir enginn að púkka upp á „góðu stelp- una“. Þetta á sérstaklega vel við ef þú ert ung kona. Gæinn sem Miley var að nudda sér upp við á vinsæl- asta lag sumarsins sem fjallar um að rífa rassgat konu í tvennt, konu sem langar í hann en samt ekki. Hann var fullklæddur og raulaði sinn nauðgunarsöng skammar- laust og allur salurinn raulaði með. En Miley hneykslaði og braut á blygðunar kennd viðstaddra. Sem svo rauluðu með nauðgunarsöng. Hvar liggur ábyrgðin? Mér leiðist samfélag þar sem konur þurfa að fara í súlufimi til að geta náð vinsældum í söng. Mér leiðist útlitsdýrkun og megrunar- möntrur. Mér leiðist samfélag þar sem lög innihalda ljóta texta þegar í raun væri hægt að bera fram falleg- an boðskap. Mér leiðist að konur eigi alltaf að vera í einhverjum leikjum, hóflega sexí og hóflega graðar því kynlíf má bara stunda með fáum útvöldum. Mér leiðist þetta allt saman og stundum nenni ég ekki að vera kona og langar bara að fá að vera ég. Óskilgreint kyn, bara ég. Stundum nenni ég ekki að vera kona MILEY HNEYKSLAÐI Siggu Dögg leiðist samfélag þar sem konur þurfa að fara í súlufimi til að geta náð vinsældum í söng. NORDICPHOTOS/GETTY Íþróttaáhangendur leita hugg- unar í mat þegar lið þeirra tapar. Þetta leiðir nýleg rannsókn á vegum INSEAD Business School í Bandaríkjunum í ljós. Fylgst var með aðdáendum liða í bandarísku NFL-deildinni og leiddi rannsóknin í ljós að áhangendur liðanna neyttu meira magns af sykri og mettaðri fitu daginn eftir tapleik. Fylgst var með íþróttaaðdá- endum liða í NFL-deildinni í tólf borgum í Bandaríkjunum og var grannt fylgst með daglegum neysluvenjum þeirra. Rannsókn- in leiddi í ljós að neysla mettaðr- ar fitu jókst um sextán prósent daginn eftir tapleik, en ef liðið sigraði minnkaði neyslan að sama skapi um níu prósent. „Fólk borðar betur þegar lið þess ber sigur úr býtum og óholl- ara þegar liðið tapar, sér í lagi ef tapið var óvænt, tæpt eða gegn liði í svipuðum styrkleikaflokki,“ sagði Yann Cornill, prófessor við INSEAD Business School, um niðurstöðu rannsóknarinnar. Borða meiri sykur eft ir tap LEITA HUGGUNAR Aðdáendur íþrótta- liða leita huggunar í mat eftir tapleiki. NORDICPHOTOS/GETTY „Við viljum hjálpa til við að minnka útbreiðslu óniðurbrjótanlegra plast- poka með því að hafa plastpoka- lausa daga,“ segir tals maður Plast- pokalausa laugardagsins, Dísa Anderiman. Ef litið er á Ísland eitt og sér, þá notum við í kringum fimmtíu milljón óendurvinnanlega plastpoka á hverju ári og segir Dísa þessa gerviefnanotkun bæði óþarfa og óábyrga gagnvart náttúrunni. „Í fyrra hittumst við hópur kvenna þar sem við ræddum ýmis samfélags- mál. Við fórum að velta því fyrir okkur hvað við gætum gert til þess að bæta samfélagið okkar og vorum við allar sammála því að notkun plastpoka er vaxandi vandamál. Í stað þess að bíða eftir að stjórnvöld geri eitthvað róttækt í málinu, þá ákváðum við að kýla á þetta sjálfar.“ Aðspurð segir Dísa að þetta sé þeirra fyrsta verkefni og til að byrja með einblíni hópurinn á plastpoka- lausan laugardag. „Við viljum hvetja alla Íslendinga til þess að hætta að nota plastpoka á laugardögum og taka þannig þátt í átakinu með okkur, segir Dísa. Fólk er hvatt til þess að nota margnota taupoka eða svokallaða bio-poka sem eru líf- rænir og umverfisvænir pokar og brotna fyrr niður í náttúrunni en hefðbundnir plastpokar. „Bio-pokar eru úr náttúrulegum afurðum eins og maíssterkju og brotna niður á skömmum tíma í jarðgerðinni og skilja því ekki eftir sig leifar eins og plastpokinn gerir,“ segir hún. „Við skorum á alla landsmenn að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur, látum gott af okkur leiða og tökum þátt í að bæta umhverfi okkar,“ segir Dísa að lokum. asa@365.is Sleppum plastpokum í einn dag Dísa Anderiman stendur fyrir átakinu Plastpoka- lausum laugardegi, þar sem hún hvetur landsmenn til að sleppa notkun á óendurvinnanlegum plastpokum. VILL AÐ FÓLK HUGSI UM NÁTTÚRUNA Talsmaður Plastpokalauss laugardags, Dísa Anderiman, hvetur sem flesta til þess að nota umverfisvæna poka á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Við notum margnota taupoka í Aftur, það hefur verið stefna okkar frá upphafi. Margir af fastakúnnum okkar koma með pokana sína til okkar aftur og aftur. Ég hef það fyrir stefnu að afþakka poka í verslunum ef ég hef tök á því að halda á vörunum. Flestir eru meðvit- aðir um mikilvægi þess að nota umhverfisvæna poka,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir, hönnuður og eigandi tískuverslunarinnar Aftur. Verslunin notar sérmerkta taupoka undir vörur sínar. Nota taupoka Fullorðins 595» Barna 295» KOMD’Í SHAKE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.