Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 28
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Ég er ánægður með þig að þú skulir hnippa í páf- ann og hrista upp í sam- skiptunum við Moskvu en finnst að þú mættir ganga lengra í að banna bátum með byssur að leggja við hafnarkantinn í borginni þinni. Það er þó ekki efni þessa pist- ils en ég vil hvetja þig áfram til góðra verka og valdi að skrifa þér þetta bréf á síðum Fréttablaðs- ins. Mörgum okkar er sagan um Rosu Parks kunn. Þann fyrsta desember 1955 sat hún í strætis- vagni í heimabæ sínum, Mont- gomery í Alabama. Borgar- stjórinn og aðrir báru á þeim tíma ábyrgð á því að í þeirri borg eins og víðar á þessu svæði var lögum um kynþátta skiptar sætaraðir viðhaldið innan borga. Ellefu árum áður hafði dómstóll komist að þeirri niður- stöðu (þökk sé Irene Morgan) að ekki væri stætt á því að skipta sætaplássi eftir kynþáttum í lestum og strætisvögnum sem ferðuðust út fyrir viðkomandi fylki. Eftir sem áður stoppaði það ekki borgarstjórnir þess tíma í að viðhalda þessari skipt- ingu innan borgar- eða fylkis- marka. Rosa Parks tók strætó heim úr vinnu. Rétt eins og konur og karlar gera í Reykjavík í dag. En hún mátti ekki sitja hvar sem var. Þennan dag sat hún í sætaröð sem hún mátti sitja í á meðan enginn sætaskortur var í röðunum sem sérmerktar voru fyrir hvíta fólkið. Á einni stoppistöðinni fjölgaði hvítum í strætisvagninum og nú skorti sæti. Samkvæmt reglum borgarinnar urðu Rosa Parks og aðrir með dökkan húð- lit í þessari sætaröð að fara aftar í vagninn (og standa) svo sá hvíti gæti fengið sér sæti. Rosa Parks sat sem fastast. Fyrir það var hún hand- tekin, leidd fyrir dómara og sektuð. Sú handtaka fyllti mælinn og mót- mælaalda fylgdi í kjöl- farið. Borgarstjórar og önnur fyrirmenni þurftu þó tæp níu ár til að skilja mikilvægi þess að fella niður hvers konar lög og reglur sem mismunuðu fólki á grundvelli húðlitar og/eða upp- runa forfeðra þeirra. Dugandi borgarstjóri hefði gripið strax í taumana! Fyrir utan moskuna Mörg framfaraskref hafa verið tekin í mannréttindamálum á Íslandi á síðustu árum og ég er þér hjartanlega sammála, Jón Gnarr, að það er ekki síður mikil vægt að borgarstjóri láti heyra í sér hvað mannréttindi varðar eins og að skipta sér af því hvort gera þurfi við götur í borginni. Ég vil reyndar ganga svo langt að halda því fram að þú hafir nóg af embættis- mönnum sem geta séð um gatna- viðgerðir og getir þar með sinnt mannréttindamálum sjálfur. Íbúar á Íslandi eru heppnir að þær eru orðnar margar Rósurn- ar sem hafa barist fyrir bættum mannréttindum. Úti í hinum stóra heimi má líka sjá fullt af fólki gera góða hluti. Úr þeim hópi vil ég nefna 16 ára stúlku sem ber nafnið Malala Yousuf- zai. Hún er hetja sem þorir að berjast fyrir bættum mannrétt- indum. Slíkar hetjur á hennar aldri eru líka til á Íslandi og nú bið ég þig, kæri borgarstjóri, að ímynda þér að fimm slíkar hetjur koma og heimsækja þig á skrifstofuna þína og bjóða þér með sér til bænahalds. Ungu konurnar fimm sem eru komnar til að heimsækja þig eru allar fæddar hér á Íslandi, húðlitur þeirra er alls konar, þær tala reiprennandi íslensku og ráða við mörg önnur tungu- mál. Þar sem þú hefur þegið boð þeirra sitjið þið í strætó á leiðinni til bænahaldsins hlið við hlið og spjallið saman. En fyrir utan moskuna skilur leiðir. Ungu hetjurnar fimm þurfa nefnilega að nota annan inn- gang en þér er boðið til bæna- halds með karlmönnunum. Ég vona að þú hugsir til Rosu Parks og ungu kvennanna fimm þegar þú tekur þátt í því bænahaldi og veltir því fyrir þér hvort þú getir sett reglur í borginni þinni um að kirkjur, moskur og önnur bænahús teljist jafnmikið opin- berir staðir og strætó og að fólki sé ekki mismunað eftir kyni né öðrum einkennum um hvar það fær sér sæti eða krýpur. Kæri Jón Gnarr Þetta kann að koma ykkur sem þekkja mig eða kann- ast við mig á óvart en mér finnst mikilvægt að opin- bera mína sögu. Á mínum 23 árum hefur löngunin til að enda mína tilvist á þessari jörðu komið allt of oft. Ég var níu ára þegar ég fann fyrst fyrir þessari löng- un. Út af því að sársauk- inn við að leita að minni innri ró var óbærilegur og löngunin til að finna frið og sátt og finna fyrir einhverju öðru en stanslausum óútskýran- legum sársauka var stöðug. Níu ára. Því miður er ég ekki ein um að hafa glímt við drauga þunglyndis og depurðar. Ég átti ekki slæma æsku, ég átti nóg af vinum, gekk vel í skóla, alltént allt til staðar fyrir almenna vellíðan en samt leið mér svona og hafði ekki hugmynd af hverju. Það eina sem þarf er stundar- brjálæði, eymdin tekur yfir og það tekur bara sekúndubrot, alveg eins og það tekur bara eitt högg við bílveltu. Mikið álag Ég tala af reynslu þegar ég segi að geðheilbrigðiskerfið á Íslandi er í molum. Það er engin úrræði að fá og ef maður kemst að í með- ferð geta liðið nokkrar vikur á milli tíma hjá meðferðaraðila, svo mikið er álagið. Af hverju er ekki jafnfréttnæmt þegar einstak- lingur fellur fyrir eigin hendi og þegar einstaklingur deyr í hræði- legu slysi? Ef allar tilkynningar um sjálfsmorð yrðu jafn- fréttnæmar, tilkynn- ing í kvöldfréttum, ætli kerfið væri jafnaðgerð- arlaust? Ætli það yrði áfram skorið niður í heil- brigðiskerfinu? Við furð- um okkur á því af hverju engin lækning við krabbameini sé fundin árið 2013. Ég furða mig á því af hverju umræðan um geð- sjúkdóma er enn, árið 2013, hálf- gert tabú. Fólk á öllum aldri fell- ur fyrir eigin hendi. Börn niður í sjö ára finna fyrir löngun til þess að deyja vegna vanlíðanar. Þetta er ástand sem þarf að horfast í augu við og tækla. Hljóp frá draugunum Í dag líður mér vel. Eftir mikla baráttu seinustu tvö ár og leit er ég sátt, glöð og hamingju- söm. Virkilega hamingjusöm. Ég kann að eiga við draugana mína, veit hvað matar þá og veit hvað heldur þeim í burtu. Með ör lítilli hjálp frá geðsviði Landspítalans hjá yndislegri konu (þrátt fyrir álagið er starfsfólk geðsviðs Land spítalans hetjur og vinnur gott verk) komst ég af stað að bata mínum en sá um mestalla vinnuna sjálf. Hljóp í burtu frá draugun- um og fann minn eigin styrk. Það eru ekki allir svo heppnir. Ást og friður. Tölum opinskátt, breytum hugarfarinu Samtök iðnaðarins (SI) hafa sett fram þá skoðun að rétt sé að skipta nýrri byggingarreglugerð upp „þannig að unnt verði að uppfylla ýtrustu kröf- ur fyrir öryrkja og fatl- aða, aldraða og alla þá sem þurfa sérþjónustu en jafnframt verði löglegt að reisa ódýrari íbúðir fyrir þá sem ekki þurfa sér- stakan aðbúnað“. Reglu- gerð sú sem um ræðir stækkar vissulega þriggja herbergja íbúð sem sam- kvæmt eldri reglum gæti verið að lágmarki 55 m2 í 58 til 60 m2. Til stóð að stækkunarþörfin yrði enn meiri en frá því var fallið, var það gert með breytingu á umræddri reglugerð. En ekki var aðeins fall- ið frá stækkunarþörfinni heldur tuttugu öðrum atriðum sem stóðu í upphaflegri reglugerð. Viðræður hafa nú þegar farið fram milli Samtaka iðnaðarins og Sjálfsbjargar landsambands fatlaðra um hvernig megi nálgast sjónarmið beggja aðila. Það hefur verið ófrávíkjanleg krafa Sjálfs- bjargar að allt húsnæði verði hannað fyrir alla fatlaða sem og ófatlaða þannig að aðgengi fyrir fatlaða verði tryggt, alltaf, alls staðar. Niðurstaða þeirra við- ræðna var að láta reyna á samráð beggja aðila í gegnum Mannvirkja- stofnun. Nú ber svo við að bæði umhverfis- og auðlindaráðherra, sem fer með þann málaflokk, og félags- og húsnæðismálaráðherra skauta fram á völlinn. Umhverfis- ráðherra telur að „reglugerðin [sé] of þröng og vill að hún verði gerð sveigjanlegri“. Óverulegur kostnaðarauki Í Fréttablaðinu 27. ágúst kemur félags- og húsnæðismálaráðherra með þá annars ágætu hugmynd að tengja úrbætur í hús- næðismálum við kjarasamninga. Í þættinum Sjónmáli nefndi sami ráðherra að kostnaðaraukning við umræddar reglugerðarbreytingar væri um 11% og byggði það á mati sem samtökin og Búseti létu gera á kostnaði við tiltekið hús sem þessir aðilar völdu að skoða. Sjálfsbjörg hefur mótmælt þess- um tölum. Mannvirkja stofnun fól óháðum aðila, verkfræði stofunni Mannviti, að leggja mat á kostnað- inn og var niðurstaða Mannvits að hækkunin væri á bilinu 2,2% til 3,1%. Umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið hefur nú þegar ákveðið að gera tilteknar breytingar á byggingar reglugerðinni frá því hún tók fyrst gildi, sem draga enn frekar úr þessari hækkun og er metið að hækkun byggingar- kostnaðar við húsið sem SI hafa valið að miða við sé 0,35%. Kostnaðar aukinn er því óveru- legur og fráleitt að hverfa frá því framfaraspori sem tekið var við gildistöku reglugerðarinnar. Það er hins vegar ljóst að tæki- færi eru til staðar til að ná fram frekari hagkvæmni í hönnun á húsnæði. Sjálfbjörg telur það mögulegt án þess að algild hönn- un verði slegin af. Ráðherrar eru hins vegar beðnir um að anda með nefinu meðan sú samráðsvinna fer fram. Bið ráðherra að anda með nefi nu MANNRÉTTINDI Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni og Evrópu- fræðingur ➜ En fyrir utan moskuna skilur leiðir. Ungu hetjurnar fi mm þurfa nefnilega að nota annan inngang en þér er boðið til bænahalds með karlmönnunum. HEILBRIGÐIS- MÁL Guðborg Björk Sigtryggsdóttir nemi ➜ Eftir mikla baráttu seinustu tvö ár og leit er ég sátt, glöð og hamingjusöm. HÚSNÆÐI Bergur Þorri Benjamínsson málefnafulltrúi Sjálfsbjargar Landssambands fatlaðra ➜ Það hefur verið ófrávíkjanleg krafa Sjálfsbjargar að allt húsnæði verði hannað fyrir alla fatlaða sem og ófatlaða þannig að aðgengi fyrir fatlaða verði tryggt, alltaf, alls staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.